Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 8
 ! i :!ÍÍI¥5fPili:i::íP í'' ' \r t s \ ... . ■' VV '/ i -'V-'V'VÍVÍiiiii: ,vv:v;:,:v.. 'i:v ' i. v/ /■■ ....■ ... . •,.'V iVVy „VINUR MINN I AMERÍKU Á HANA“ SAGÐI KJARVAL VIÐ tfiGERT — EN ÞO GETUR FENG- ID HANA MEB EINU SKILYROI Það var ekki alls fyrir löngu, að Árni Helgason, ræðismaður íslands í Chicago, var hér á ferðinni. Hann bjó á Borginni og ég fór til hans einn morgun til þess að ræða við hann. Við gengur niður í salinn og meðal annarra var þar staddur Jóhannes Kjarval. Þeir Árni tóku tal saman og þar kom ræða þeirra, að minntust á einhverja stórmerka mynd eftir Kjarval, sem Árni sagð- ist eiga og vera búinn að láta taka litmynd af til þess að meistarinn gæti sjálfur átt einhverja hlutdeild í henni áfram. Svo kvöddust þeir með virktum. — Það er annars dálítið merkileg saga, hvernig ég komst yfir þetta málverk eftir Kjarval, sagði Árni á eftir. - Eða öllu heldur, hvernig ég var næstum búinn að missa af þvi. Merkileg tilviljun. Það var sumarið 1934. Þá var ég um tíma á íslandi og hélt til í Hafn- arfirði, en kom oft til Reykjavíkur. Ég vár þá kunnugur Kjarval og einn dag tók ég mig til og heim- sótti hann. Hann bjó þá og hafði vinnustofu á efsta lofti á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti, beint á móti Reykjavíkur Apóteki. Ég þekkti hann frá fornu fari, frá því er við vorum saman í Flens- borgarskólanum. Nú var hann orðinn víðfrægur og ég hlakkaði til að koma til hans; bjóst við því að sjá hvert snilldar- verkið öðru betra upp um alla veggi á vinnustoíunni. En það var öðru nær. Veggirnir voru að mestu auðir. Kjarval átti sem sagt ekki neitt ut- an eina litla mynd af hefðarfrú með barðastóran hatt. Hún sat í hrauni með mosaþembur á bak við sig, en stærsti hraunhóllinn myndaði and- lit í heild og mörg önnur smærri andlit þegar betur var að gáð. Mér varð starsýnt á þessa mynd og sagði við Kjarval: Það er gott andlit í þessari mynd. - Jæja, sagði hann, þykir þér það? —■ Já, mér líkar hún vel, sagði ég. — Þú mátt eiga hana. En það er betra, að þú takir hana ekki ineð þér, því ég málaði hana í gær og hún er ekki orðin þurr. Þú kemur eftir henni áður en þú ferð vestur. Ég samþykkti það og þóttisir hafa gert góða ferð til Jóhannesar vinar míns. Svo leið að því að ég skyldi leggja af stað vestur aftur og hvað Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.