Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 3
SJÓFLUGVÉL SMÍÐUÐ í BÍLSKÚRNUM Bandaríkjamenn eru miklir heimasmiðir. Þar þykir ekki nema sjáli'sagt að hver sæmilega vel stæður maður hafi sína eigin „heimasmiðastofu", meira að segja allsæmilegan vélakost við smíðarnar, sér í lagi þegar þess er gætt, að yfir- leitt fá þeir allt efni í smíðisgripina tilsniðið í pósti — en það er önnur saga. Volmer Jensen heitir maður. Heimilisfang hans er 104 E. Providencia, Burbank, Calif. Nafnið bendir til þess að hann sé af dönskum ættum, og eigi marga frændur. Ef þér skrifið honum, er hann boðinn og búinn til að senda yður vinnu- lýsingu, uppdrætti og allt sem með þarf til að smíða sjó- flugvél, eins og þá sem myndirnar sýna. Hún er knúin Cont- inental-hreyfli, 85 hestafla, flýgur 80 mílur á klst., og getur farið 320 mílur í einum áþanga. Skrokkurinn er úr trefja- glerþöktum krossviði. Eflaust kostar þetta eitthvað hjá Jensen. Og svo tekur smíðin að sjálfsögðu sinn tíma. Jensen segir að það sé hægð- arieikur að ljúka henni á 1500 klukkustundum, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki lagt flugvélasmíðar fyrir sig. Eini þolalcsturinn, sem efnt var til á NorSur- lönduni á siðastliðnu ári, fór frarn i Svíþjóð. Það var tólf klukkustunda kappakstur á Skarpnack- brautinni fyrr uitan Stokkhólm, sem er 2200 m. löng. Alls tóku tuttugu fólksbilar þátt í þessari liörðu keppni, en einungis seytján luku henni -— 12 klst. þolakstur í Marlboro í Bandaríkjunum. — VOLVO var haröur — MARAÞONAKSTUR einn af BMW bilunum var úr leik eftir k'.ukkustundar akstur vegna bilunar í gírkassa; einn af Fiat 1500 varð að liætta efíir 351 hring og Skoda cftir 370 hringi vegna bilunar i drifi og stýriskerfi. Hrtyflar allra þátttökubílanna höfðu verið liástilltir, en ekki virtist það draga úr þoli þeirra. Aftur á móti varð að lagfæra hemlakerfið í þeim öllum, að einum Volkswagen 1200 og Vo'.vo Amazon undanskildum, sumum oftar en einu sinni. Um einn Fiatinn er það að segja, að ein- ungis þurfti að umstilla liemlu- diskana, og einn BMW og einn SAAB komu „hemlalausir“ i mark. Þetta var ekki siður próf á hjólbörðunum en bilunum sjálf- um. Kappaksturssvæðið var áður flugvöllur, og steinsteyptar brautirnar valda gífurlegu sliti á Framhald á bls. 40 Fluorescent ljóskeðjur. Nú eru þeir vestra farnir að framleiða flu- orsescent-ljóskeðjur sem kaupa má í metramáli. Eiginlega er þarna um að ræða margar stutt- ar ljóspípur, samtengd- ar í gagnsærri pípu úr vinyl, þannig að ekki þarf nema tengja end- ana rafmagni og logar þá á allri keðjunni. Með slíkum keðjum er það leikur einn að „skrifa“ ljósaauglýsingar, þar sem ekki þarf að beygja ljóspípurnar sjálfar, ljósskreyta innanhúss, lýsa meðfram gangstétt- um og niðri í sundlaug- um — því að vinyl- Framhald á bls. 45. Útgefandi Hiimír h. t, Ritstjóri; Gísli Sigurðsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Blaðarnenn: Guðrnundur Karisson og Sigurður Ilreiðar. Útiitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karls- son. Verð 1 lausasöiu kr. 20. Áskrift- arverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun; Hllmir h. f. Myndamót: Rafgraf h. f. FORSÍÐAN Hingað kom í hestaleit hrokafullur glanni Höskuldur úr Hálsasveit sem heilsar engum manni. Þessi vísa er ort um Höskuld á Hofstöðum, þann landsfræga hestamann og kvikmyndaleikara úr 79 af stöðinni. Nú er hún sjálfsagt mesta öfugmæli því Höskuldur geislar af ljúfmennsku eins og þessi ágæta mynd Þorsteins Jósefssonar sýnir. Höskuldur er nú raunar hættur að búa á Hofstöðum og fluttur á Miklubrautina og stundar tamningar. Hann hefur að talsverðu leyti eytt ævinni á hestbaki, þar er hann kóngur í ríki sínu, snillingur að temja og situr eins og límdur við hestinn á hverju sem gengur. í næsta blaði verður m.a.: • HVAÐ ER NÝTT í ÁR? Myndir og upplýsingar um 88 nýj- ustu gerðir bifreiðategunda, sem fást hér á landi. 8 blað- síður. • Á SÍÐUSTU STUNDU. Spennandi sakamálasaga eftir Wm. Byron Mowerg. • UPPI VIÐ FOSSINN. Æsispennandi hrollvekja eftir Patrick Quintin. • ÆTÍÐ VIÐBÚNIR — S. O. S. Fyrri liluti greinar um þjálfun áhafna Flugfélags íslands. Eftir Sigurð Hreiðar. • Á NAFLA HEIMSINS. Úr Austurlandaferð, eftir Gísla Sig- urðsson, ritstjóra. • ÖRLAGAVETUR. Hugljúf ástarsaga eftir Pétur Lyng. • ÖRVITA ÞRENNING. Þriðji hluti framhaldssögunnar. • KONUNGUR KVENNABÚRSINS. Framlialdssagan um Ben Purnell, bandaríska svikarann. 0 Matur, kvennasíða, unglingaefni, krossgáta o. m. fl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.