Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 45
fimmta sendiboðann, að söfnuður- inn var viðriðinn opinbert hneyksli. John Wroe hafði opinberazt, að rakstur og klipping væri héðan í frá bannað í söfnuðinum og önnur ekki ómerkilegri opinberun hans var sú, að senda ætti allar ungar stúlkur safnaðarins til hans, til þess að hægt væri að framkvæma það, sem hann kallaði „hreinsun blóðsins“ eða „kvenlegan umskurð“ en það þýddi það, að hann vildi sitja fyrstur að öllum hreinum meyjum safnaðarins. Rökin fyrir þessu voru þau, að ef ungir piltar væru óhreinir í augum Guðs ef þeir væru ekki umskornir, hlyti svipað að gilda um stúlkur. Stór hópur hafði gert uppreisn gegn þessu í söfnuðinum undir for- yztu manns, sem hét John Ward, og vildu þeir aðeins fylgja upphafleg- um kenningum Johönnu Southcott. En Jon Wroe herti þá tökin á þeim, sem éftir voru í söfnuðinum og gerði mikið til að útbreiða trúna. Nú á dögum er það álitið, að hann hafi veirð geðveikur, þótt hann hafi haft hæfileika til þess að ná foryztu í söfnuðinum. En hann mætti svo mikilli andspyrnu í Englandi, að það endaði með því, að söfnðurinn varð að hrökklast úr landi og fluttist hann aðallega til Ástralíu, Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna. John Wroe hafði farið til Ástra- líu og þar fékk hann þá vitrun, að þúsund ára ríkið mundi hefjast 1863. Þegar hann svo dó skyndilega, snemma í febrúar, fylltust fylgis- menn hans fögnuði, því að þeir héldu, að hann mundi fylgja for- dæmi Krists og rísa upp frá dauðum og mundi þá leiða þá í þúsund ára ríkið. En hinir skeggjuðu fylgismenn hans biðu árangurslaust, bæði eftir honum og þúsund ára ríkinu. Svo var það nokkrum árum seinna, þegar ísraelsmenn voru orðnir leiðir á biðinni eftir Wroe, að ástralskur sjómaður að nafni James White útnefndi sig sem sjötta sendiboðann og breytti nafni sínu í James Jezreel. Hann stjórn- aði söfnuðinum í kringum 1880 og aðalafrek hans var útgáfa trúarrits- ins The flying Roll. Bókin átti að verða til þess að breiða út trúar- brögð þeirra, en bar ekki mikinn árangur. Þeim fór alltaf fækkandi, sem aðhylltust þessar kenningar og loks var svo komið, að það voru innan við þúsund manns í söfnuðin- um, og þeir voru dreifðir um þrjár heimsálfur. Nú beið söfnuðurinn aðeins eftir þúsund ára ríkinu og sjöunda sendi- boðanum. SAGA þessa safnaðar hreif Ben Purnell og honum fannst, að þarna væru trúarbrögð alveg við sitt hæfi. Hann las The flying Roll aftur og aftur, og reyndi að komast yfir öll rit, sem fjölluðu um trúarbrögðin og sem síðskeggjaðir safnaðarmeð- limirnir í Richmond gátu útvegað honum. „Þetta er hin eina sanna trú,“ sagði hann við Mary. „Allt annað er guðlast í augum Drottins. Þetta er leiðin, sem við verðum að ganga." Hún trúði honum. Það, sem Ben hafði í huga, var að útnefna sjálfan sig sem sjöunda sendiboðann, að öðlast þetta himna- riki, sem John Wroe hafði skapað. En fyrst varð hann að vinna sér álit og tiltrú safnaðarins, skapa sér þann orðstír, að þetta þætti sjálfsagður hlutur þegar tíminn væri kominn. Ben hætti að vinna í kústaverk- smiðjunni og eyddi öllum tíma sín- um til að boða þessa trú. Hann gekk hús úr húsi með The flying Roll og lét rauðgyllt hár sitt og skegg vaxa. „Þúsund ára ríkið er í nánd,“ kallaði hann á hverju götuhorni í Richmond. „Sá, sem ekki er skráð- ur í bók Drottins, tortímist í eldum Vítis. Eruð þið viðbúin, bræður og systur? Eru nöfn ykkar í þessari bók, svo Drottinn geti náð til ykk- ar?“ Það leið ekki á löngu áður en Ben Purnell var kjörinn foringi safnað- arins í Richmond. Brátt varð hann þekktur meðal allra meðlimanna í borgunum í Ohio og Indiana. Hann var að búa sig undir lokaátakið, þegar það fréttist, að maður að nafni Michael Keyfor Mills, velþekktur meðal ísraelsmanna undir nafninu prins Michael, hefði fengið opinberun, þar sem honum var tilkynnt, að Drottinn hefði útnefnt hann sem sjöunda sendiboðann, og ríki hans mundi verða í Detroit í Michigan. Þetta urðu Ben Purnell sár von- brigði og um tíma velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að fá aðra opinberun og lýsa því yfir, að prins Michael væri falsspámaður og skora á alla að yfirgefa Mills og koma til Richmond. En hann hætti við það, þótt hann hefði ekki gefizt upp. Hann gat ekki gert margra mánaða erfiði að engu. f janúar 1892 ákvað hann að flytja til Detroit og ganga í söfnuðinn þar. „Við verðum að flýta okkur,“ sagði hann við Mary. „Þúsund ára ríkið getur komið á hverri stundu." Hún trúði honum, eins og alltaf áður. Strax og Benjamin Franklin Purnell hitti Michael Keyfor Mills, gerði hann sér ljóst, að hinn nýi sjöundi sendiboði var enginn trúar- ofstækismaður frekqj en hann sjálf- ur, heldur sami tækifærissinninn. Næstum hundrað manns hafði kom- ið í skyndi til Detroit, til þess að búa nálægt heimili Mills, sem þeir köll- uðu bústað Guðs. Það var á Hamlin Avenue 37 í norðurhluta Detroit- borgar. Hann var þegar farinn að nota þetta fólk út í yztu æsar. Til þess að verða hæfir til að móttaka þúsund ára ríkið, urðu meðlimirnir að afsala sér öllum jarðneskum auðæfum —- láta þau af hendi við Mike Mills, auðvitað. Iðjuleysingjarnir voru ekki hæfir þegnar sjöunda konungsríkisins, svo að allir urðu að vinna baki brotnu og betla þar að auki í frístundum sínum, og selja trúarritin. Til þess að þeir leiddust ekki í freistni, tók prinsinn öll laun þeirra, en lét þá hafa brýnustu lífsnauðsynjar. Ungi rauðhærði maðurinn frá Kentucky var mjög hrifinn af þessu öllu saman, en það sem hafði mest áhrif á hann, var þó það, að Mike Mills hafði tekizt að koma aftur á gamla siðnum frá John Wroe, að allar stúlkur skyldu blóðhreinsaðar, eða umskornar — þannig fékk Mike Mills ekki aðeins laun þegna sinna, heldur einnig dætur þeirra. Þó að kona Mills byggi líka í Guðshúsinu, hafði Mills komið með sjö eða átta aðrar konur þangað. Ætlunin var að þær yrðu tíu tals- ins, og átti hver þeirra að tákna eina dyggð, sem þegnarnir gætu svo tek- ið sér til fyrirmyndar. Sú elzta þeirra var 49 ára gömul og hét Eliza D sem byggist á notkun rafauga Court. Hún var skarpleit og gráhærð kona og átti að tákna andlegt jafn- vægi, en sú yngsta var 15 ára gömul frábærlega falleg stúlka, Bernice Bickle, sem táknaði hlýðni. Prinsinn bauð hina nýju safnað- armeðlimi frá Richmond hjartanlega velkomna. Hann hafði heyrt um frá- bært starf Bens Purnells í Richmond og sá strax, að útlit hans og fram- komu mundu koma í góðar þarfir í starfinu í nýja konungsríkinu. Þar að auki líkaði honum vel við þennan unga, rauðhærða fjallabúa, og það liðu ekki nema nokkrir dagar þar til hann fékk aðra vitrun, þar sem Ben Purnell var skipaður næst æðsti maður ríkisins —• aðeins sjálfur sendiboðinn var honum æðri. Þar með var Ben Purnell undan- þeginn frá því að vinna úti í borg- inni, og fékk betra húsnæði og all- an aðbúnað, en aðrir þegnar ríkis- ins. Starf hans var fólgið í því, að framfylgja skipunum sendiboðans og fara í útbreiðsluferðir. Sem borg- un fyrir þessa góðu stöðu ætlaðist prinsinn til að Ben sýndi sér þakk- læti, hollustu og stuðning við allar framkvæmdir. En prins Michael gerði sér ekki ljóst, að frá fyrsta degi Benjamins Franklins Purnells í Detroit, var það hans eina markmið, að steypa prinsinum af stóli og taka sjálfur sæti hans. Framhald í næsta blaði. Yillta orkídean. Framhald af bls. 17. stóð á tánum til þess að ná. Hafið þið nokkurn tíma séð orkídeu upp við tré?“ Hann svaraði sjálfum sér. „Auðvitað ekki. Þið hafið aðeins séð þær í verzlunum. Þessar stóru rauðu með silkibandi og silfurpappír um stilkana.“ „En villt orkídea er öðru vísi,“ sagði hann. „Hún er lítil og létt. Hún heldur sér í trjábörkinn og tréð hefur ekki hugmynd um að hún sé þarna. Það er þannig, sem þær eru,“ sagði hann. „Það er þannig að hafa þær í faðminum, að dansa við þær. Dúnhnoðri er eins og heill fíll í samanburði við þessar stúlkur." Svo settist hún hjá honum og spurði hvar endurskoðandinn byggi. „Hann býr á E. & 0.,“ svaraði Jack. „Við skulum fara þangað á morg- un,“ sagði Lin. „Mig langar til þess að hitta hann.“ „Ég vil ekki að þú — ég tek ekk- ert slíkt í mál,“ sagði Jack. „Það er alls ekki það, sem ég meina,“ sagði hún. „Þú kemur þessu í kring. Segir honum bara að kín- verska vinkonu þína langi til þess að hitta hann. Segðu honum, að við hittumst á E. & (). Að við sækjum hann þangað og ætlum að bjóða honum í góðan kínverskan mat. Segðu, að vinkonu þína langi til að VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.