Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 6
Ví hefur verið haldið fram, að öll sagnfræði verði að vera persónuleg á íslandi, eða vera bundin á- kveðnum nöfnum, til þess að verða tekin gild, eða alvarlega. Á þetta ekki sízt við um foma manna- vist •—- enginn hefur áhuga fyrir kumli hins nafn- lausa. Já, þannig er það —- hin eina gáta verður nafnið sjálft. Það á vel við í hvaða blaði sem er, að fórna fá- einum línum til þess að minnast fyrsta innlenda mannsins, sem stjórnaði þilskipi í Reykjavík og ekki sízt með hliðsjón af ofanrituðu, því svo vel vill til, að hann er næstum því formlega útnefndur af samtíð sinni, því stéttarbræður hans sýndu honum sóma á sjötugsafmælinu árið 1900. Þótt margir sækappar, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason birtir myndir af í grundvallarritinu Sjómannasaga, séu æði öldur- mannlegir í útliti, er mér sem unglingi í minni andlit einn- ar kempunnar, sem horfir rannsakandi og djarflega fram. Hann er með mikið alskegg, höfðinglegur í meira lagi og svip- mikill eftir því. Þó vafalaust hafi það verið í tízku á þessum árum, að horfa illilega á ljósmyndasmiðinn, með samanbitnar varir, þá er það auðséð, að þarna var enginn meðalmaður festur á mynd — að minnsta kosti hefur honum verið trúandi fyrir skipi. Enda var það líka svo, eins og lesandann er farið að gruna, því maðurinn er enginn annar en Sigurður Símonarson, fyrsti skútuskipstjórinn í Reykjavík (innlendur). Aldreigi aflið brást aldrei þú hræddur sást, sollinn við sjó. Stormur þá hvein við hún harða þú yggldir brún, örugg um ægistún öndin þín fló orkti Gröndal um þennan aldna sæfara og var það sannmæli, sem og kemur í ljós, þegar við rifjum upp þá fróðleiksmola, sem hægt er að safna á einn stað um þennan merkilega skip- stjóra og brautryðjanda, sem fyrstur gaf útgerðarmönnum trú á íslenzka fiskimenn. IGURÐUR SÍMONARSON skipstjóri var fæddur á Dynjanda í Arnarfirði þann 18. nóvember árið 1830, kominn af merkum sjómannaættum og var faðir hans enginn annar en Símon Sigurðsson, bóndi 1 Dynjanda og skipstjóri. Símoni er lýst sem lista- manni og hæfileikamanni óg var hann talinn göldrótt- ur af einföldu fólki. Símon hafði ungur farið utan og flækzt víða um heim, og þá meðal annars lært stýrimannafræði í Þýzkalandi. Síðari rannsóknir sanna, að Símon er fyrsti maðurinn, sem er skipstjóri á kaupfari á seinni öldum, en hann hélt uppi siglingum til Kaupmannahafnar frá íslandi í byrjun 18. aldar. Þó rannsóknir geti ekki frætt okkur mikið um þessar siglingar Símonar, þá er full vissa fyrir, að þær áttu sér stað. Sá orð- rómur, að Símon væri göldróttur stafaði frá því, að einfeldn- ingar höfðu séð í fórum hans galdrabækur, sem þó voru aðeins logarithmatöflur (nauðsynlegar við siglingafræðiútreikninga). Það má skjóta því hér inn, að Símon var afi Markúsar Fr. Bjarnasonar, skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík. Sagan segir, að Sigurður hafi numið stýrimannafræði af föður sínum í æsku, svo og stjórn þilskipa. Á efri árum sínum átti Símon nefnilega lítið þilskip, sem hann gerði út til fisk- veiða, en geymdi í hrófi ella. Má enn sjá leyfar af skipshróf- inu, að því Kristján Bjarnason frá Stapadal hefur tjáð mér, en Símon var langa-langafi hans. Ekki er getið um það, hvort Símon lauk fullu námi í stýrimannafræðum hjá föður sínum. Hefur hann þó sennilega gert það, því síðar kemur fram, að hann er fær um að nota himintungl til staðarákvörðunar. Sigurður fór að stunda sjóinn strax í æsku og er óþarfi að fjölyrða um sjómannshæfileika hans sérstaklega — hann átti til slíkra að telja. í raun og voru var það heldur ekkert, sem á þessum árum benti til annars en hann myndi stýra hákarla- skipi, svo sem gert höfðu flestir fyrirrennarar hans. Sækja þann gráa á yztu mið á opnu skipi og veiku og eiga allt undir mildi vinda og sjávar, sem og íþrótt sinni og stjórnhæfni. Sennilega verður upphafið að sérstæðu lífshlaupi, þegar hann á ungum aldri sezt að á Akranesi og hefur sjósókn þaðan á opnu skipi. Skulum við nú skilja við hanrí þar um sinn og víkja sögunni til Reykjavíkur um stund, en þar voru að mót- ast fyrstu drættir í höfuðborginni. UM MIÐBIK 19. aldar, er Reykjavík ekki mikið fyrir bæ að sjá. Nokkur nöturleg verzlunarhús og kofar, sem varla hefðu verið skipulagslausari, þótt þeim hefði skolað á land í brimi. Reykjavík var fyrst og fremst verzlunarstaður og embættismanna- klaustur, svo og nokkur hundruð sjómenn og fjöl- skyldur þeirra, sem drógu fram lífið af sjófangi, en höfðu jafnframt nokkra grasnyt. Árið 1866 bar svo til, að Geir Zoega (f. 1830, d. 1917) keypti litla skútu frá Danmörku, ásamt þeim Kristni í Engey og Jóni í Hlíðarhúsum. En allir þessir menn skipa öndvegi á fyrstu dögum þilskipaútgerðar sunnanlands. Geir kaupmaður var mikill athafnamaður. Allt í senn, kaup- maður, útgerðarmaður og ferðamálafrömuður, en hann greiddi sem kunnugt er mjög fyrir útlendum ferðalöngum, sem tóku sér far til íslands. Skútan, sem hér um ræðir var nýleg og bar nafnið Fanny. Var þetta einmöstruð jakt, 27 smálestir, byggð úr eik í Middlefart árið 1861. Var hún talin vel búið skip og vandað að þeirra tíma mælikvarða, enda kostaði hún 3000 dali, sem var mikið verð. Fyrsti skipstjóri á Fanny var danskur, R. Danielsen að nafni. Hann sigldi skipinu til íslands og var það á heimsigl- ingunni hlaðið af byggingarefni í bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík, þ. e. íþöku, sem þá var í smíðum. Danielsen þessi var þó ekki nema árið með skipið og tók þá við annar danskur skipstjóri, Petersen að nafni. Var hann talinn lipur og snjall skipstjóri, en hins vegar var hann með öllu óvanur hvers kon- ar veiðum, en það kom sér skiljanlega illa, þar sem skipið var fiskiskip. Gekk því æði brösótt við veiðarnar, þó sjó- mennskuna vantaði ekki. Lærðu margir sjómennsku af Peder- sen á þeim átta árum, sem hann stjórnaði Fanny, en svo hét hún þessi skúta. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.