Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 46
hitta svona háttsettan útlendan mann. Þú getur sagt honum að hún sé lagleg.“ „En ef hann vill nú ekki koma?“ sagði Jack. „Hann kemur. Hefurðu nokkurn tíma heyrt um karlmann, sem ekki langaði til þess að hitta hjákonu annars manns? Karlmenn eru for- vitnir um þannig hluti. Hann fer að hugsa um, hvernig hún sé, og hvort samband þeirra sé áberandi.“ Svo sagði hún: „Hvernig er hann — hvernig lítur hann út, ég ég við?“ „Hver er forvitinn núna?“ „Mig langar til þess að vita það.“ „Hann er stór og holdugur ná- ungi. Útlitið gæti bent til þess, að hann drykki töluvert. Reyndar veit ég að hann gerir það. Rauður í and- liti, með rauðleitt hár, sem er að byrja að þynnast á hvirflinum, blá, útstandandi og dálítið daufleg augu, munn eins og fiskur, eins og karfi, þykkar varir.“ „Þá er hann fyrir vín og konur,“ sagði Lin. „Ég vil ekki heyra um neitt slikt,“ sagði Jack. „Ekki einu sinni til að ..." „Ekki einu sinni til að losna við fangelsi?11 sagði hún. „Bezt gæti ég trúað, að þú mundir gera það,“ sagði Jack. „Ég er bín kona,“ sagði hún. „Ég neita því algjörlega. Nei og aftur nei. Það eru takmörk fyrir öllu.“ Hún brosti. „Þú kemur þessu í kring," sagði hún. Lin hafði haft rétt fyrir sér, eins og venjulega. Þegar Jack stakk upp á því, að hann borðaði hjá þeim, tók Ballinger því fegins hendi. „Kínversk vinkona, ha?“ sagði hann. „Þetta líkar mér. Þú hefur dottið í lukkupottinn, eða hvað?“ Hann potaði með sverum vísifingri í bakið á Jack. „Það er sagt að þær séu góðar,“ sagði hann. „Þú veizt hvað ég á við.“ Jack vissi hvað hann meinti, en þóttist ekki skilja það. „Hún er einkaritari," sagði hann. „Menntuð, ha? Ekki var það verra.“ „Og mjög fær að búa til mat, Ballinger. Ekta Cuntonmatur, eldað- ur í heimahúsum, er þess virði að njóta hans.“ „Sjálfsagt lagleg líka, er ég viss um,“ sagði Ballinger. Hann gat að- eins hugsað um eitt í einu. „Það held ég,“ sagði Jack, ,,og það gleður mig, að þú getur komið. Ég ætla að láta hana vita af því.“ „Ég veit ekki hvort þið þekkið hótelið, sem ég bý á. Það er stærð- arhóteh Sum herbergin eru loft- kæld, en þau, sem snúa út að sjón- um þurfa enga kælingu. Það er alltaf gola þar.“ Ballinger beið í stórum forsaln- um þegar þau komu, og Jack sá, að Lin hafði mikil áhrif á hann. Hann eldroðnaði og byrjaði að svitna, og það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum, þegar hann horfði á hana. Hún var líka falleg, í gulum satín cheongsam með opinni klauf næstum upp á mjöðm, öllum út- saumuðum með gylltu og svörtu. Hún bar háan indonesiskan kamb í hárinu, og skórnir hennar voru samlitir kjólnum með mjög háum hælum. Hún var sannarlega þess virði að horft væri á hana. „Má ég kynna þig fyrir Miss Lin Koo,“ sagði Jack. 46 VIKAN „Lin, þetta er Mr. Ballinger, áhrifamikill maður frá fyrirtækinu,“ sagði Jack og hló hálfvandræðalega um leið. Hann vildi gjarnan koma sér vel við manninn, en ekki á of áberandi hátt. „Jæja, Jack,“ sagði Ballinger, „þú hafðir rétt fyrir þér. Ég verð að óska þér til hamingju með vin- konuna. Forkunnarfögur," sagði hann. „Þér eruð mjög fagrar, miss Lin.“ Hann horfði á fölgullna mjöðm hennar um leið og hún settist. „Ég er ekki vinkona Jack, Mr. Ballinger,“ sagði Lin. „Ég er hjá- kona hans.“ „Segðu þetta ekki,“ sagði Jack. „Taktu ekki mark á henni, Balling- er. Hún er vinkona mín. Við skul- um hafa það þannig.“ „Dásamleg vinkona," sagði Ball- inger. „Mjög falleg. Hvað má bjóða ykkur að drekka?“ „Whisky og sóda,“ sagði Jack. „Fyrir bæði?“ „Já,“ sagði Lin. „Mér þykir gott Whisky. Það er eitthvað svo heims- mannslegt, finnst yður það ekki? Nei takk, engan ís.“ „Ekki fyrir mig heldur,“ sagði Jack. Vilt þú ís, Ballinger?“ „Nei, en þetta er mitt boð, dreng- ur minn. Þið bjóðið mér að borða, en ég býð hér. Rétt er rétt, segi ég alltaf.“ Lin hélt áfram að tala. „Ég er kínversk, eins og þér vitið, og hér er siður að hafa margar hjákonur. Karlmaðurinn á oft nokkrar konur — númer eitt, númer tvö og svo framvegis, en svo hefur hann líka hjákonur. Svo getur verið að hann eigi bara hjákonur og enga konu. Það er fullkomlega heiðarleg staða, að vera hjákona, mr. Ballinger.“ Hún brosti til hans svo fallegar tennur hennar komu í ljós, þær voru eins og litlar möndlur í lag- inu, litlar flysjaðar möndlur. Þau sátu þarna og drukku í tæp- an klukkutíma og töluðu saman. Lin sagði ekki mikið meira. Hún sat bara og brosti og hlustaði. „Ég get sagt þér eitt, Jack,“ sagði Ballinger, „án þess að það fari lengra, auðvitað, en þú kemst vel áfram í fyrirtækinu. Ég er að vísu ekki búinn að fara yfir bækurnar, ég geri það á morgun, en það, sem ég hef þegar kynnzt af starfi þínu, kemur mér á óvart. Það er frábær- lega vel gert.“ Hann var aftur far- inn* að horfa á mjöðm Lin. „Mjög snyrtilegt, og það er auðséð, að þú kannt vel til verks. Það er auðséð. Það geri ég líka,“ sagði hann. „Mér finnst alltaf að tölur séu ekki ólíkar nótum —- þær mynda einhvers konar hljómkviðu. Þær eru líka fallegar í formi — tíu fallegar myndir, ef núllið er talið með. Hugs- aðu þér t. d. sex og átta — dásamleg- ar tölur,“ sagði hann. „Og veiztu það, Jack, mér fellur svo vel hvernig þú setur strik í gegnum sjöið, eins og Evrópumenn. Það kemur í veg fyrir mörg mistök. Það er engin hætta á, að það verði tekið fyrir einn, og svo er það líka fallegra. Það gefur tilbreytni. Tilbreytni er krydd lífsin's, ha?“ Hann leit á Lin og blikkaði hana. „Hvernig væri að fá meira að drekka?" sagði hann. „Ég verð alltaf þyrstur af að tala.“ Forsalurinn var nú orðinn fullur af fólki, einnig mörgum Kínverj- um. Sumir þeirra voru í vestræn- um fötum, en aðrir í cheongsam. Malayar voru þarna í kabaya og sharong, karlmennirnir með svart- ar kringlóttar flauelshúfur. Meiri hlutinn voru Evrópumenn, sem sátu og drukku og borðuðu franskar, salt- ar kartöflur. Þær eru mjög góðar þarna, vel saltar. Það er sagt, að það sé til að bæta mönnum upp saltið, sem þeir tapa við að svitna svona mikið, en svo drekkur mað- ur líka meira, ef þær eru saltar. Við hinn enda forsalarins liggur garðurinn, sem nær út að sjónum. Það er alltaf svalur vindblær þarna í salnum frá sjónum og frá stóru viftunum í loftinu. Ef mjög heitt er, snúast þær mjög hratt, svo hratt, að maður festir ekki auga á blöð- unum. Núna snerust þær hægt, rétt mjökuðust. Jack var að horfa á þau, þegar Lin sagði: „Við skulum fara núna,“ og stóð upp. Ballinger reis þunglamalega á fætur. Lin sneri sér að Jack og sagði: „Mr. Ballinger og ég förum í handvagni. Það er skemmtilegt fyrir hann að fara hægt í gegnum borgina og sjá hana alla uppljómaða. Þú getur komið á eftir okkur í öðrurn." „Allt í lagi,“ sagði Jack, en hann var ekki ánægður. Hún vildi vera ein með Ballinger. Hann vissi, að það var hans vegna, sem hún gerði það. En svo datt honum í hug, að það væri nú ekki mikið hægt að aðhafast í handvagni, það var ekki eins og þetta væri leigubíll, svo hann steig inn í annan vagn og fylgdi þeim eftir. Hann gat ekki séð þau í vagninum, hann sá ekkert annað en sterka fótleggi öku- mannsins, þar sem hann hljóp nið- ur eftir Penangstræti. Það var ljós í búðunum og götu- salarnir, sem höfðu breitt varning •sinn út á gangstéttirnar, höfðu með sér litla kyndla. Rauðar ljósaaug- lýsingar lýstu upp himininn. Það gát verið að á skiltunum stæði: Drekkið Coca-Cola eða eitthvað þvílíkt, en þau voru samt falleg, þar sem þau bar við indigobláan himininn. Margvísleg anganin í loftinu var eins áhrifamikil og litirnir. Frangi- pan, karrý, sorplykt og daunn af úldnum fiski, blandaðist saman við höfgan ilm frá einhverjum nætur- blómstrandi plöntum. Þetta var allt eins og draumur í augum Jack. Lin var með þessum manni. Þessum manni, sem fannst tölur vera eins og nótur. Þessum manni, sem sleikti út um, þegar hann horfði á mjaðmir Lin. Manninum, sem ætlaði að at- huga bækurnar á morgun. Loks lauk ferðinni og þau koma að litla húsinu, sem hann hafði leigt handa Lin. Hún var að opna dyrnar, þegar hann kom. Ballinger stóð þétt upp að henni. Hún kveikti ljósið og Jack vissi hvað Ballinger var að hugsa: Hreiðrið þeirra! Borðið var dúkað, því að gamla hrukkótta konan, sem hafði verið fóstra Lin hafði allt tilbúið. Það var whiskýflaska á borðinu. Hann horfði á Lin hella stórum skammti í glas og rétta Ballinger það. „Til þess að losna við kvöldhroll- inn,“ sagði hún og leit brosandi til hans. Svo var maturinn borinn fram. Hann var stórkostlegur. Það var krabba- og hákarlsuggasúpa, steikt- ir kjúklingar, húð af öndum, sætur og súr fiskur . .. Ballinger átti eng- in orð til að lýsa hrifningu sinni. Svo sagði Lin: „Áður en við fá- um kaffi og líkjör — hún brosti til Ballinger — þér vitið, það er ekki hollt að drekka konjak á eftir whisky — já, áður en við fáum kaffið, skulum við smakka á dálitlu alveg sérstöku. Það er durian, á- vöxturinn, sem hefur svo slæma lykt, en svo dásamlegt bragð. Það verður reglulegt nýnæmi fyrir yð- ur, Mr. Ballinger, nokkuð, sem er þess virði að segja frá. Vitið þér,“ sagði hún, „að tígrisdýr eru æst í hann. í frumskógunum bíða þau undir trjánum eftir að ávöxturinn detti, og rífa hann síðan upp með klónum.“ Hún setti sjálf á diskinn hjá Ballinger. Þá lagði hún á tvo aðra diska —• einn fyrir sjálfa sig og ann- an fyrir Jack. Þegar hún bar þá á borðið, veinaði hún allt í einu upp og missti diskana. „Hvað er að?“ spurði Jack. „Hvað kom fyrir?“ Ballinger stóð á öndinni, þegar hún lyfti faldinum á cheongsaminum og stóð þar með bera leggi. „Það var mús,“ sagði hún og hló. „Nú getið þér sagt, að allar konur séu eins, mr. Ballinger. Sama hvort

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.