Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 16
Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Evelyn hafði aldrei viðurkennt neitt það, sem kallaðist ást, aldrei trúað því, að neitt slíkt væri til. Hún las um ástríðuharmleiki í dag- blöðunum; hún vissi til þess að eiginmaður hennar dæmdi fólk, sem framið hafði glæpi vegna ásta og ástríðu. Bækur, leikrit, óperur — allt snerizt um þessa ást. Evelyn var þess fullviss, ekki með öllu yfir- lætislaust, að ástin væri ekki annað en ímyndun, áróðursbrella í sölu- skyni. Hún var ekki í neinum vafa um að hún ynni manni sínum og að hann ynni henni. En sú tilfinning átti þó ekki neitt skylt við þetta æðiskenda, ýkta og tryllta, sem mað- ur las stöðugt og heyrði um í sam- bandi við ástina. A stundum, þegar Evelyn hugleiddi kjör vinkvenna ,jinna,grát, rifrildi og hjónaskilnað, hafði hún hugboð um að verið væri að tefla eitthvert tafl, sem hún ekki kunni. Heimskulegt tafl, sem hún að minnsta kosti gat ekki tekið al- varlega, og um vinning, sem ekki var allra þeirra átaka virði. Þannig hafði þetta verið, allt þangað til Frank Davis kom,og allt það, sem áður hafði verið þýðingar- laust, öðlaðist ljómandi, heita og gróandi þýðingu. Og Evelyn gekk þessari tilfinningu hiklaust og um- hugsunarlaust á vald af örvænting- arkenndum ofsa. „Hvað verðið þér lengi í Berlín?“ Sex daga —• kannski viku.“ Vaknandi ást. Ást, sem vaknaði einungis til að heyra sinn dauðadóm. Ást einnar viku í einhverri ey í Suð- urhöfum gat haft eilífðina í sér fólgna, en hér í Berlín — innanum hóp af fólki, tennis, kokkteilsam- kvæmi, briddsspil, slúður. Dagarnir liðu í tómleika; hana hungraði stöð- ugt eftir að mega vera ein með hon- um, geta sagt honum allt, fundið ailt — þessi þrá, sem eykst stöðugt, þangað til hún verður óbærileg. Koss í bíl, símtal, dans; brot úr fullnægingu, annað stóð Evelyn ekki til boða. Fullnæginguna sjálfa fékk hún ekki öðlazt. Mætti hún aðeins einu sinni sofna við hlið Franks í stað Kurts. Aðeins einu sinni.. . Þegar Frank leiddi hana með sér inn í baðhúsið, rumskaði hún sem snöggvast af leiðslu sinni. Það var eitthvað hið innra með henni, sem reis gegn því, er hún vissi í vændum; endurminningar um vinstúlkur, sem hún hafði komið að, þar sem þær lágu með unnustum sínum í kjall- aragöngum. Bekkurinn, sem hann 16 VIKAN lagði hana á, var auk þess blautur, og hún fann til vætunnar gegnum kjólinn. Þótt hún óskaði þess af öll- um líkama sínum og sál, þá var það smekklaust og virðingu hennar ó- samboðið við þessar aðstæður. „Nei, ekki hérna,“ mælti hún bæn- arrómi á þýzku. Hún reis upp og hörfaði frá honum, svo hendur hans næðu ekki til fata hennar. Hún þráði þetta meira en allt annað, en ekki hérna .. . Og sjálflýsandi skífan á armbandsúrinu hans glóði eins og vofuauga í myrkrinu. „Nú verðum við að koma,“ sagði hún og fálmaði eftir hurðarsnerl- inum. Hún heyrði hve ótt og djúpt hann dró andann í myrkrinu. „Komdu með mér til Parísar,“ heyrði hún hann segja. Það lét í eyrum eins og óráðshjal þarna í myrkrinu. Það stríddi gegn allri skynsemi, eins og allar dásemdir, sem ástinni eru tengdar. Evelyn gat ekki að sér gert að brosa. Hún fann aftur til svimans, þegar hún hratt upp hurðinni og kom aftur út í svalt morgunloftið; heyrði þennan þyt fyrir eyrum sér, sem yfirleitt var undanfari þess, að hún félli í öngvit, en hún átti alltaf vanda til þess, síðan hún átti yngra barnið. Hún reyndi eftir megni að spyma á móti; lét hallast upp að dyra- stafnum og andaði að sér fersku næturloftinu. Máninn faldi sig að skýjabaki. Nú er þessu öllu lokið, hugsaði Evelyn. Þetta andartak var þrungið áköfum sársauka, svo hrylli- legum sársauka, að við sjálft lá að hún væri stolt af því að molla hvers- dagstilfinninga hennar skyldi allt í einu vera rofin af svo voldugum og óumræðilegum sársauka. Og enn hvarflaði þessi einkennilega hugsun að henni — endurminning um „fæð- ingarhríðir, eitthvað, sem manni var ofvaxið að þola. „Vertu sæll,“ sagði hún við Frank, sem kom út í þessum svifum. Hún lét hann ganga á undan sér upp stíg- inn, sá að hann strauk hárið aftur; samkvæmisklæddur og glæsilegur heimsmaður. Evelyn vildi ekki að hann sæi í andlit henni, hún hafði ekki náð fullu valdi yfir svip sin- um. „Gakktu á undan,“ bað hún, en hann nam staðar og kveikti sér í sígarettu. Eitt andartak lýsti bjarm- inn af eldspýtunni andlit hans. Vertu sæll, þótt ég fái aldrei framar að líta andlit þitt. eða finna reykinn af sígarettunni þinni leika mér um vit. Þær sígarettur, sem menn reyktu í Berlín, höfðu ekki þessa einkenni- legu angan; þessa framandlegu ang- an; ævintýrisins um manninn, sem kom langt að, og hvarf síðan aftur á brott. Þegar Evelyn gekk inn salinn, teinrétt og létt í spori, fannst henni allra augu stara á sig, og allir hlytu óðara að sjá hvað fyrir hafði komið. Þegar hún kom að dyrum spila- herbergisins, var hún öll í uppnámi, en Frank,sem hafði fullkomið vald yfir sér, gekk inn á undan henni, opnaði fyrir henni dyrnar og laut henni hæversklega um leið og hún gekk framhjá honum. Um leið og Evelyn steig yfir þröskuldinn, mætti hún augum Maríönnu, glettnislegum og spyrj- andi. Evelyn sortnaði fyrir augum þyturinn fyrir eyrum hennar varð sterkari; nú líður yfir mig hugsaði hún skelfd og neytti síðustu krafta sinna til að komast að spilaborðinu, þar sem hún gat lagt armana á öxl manns síns, svo að hún slyppi við að leita stuðnings hjá Frank. Um leið var sem þokan dreyfðist frá augum hennar, hún gat greint brids- borðið, eiginmaður hennar hafði góð spil og var ekki um það gefið að láta trufla sig, en um leið og hann fann hendur hennar á öxl sér, leit hann við. Evelyn heyrði sjálfa sig segja að herra Davis langaði til að kveðja hann. Fann að röddin var óeðlileg og mundi láta óeðlilega í eyrum. Handaband, hneigingar, orð á ensku og þýzku. Það var einhver náungi að kveðja, Bandaríkjamað- ur. Hvernig stóð á því, að þessi mað- ur hafði orðið henni nátengdari en allt annað í lífinu, fyrr og síðar, og allt, sem veitti henni yndi og glæsi- leik, hyrfi á brott með honum ... Evelyn heyrði að Marianna spurði hana einhvers, en var svo utan við sig> að hún greindi það ekki strax. Eklri fyrr en eftir á. Og uppástunga Mariönnu vakti með henni fögnuð og ótta í senn. Henni varð litið á mann sinn — nei, það var bersýnilegt að hann hafði ekki neitt á móti því, að hún fylgdi herra Davis á járnbrautar- stöðina. Hún tók á móti þessari ómetanlegu gjöf, þessum dýrmætu mínútum, með daufu brosi. Marí- anna leiddi hana út að bílnum, og talaði um alla heima og geima, eins og henni var lagið, svo það var með öliu útilokað, að þau, Frank og Evelyn, gætu skipzt á trúnaðar- orðum framar. Það var heldur ekki um neitt að ræða, sem þau höfðu frekar að segja hvort öðru. Orð tjá aldrei allan sannleika, yfirleitt eru þau einungis til þess að maður geti sniðgengið sannleikann; þau eru fyrst og fremst gríma raunveruleik- ans. Maríanna lét móðan mása, og orð hennar virtust einkennast af meðvitaðri óaðgætni — að Evelyn ætti börn, og að hún væri mjög veikluð enn, eftir að hún átti seinna barnið — og nú áttu þau skammt ófarið á járnbrautarstöðina. Rétt sem snöggvast varð Evelyn hugsað til barnanna. Litlabróður, sem var svo hávær og réði ekki við sig fyrir fjöri. Litlabróður, þegar hann sat í vagninum sínum, eða þegar hann horfði á tærnar á sér, heimspekileg- ur á svipinn. Litlabróður, þegar hann hló af kæti við pelanum sínum. Maríanna tók yfirleitt allar beygj- ur án þess að draga úr ferðinni, og allt í einu slengdist Evelyn enn nær Frank, þegar bíllinn þaut fyrir horn. Og nú var einnig þessi frestur senn á enda. „Við verðum komin þangað eftir mínútu," heyrði hún Maríönnu segja, þegar Frank leit á armbands- úrið. Einmitt þá var það, að Evelyn gerði sér ljóst hve snaran þátt þetta úr átti í örlagavef þeirra. Þetta var þunnt úr í stálumgerð, og Frank lét það snúa inn á úlnlið sér, öfugt við það sem karlmenn gerðu í Berlín. Hún leitaði eftir hendi hans. Stöðin var framundan. Eftir andartak mundi öllu lokið. Það var einkennilegt að þessu ævintýri skyldi ljúka í gráum hvers- dagsleika — burðarkarlar, lögreglu- þjónar, bílaöskur, farþegar. Skuggi af laufinu á trjánum meðfram stígn- um féll á andlit Franks, og það var það síðasta, sem hún sá af honum, þegar hún leit út um afturrúðu bíls- ins. Hann hafði lyft hendinni, eins og hann hygðist veifa þeim í kveðju- skyni og bros lék um varir honum. Hann stóð þar enn, þegar bíllinn þaut inn í undirgöngin. „Laglegasti maður,“ sagði Marí- anna. „Já.“ „Dæmigerður Bandaríkjamað- ur...“ „Ég skal ekki segja. Mér virðist hann dálítið sérstæður." „Já. Þó að þýzkir karlmenn séu þeim í flestu fremri, skortir þá þenn- an glæsibrag — ef það er það, sem

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.