Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 14
 j 1 veiðiskapi. SILVERSTRAND I ISLANDSFERÐ Það er engum ofsögum sagt af vinsældum Loftleiða. Löngum hefur það verið svo, að félagið hefur átt algjört heimsmet i sætanýtingu, og þá sérstaklega yfir sumartímann, þeg- ar færri hafa komizt með vélum félagsins milli landa en vildu. En nú, eftir þá geypilegu auglýsingu, sem félagið hefur fengið um viða veröld vegna ofsólcna SAS, hefur aldeilis kastað tólfunum. Nú kemur það ekki fyrir að sæti sé laust í Loftleiðavél, og biðraðir fólks standa við miðasöluna, með örvæntingarglampa i augum. Flestir láta sér þó segjast, þegar tilkynnt er að nú séu allir miðar uppseldir í næstu ferð, og fara heim til að fá sér kaffisopa þangað til tími er kominn til að stilla sér aftur upp í biðröðinni. En menn eru misjafnlega stilltir, og liggur misjafnlega mikið á. Sænskur maður, Silver- strand að nafni, hefur mikið dvalizt á íslandi undanfarin ár, ferðazt hér um og unað sér vel. Fyrir nokkru síðan þurfti hann skyndilega að fara til Svíþjóðar til að greiða afborgun af útsvarinu sínu, en það var sama hvað hann reyndi, að ekki komst hann með Loftleið- um. Hann greip því til þess örþrifaráðs að læðast út á flugvöll i þann mund að ein vélin var að leggja af stað, tók undir sig stökk mikið og greip heljartökum um skott vélarinnar, stakk fingrunum i sponsgatið og hugðist þannig komast með henni yfir pollinn. Flugmaðurinn varð slrax var við þennan aukaþunga, sem bættist við vélina í flugtaki. Hann skrapp út á vænginn og sá þegar hvað um var að vera. Hann tók mynd af Silver- strand rétt áður en hann gafst upp á puttanum — og féll niður úr 2000 feta hæð! Þetta varð Silverstrand samt ekki að meini, því að bæði var það, að vélin var komin útyfir Skerjafjörð og hann féll í mjúkan sjóinn og svo hitt að Silverstrand er léttur mjög og „flýtur“ eins og belgur í loftinu. Hann er að vísu stór um sig, en innihaldið er mestmegnis loft, og gerir hann eðlisléttan. Þess vegna var það að Silverstrand flaut makindalega á sjónum eins og bauja, þegar María Júlía kom á vettvang. „Ég er blautur á rassinum", sagði Silverstrand, þegar hann var fiskaður uppúr sjón- Framhald á bls. 45. Að túlka náttúru íslands.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.