Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 32
S’:K -'•••"• : «****>< lilWli» »»«jm<. ljá| : : ' : •' ííiíSíSíííiíiííSaifSíiííf Myndin, sem hér er sýnd er fremsta myndin á dagatalinu. Hún mun vera tekin í Þórsmörk og heitir Grýlukerti. Ljósmyndari er Einar Þ. Guðjohnsen. Vandað dagaíal Það hefir lengi þótt brenna við, að kynning á landi okkar og þjóð erlendis væri bágborin, og að umheimurinn vissi litið um þá náttúru- fegurð, sem hár blasir alls staðar við. Það hefur tekið mannsaldra að skilja það, hve mikils virði það er fyrir okkar fátaika iand að fá hingað ferðamenn hvaðanæfa að, til að auka tekjur okkar og auka jafnframt þekldngu um- lieimsins á landi okkar. Opinherir aðilar hafa sannarlega ekki hrasað um tærnar á sér í við- leitni til að kynna landið með fögrum myndum eða lýsingum á landinu. Þess vegna er það einmitt mikils virði fyrir okkur öll, þegar einstök fyrirtæki taka þetta hlutverk að sér, opinberum sjóðum að kostnað- arlausu, og dreifa fallegum myndum og lýs- ingum víða um lönd. Má til dæmis benda á flugfélögin, sem hafa unnið mikilsvert starf á þessu sviði, og Eimskipafélag íslands, sem sinnig hefur haft umsvifamikla kynningarstarf- semi á íslandi erlendis. Sá íslendingur mun vart til, sem ekki hefur dáðst að dagatali Eimskipafélagsins undanfarin ár, og má jafnvel segja, að þess sé heðið með cftirvæntingu hverju sinni, og er þá mikið sagt um eins óforvitnilegt plagg og dagatal er að jafnaði. En jEimslupafélaginu hefur einmitt tekizt sú vandasama kúnst, að gera leiðinlegt plagg að eftirsóknarverðum hlut, — hæði hér heima og erlendis. Það þarf enginn að skoða dagatalið lengi til að sannfærast um það, hve mikið er vandað íil þess á allan máta, bæði að prentun og öllum frágangi, og þá ekki sist myndaval, sem einmitt gefur því hið sérstaka 'gildi til kynning- ar á landi og þjóð, sem það hefur. Dagatalið, sem út er komið fyrir 1963, sýnir á áþreifanlegan ixátt að hvergi hefur verið slak- að til á kröfum um myndaval né vandvirkni. Pappír sá vandaðasti, sem kostur er á, myndir og litir valið af glöggu auga, til að undirstrika liinn sérstaka hlæ íslenzkrar náttúru, og prent- un sambærileg við hið hezta erlendis. ★ Konungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 25. Ben gerði ráð fyrir, að smám saman mundi þessi aðferð veikja veldi prinsins. En það kom honum á óvart, að það skyldi aðeins taka fáa mánuði. Sprengjan sprakk um vorið, og hún var ennþá voldugri en hann hafði órað fyrir. Það var hann, sem kveikti í bláþræðinum með því að koma með nýja uppá- stungu við Mills. 32 VIKAN „Sumir mannanna eru öfundsjúk- ir, prins Michael, og öfundsýki er ljótur löstur.“ „Yfir hverju eru þeir öfundsjúkir, bróðir Benjamín?" „Yfir stúlkunum í Guðshöfðinu,“ sagði Ben. Sjöundi sendiboðinn varð æva- reiður. „Þeir hafa engan rétt til þess! Þetta er guðlast. Enginn þeirra hefur rétt til að gagnrýna mig. Skylda þeirra er að hlýða guðs- orði, eins og ég flyt þeim það!“ „Eg veit það,“ sagði Ben og reyndi að róa hann. „En þeir eru mann- legir og holdið er veikt.“ „Eg hef enga samúð með slíku.“ „Eg hefði ekki farið að minnast á það, nema af því að ég held, að ég kunni ráð til þess að eyða þess- ari öfund." _ „Ég sé enga ástæðu til þess að ýta undir guðleysið!" Prinsinn var ákveðinn, því hann vildi standa dyggan vörð um einkarétt sinn á kvennabúrinu. „Nei, auðvitað ekki,“ samþykkti Ben. En segjum svo, að nýjum hátt- um væri komið á — ef það er Guðs vilji, auðvitað — og mennirnir fengju að hafa konuskipti öðru hverju. Ég hef lesið um það í rit- um John Wroe, að það fyrirkomulag verði haft í þúsund ára ríkinu, til þess að koma í veg fyrir öfund, til að koma í veg fyrir að menn girnist konur nágranna sinna. Kannski að það ætti að koma því á núna strax?“ Prins Mike velti þessu góða stund fyrir sér, en sagði svo fulltrúa sín- um, að hann yrði að bíða eftir svari frá æðri stöðum. En þessi hugmynd féll augsýnilega í góðan jarðveg hjá Mills. Aðeins nokkrum dögum síð- ar fékk hann nýja opinberun. ísra- elsmenn áttu að taka upp nýja siði og frá þessum tíma áttu konur mann- anna í söfnuðinum að ganga á milli

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.