Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 5
finnst mér stundum. Hún reykir einhver býsn, og alltaf þegar liún kemur i lieimsókn, situr hún pú- andi ailan tímann, og ekki nóg með þaS, lnin reykir aldrei sinar eigin sígarettur, helur fær sér alltaf úr pakkanum mínum — án þess svo mikiS sem biSja um leyfi. Hún á þaS til að líta inn eitt andartak, næla sér í eina sígarettu á eldhús- borSinu — og hverfa svo. Finnst þér ég eigi að minnast á þetta við hana? HúsmóSir. --------Er ekki alveg óþarfi að hafa þ’essar sígarettur þínar alltaf á glámbekk? Þú getur gef- ið henni þetta fínt í skyn með því að hafa engar sígarettur uppi við næsta hálfan mánuðinn, og ef hún gerist svo djörf að biðja þig um sígarettu, skaltu segja, að þú eigir bara því miður engar. Ef hún hefur einhvern snefil af skynsemi í kollinum, hlýtur hún að skilja sneiðina. Hvernig stendur á þeim ósið, aS það er flaggaS í heila stöng eftir jarSarfarir? Á mig verkar þetta eins og verið sé að' fagna þvi, að við- komandi sé dauður, og allir séu lausir við hann. Geturðu .sagt mér, hvernig stendur á þessum fjára? Lúlla. --------Það er siður að flagga í hálfa stöng, þar til hinn látni i er kominn í vígða mold — og ber vissulega að fagna því, að hinn látni sé þó koininn það langt á leið sinni til Paradísar. Ef fólk hugsaði almcnnt eins og þú, væri dálítið erfitt að hætta einn góðan veðurdag að flagga í hálfa stöng. Við skulum segja, að flaggað væri í hálfa stöng í svona mánuð og hætt svo — það myndi líta út, eins og aðstandendur væru þá búnir að afplána sína syrgingar- skyldu og nú væri allt orðið dýrlegt og dásamlegt að nýju. Nei — mér finnst hið hefðbundna fyrirkomulag mjög skynsamlegt og eðlilegt. . . . Ólykt Vika mín. Vinur minn cinn angar alltaf af svitalykt. HvaS get ég gert til að bæta úr þessu. Þetta er alveg óþol- andi. K. --------Fáðu þér endilega ekki gasgrímu. Þú skalt einfaldlega benda honum á þessa staðreynd — hann verður þér bara þakk- láíur fyrir, því að oft finna menn ekki lykt af sjálfum sér. Það er hægur vandi að losna við svita- lykt, nema ef um beinan sjúkdóm er að ræða. . . . Læknisráð Póstinum berast alltaf fjölmörg bréf frá lesendum, sem biðja um læknisráð. Það eru ótrúlegustu krankleikar, sem fólkið trúir Póst- inum fyrir og oft furðulegt til þess að vita, að fólkið leiti til vikublaðs í stað læknis. Auðvitað treystir Vik- an sér sjaldnast til að ráða bót á þeim meinsemdum, sem lesendur skýra henni frá — þótt við hér á blaðinu kunuin eflaust mörg hús- ráð, gæti það orðið ábyrgðarhlutur að iniðla lesendum af þeirri vizku. Þó gekk samt fram af mér, þegar þetta bréf kom: 'Vika mín. Dóttir mín er búin að vera svo sloj í rúma viku, alltaf með hita- vellu, þótt hún liggi ekki i rúminu. Það er eins og hún sé sífellt að kasta þvagi. Hún er ekki beinlinis veik, skinnið, þcss vegna hef ég ekki leitað lil læknis. En samt er hún ekki fyllilega með sjálfri sér. Getur þú nokkuð imyndað þér, hvað þetta gæti verið? Mamma. --------Eg get auðvitað ímynd- að mér allt rnilli himins og jarð- ar, en þú ert engu bættari þótt ég sitji og ímyndi mér og ímyndi mér. Þessi sjúkdómslýsing þín er langt frá því að vera nægileg til þess að hægt sé að kveða upp sjúkdómsgreiningu af henni einni saman. Því miður er Vikan svo Icngi í undirbúningi, að líklega birtist þetta bréf þitt og þetta svar ekki fyrr en stúlkutetrið er orðið fárveikt — og ef ekki, þá er það ekki þér að þakka. Ef enn situr við það sama, þá skaltu í guðanna bænum leita til læknis — til hvers heldurðu annars að læknar séu? . . . Piparraeyjar Kæra Vika. Einu sinni kom grein í Vikunni, sem hét „Hvernig búa piparsvein- ar?“ Er ekki uppjagt að skrifa aðra og kalla haua: „Hvernig búa pipar- mtyjar?" Ég fyrir mitt leyti vildi gjarna fá einhvern fróðleik um það. Þakka ykkur annars fyrir skemmtilegt efni. Einar Halldórsson. --------Þetta er mjög' athug- andi. Veiztu urn nokkrar „interes- sant“ piparjónkur, sem við gæt- um skroppið til? Ueilbrigði og fegurð iylgiasi að BuJtuxmnr ín Jtr fia.im’iimif Heilsan er fyrir öllu, gerið því allt til að við- halda henni. Þegar þér farið í bað, þá hafið BADEDAS í baðið, það inniheldur vítaraín. VfTAMÍN - STEYFIBAÐ Bleytið allan líkamann. Látið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og berið á allan líkamann, þar til freyðir. Notið BADEDAS ævinlega án hressandi áhrif BADEDAS og áhrif þess á húðina. sápu. Venjuleg sápa minnkar hin einnig hin nærandi og verndandi Einkaumboð: H. A. TULINIUS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.