Vikan


Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 03.01.1963, Blaðsíða 48
l,ee. Nafni'ð var skemmlilegt. Stofan varð heimilislegri, eftir að Jenny Lee hafði verið þar. Á morgun var laugardagur. Á morgun mundi lnin koma með pabba sinn og sýna honum tréð. bað var kjánalegt, hugsaði Ruth, að vera að svipast um eftir þeim. hað gat verið, að faðirinn hefði ekki áhuga á að sjá magnolíutré. En með- an hún tók til, horfði hún öðru hverju út um gluggann. Litla stúlk- an hafði orðið henni kær, hún þekkti fáa i þessari ókunnu borg. Hún var að hrista afþurrkunar- klútinn út um gluggann, þegar hún kom auga á þau. Litlu stúlkuna, sem hét Jenny Lee, og manninn, sem var svo undarlega líkur henni. — Góðan daginn, kallaði Ruth og brosti til telpunnar. Það var maðurinn, sem svaraði: — Góðan daginn. Ég heiti John Lee. Ég á stefnumót við magnolíu- tréð yðar. Það var glettni i lilýlegri röddinni. — Ég á það í rauninni ekki, sagði Ruth brosandi. — En ég verð að viðurkenna, að mér finnst ég eiga eitthvað i þvi. — Það hlýtur að vera í neðstu skúffunni. — Þetta skal vera í síðasta sinn, sem ég vinn hjá feimnum málara. — Ekki í vinnutímanum, maður. 48 VIKAN Pabbi, ér það ekki dásamlegt? s])urði Jenny. — Jú, sannarlega, sagði hávaxni maðurinn. Ilann leit á Ruth. — Mig langar til að þakka yður, hve góðar ];ér hafið verið við dóttur mina. — Jenny og ég, svaraði Rutli, — erum vinir. Það er gott að finna vin ■— í ókunnri borg. Hann stóð kyrr með handlegginn um herðar telpunnar. Augun, sem horfðu á Ruth, voru róleg og festu- Ieg. Kaffilykt harst úr eldhúsinu. Hún sá, að telpan tók eftir þvi, og bauð þeim að drekka með sér kaffibolla. Svo auðvelt var það — svo auð- veid var byrjunin. Byrjun, sem átti eftir að leiða svo margt af sér. Það voru skólatímar, alvarlegir og skemmtilegir i senn. Það voru ferð- ir í dýragarðinn og ökuferðir út í sveit í litla, gamla bílnum, sem John Lee hafði keypt. Nú var gipsið farið af fætinum, og þegar þau komu heim á kvöldin fóru þau oftast upp í íbúðina til Ruthar og lnin bjó til fljótlega máltíð handa þeim. Hrærð egg og baunir — salat og ost. Eða eggjakökuna, sem John kunni að búa til. Það varð æ sjaldgæfara, að svipur Jennyar væri sorgmæddur. Hún var byrjuð aftur í skólanum og hafði á ný eignazt vini á sama aldri. Þau voru því ekki lengur alltaf þrjú saman. Bara tvö — Ruth og John Lee. Hann leit inn til hennar á kvöldin. Stundum kom hann með nýja bók, sein hafði fengið góða dóma, stund- um kvæði, eða nýjustu ævisöguna. Hann hafði komizt að því, að hún hafði líkan smekk og hann. En þetta kvöld kom hann með blóm. Garðblóm, sem lxann hafði keypt af gömlum manni. — Sumarblóm, sagði Ruth hægt. — Blóm úr garði uppi í sveit. Þau eru yndisleg. Þakka þér fyrir, John, þakka þér kærlega fyrir. — Sumur í borginni eru ekki sér- lega skemmtileg, sagði John og gekk út að glugganum. — Ég hef verið að velta þvi fyrir mér . . . hvort ég liafi gert rétt í því, að flytja með Jenny til bæjarins. Það var frekar eins og hann væri að tala við sjálf- an sig en hana, hugsaði Ruth. — Það var heldur ekki rétt gagnvart Söru frænku, að ryðjast svona inn í tilveru hennar. En hún var eini kven-ættinginn, sem við áttum, Jenny og ég. Hann sneri sér við og horfði á Ruth, meðan hún kom blómunum fyrir í vasa. Það var ró yfir öllum hreyfingum hennar, liugsaði hann. Ró og friður. — Það er alltaf erfitt, John, sagði lnin bliðlega, — að vita livað er rétt að gera ... ekki sízt þegar allt virðist vera að hrynja í kringum mann. Ilún hugsaði um daginn í skemmtigarðinum fyrir meira en fimm Jöngum áruin síðan. — Þú getur bjargað þér, Ruth, hafði Donald sagt.. Ein. Hún hafði verið andvaka alla þá nótt og hugs- að um hvað hún ætti að gera. Átti hún að fara úr fæðingarbæ sínum? Átti hún að flýja frá öllum vinum sínum, frá öllu, sem hún þekkti. ilún átti góða framtíðarmöguleika í starfinu, og öryggi var ekki ein- skis virði, þegar um konu var að ræða, sem óvíst var, hvort nokkurn tima gifti sig. Hún tók ákvörðun. Ilún bjó áfram á sama stað og hafði leitt hjá sér meðaumkunina, sem allir vildu sýna henni — og a lar athugasemdirnar um Donald. Hún hafði boðið öllu þessu byrginn í fimm löng ár. Þegar hún svo fékk eðlilega ástæðu til þess að fara burt úr bænum, hafði hún komizt yfir þetta allt. Þá varð ferðin ekki leng- ur flótti. — Stundum, sagði hún rólega, — er það aðeins tíminn, sem getur leitt í ljós, hvort rétt hafi verið breytt. Hvort sú rétta ákvörðun hefur verið tekin. Hún var önnum kafin við að laga blómin. — Ég er viss ... núna, sagði John. Hann horfði á hana, á blið- legan munninn, og það var margt, sem hann langaði að segja henni. E það var of snemmt. Sorgin var enn þá sár, missirinn of mikill. En hann vissi, að liann mundi einhvern tíma segja það — bráðlega. Og hann langaði til, að hún vissi það. Lang- aði allt í einu ákaft til að öðlast þá huggun, sem lá í þvi, að hún vissi það. — Nú veit ég, að við gerðum rétt ... þegar við fluttum til borgarinn- ar. Röddin var djúp og örugg. — Ég veit það núna, Rutli. Og ég er þakklátur. Ég er forsjóninni inni- lega þakklátur fyrir að láta okkur, — Jenny og mig — hitta þig. Hún leit upp frá blómunum. Fyrir utan gluggann var magn- olíutréð í sumarskrúða — græn og lifandi blöð. Hughraust tré. Tré, sem hafði I)lómstrað í vorhretunum til að gleðja augu einmana barns. — Ég er líka þakklát, John, sagði lnin blíðlega . — Ég er ... svo þakk- lát magnolíutrénu. Þau skildu hvort annað og þó að þau stæðu sitt I hvorum enda stofunnar, fundu þau nálægð hvors annars. * Hjólhúsin. Framhald af bls. 3. er á því forna spakmæli, að þröngt megi sáttir sitja. Eitt virðist slík bílaviðbygging þó hafa fram yfir hjólhúsin. Þau eru hættuleg að því leyti til, að seint varð svo tryggilega frá þeim gengið í drætti, að þau gætu ekki slitnað aftan úr, og urðu þá stundum af því hryllileg slys. Þarna er ekki að sjá að sú hætta komi til greina. Ef ein- hver kynni að hafa hug á svona við- byggingu á bíl sinn fyrir næsta sum- ar, getur hann skrifað til Sloat Mfg. Co., 111 W. Lowden, Fort Worth, Tex. Októberdagar í Aþenu. Framhald af bls. 15. hafði svo merkilegt, rautt yfirvarar- skegg, svipað og Vilhjálmur Þýzka- landskeisari. Og svo komu tvær glæsilegar framtennur niður undan skegginu eins og þser hefðu verið settar á eftir, í stíl við skeggið. Hann var alltaf rakur og bauð sjússa hverjum sem hafa vildi. Og hló. Afskaplega hláturmildur mað- ur, Willie, og þá nutu tennurnar sín bezt. Hann sagðist vinna í Bombay í Indlandi hálft árið en hálft í Aþenu. Það er að segja: Drekka sex mánuði í Bombay en sex í Aþenu. Skál. — ☆ 1 ! I : ' ; 1 Svo liðu dagar og tunglið varð íullt. í sjálfu sér er það enginn merkisatburður. En ef þú ert í Aþenu fáa daga, þá er það ómetan- legt að hitta á fyllinguna. Ég veit ekki hvort það var tilviljun, eða svona prýðilega skipulagt, að fyll- ingin skyldi bera uppá dvalartíma okkar í Aþenu. En eitt kvöld kom að því að við öxluðum okkar skinn og héldum að nýju upp í móti brekk- unni. Það var einni stundu fyrir miðnætti. Þegar við gengum á Akropolis um daginn, þá hefði ég ekki trúað því, að sú ferð ætti eftir að falla í skuggann fyrir öðrum atburði í ferðinni. Ég hefði haldið, að gang- 'an sú skipaði hinn fyrsta og fremsta sess í minningunni. En nú verð ég að játa, að miðnæturgangan tók hinni fram. Venjulega er hæðin flóðlýst. Uppljómuð svo hún sker sig úr og sést langt tilsýndar. En þetta eina kvöld mánaðarins er ekki kveikt á flóðlýsingunni. Tunglið er látið nægja. Nú var fremur fámennt; engin fundarhöld sem betur fór. En stemn ingin var ógleymanleg. Ég held, að fyrir flest okkar hafi þetta verið reynsla, sem við vildum mjög ó- gjarna hafa verið án. Það er erfitt að meta slíkar stundir til fjár. Þarna hvelfdist stjörnubjört nóttin yfir Aþenu og hæðina hvítu. Nú var hún eins og bláhvítt svell merlað mánaskini. Það vantaði aðeins álfa- kónginn þeysiríðandi yfir gljána. Nú var Meyjarhof sem aldrei fyrr, tígulegt og sjónhverfingu líkast í bláu skini tunglsins. Ég gekk þar um einsamall góða stund til þess að njóta andrúmsloftsins og höndla þá stemningu, sem engu öðru er lík. ☆ NDA þótt Aþena sé afar vest- ræn borg við fyrstu sýn, þá gefur enn að líta götur í gamla borgarhlutanum, sem minna á Istanbul og forna borgar- menningu við austanvert Miðjarðar- haf. Istanbul er sá stóri staður í aug- um eldri manna í Grikklandi. f Aþenu var sem sagt ekkert eftir utan feðranna frægð, en borgin hefur tekið algjörum stakkaskiptum síðasta áratuginn. Og yngri kynslóð- in lítur á hana sem höfuðborg. Ég fór einn eftirmiðdag í gamla borgarhlutann ásamt Guðmundi Björnssyni lækni, Guðmundi Magn- ússyni, endurskoðanda og ung- frúnni Ingu Láru. Það var sannar- lega ómaksins vert. Þar gengur lífið sinn rólega gang eftir allt öðrum lögmálum en á breiðu götunum með fínu búðunum. Við komum að af- gamalli, bízantiskri kirkju. Þar var í sömu svifum hringt til helgra tíða og við settumst þar inn. Innarlega í kirkjunni tónaði maður í hátalara og var sá klæddur á venjulegan máta, en grískur orthodox prestur gekk fram og aftur um gólfið með reykelsi. Það var fátt manna við þessa messugjörð. Nokkrar gamlar, svartklæddar konur komu inn og snertu með enninu við allmörgum upphleyptum helgimyndum af heil- agri mey. En utan dyra stóðu tvær konur og héldu á kornbörnum. Þeim leyfist ekki innganga fyrr en að á- kveðnum tíma liðnum frá fæðingu barnanna, eins og mun hafa tíðkazt á íslandi fyrr meir. í þessum hluta Aþenu hafa þeir öll boð og bönn um lokunartíma sölubúða að engu, enda er víðast fremur um útimarkaði að ræða. Og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.