Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 37
VIKU kJúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson Teygjumótor knýr kappakstursbíl Venjulega, þegar þið notið teygju- mótor til að knýja áfram bát eða flugvél, komið þið honum fyrir í sjálfu farartækinu. Ilér er teygjumótor, notaður á nýstárlegan hátt til að knýja áfram kappakstursbíl. Aðferðin er í stuttu máli sú, að teygja, milli tveggja króka, er í sambandi við arm úr stinnum vír, sem svo er tengdur við bíl og snýst hann þá hring eftir hring. Athugaðu nú teikninguna vel áður en þú hefst handa. Notaðu þykkan og góðan trélista, 20—25 cm langan í mótorstöngina og gættu þess að hún standi lóð- rétt. Neðan til á hana skrúfar þú krók, eða notar skrúfu, svo teygj- an fari ekki fram af. Svo klippir þú renning úr blikki (legurnar) og gerir á hann U-beygju (tvær vinkilbeygjur) og skrúfar hann efst við stöngina. Gættu þess vel, að hin götin tvö, séu bæði jafnlangt frá endunum svo armurinn með krókn- um standi lóðréttur í legugötunum. Nú getur þú neglt eða skrúfað ca. 40 cm plötu (krossvið) neðan í tréstöngina. Næst er þá að gera arminn, úr grönnum, stinnum vír. Fyrst vinkilbeygir þú vírinn og þræðir perlu eða litla skífu upp á vírinn, stingur svo endanum niður í gegnum legugötin og gerir smá- krók á endann, fyrir teygjuna. Vír- inn, fyrir ofan perluna þarf að vera láréttur á 2ja cm kafla er gerir þá beygju á vírinn. Þaðan og niður á hann að vera beinn og hallandi niður að bílnum, en þar gerir þú aðra beygju, þannig, að vírinn liggi láréttur í gegnum bílinn, með smá- krók á endanum. Hér er svo teikning af bílnum í réttri stærð. Hæfileg þykkt er ca. 2 cm. Hjólin er bezt að gera úr krossviði, með hæfilega rúmum götum, fyrir skrúfur, svo bíllinn renni vel. Raufin í „húddinu" er fyrir gler- eða plasthlíf. Notaðu sterka teygju, t. d. úr bílslöngu. Mundu svo að endingu, að allt, sem á að snúast, geri það létt og liðlega, svo mótstaðan verði sem minnst. Þá ekur bíllinn marga hringi á kappakstursbrautinni. Lofaðu félögum þínum að vera með og teljið hringina sem bíllinn fer. Það er alltaf spennandi að fylgjast með því hver á metið hverju sinni. Þessi getur það Fáir klifra jafn fimlega og aparnir, og það getur þessi líka — að minnsta kosti niður snúru. Hvernig hann fer að því? Jú, nú kemur leyndarmálið. Hvítu kloss- arnir eru sagaðir úr þunnum krossviði, eða þykkum pappa. Svolítið bil á að vera á milli þeirra, þegar þú límir þá mynd af apanum ,sem þú gerir eftir strikmyndinni. Um leið leggur þú langa snúru á milli klossanna og hreyfir hana af og til, svo hún límist ekki við meðan límið þorn- ar. Þú klippir tvær myndir af apanum og límir aðra ofan á klossana, svo þeir verði á milli — og engan gruni í hverju leyndardómurinn er fólginn. Hnýttu svo bandið neðan í ljósakrónu, eða annars staðar, dragðu apann upp í topp — og hann byrjar strax að renna sér niður. En um leið og þú togar í neðri endann á bandinu, stanz- ar hann strax. Ótrúlegt — en satt. Á litlu myndinni sérðu hvernig apinn er klæddur, því auðvitað litar þú svona skemmti- legan og fiman apakött. Þú hefur eflaust fengið mörg kort um jólin, þau eru kannski of fín til að klippa þau, en þú ættir samt að reyna. Náðu í pappír, af svipaðri stærð og gömlu einföldu jólakort- in. Spurðu svo einhvern, sem ekki þekkir galdurinn, hvort liann geti skriðið í gegnum pappírsblaðið. Hann gefst upp, það er áreiðanlegt. Brjóttu þá pappírinn tvöfaldan og klipptu svo 10 sinnum í hann, frá hvorri hlið (mynd 1). Síðan klippir þú eftir brotlínunni, en skilur þó eftir haft, við báða enda, svo allt hangi saman (mynd 2). Og hókus pókus, nú getur þú glennt pappírinn í sundur — og skriðið í gegn! Töfrabragð Veiztu að engin korntegund í veröldinni, er ræktuð í jafnstórum stíl og hrísgrjón (rúmlega 200 millj. tonna)? að Alexander mikli, varð aðeins 33 ára? aö Salomon konungur, var sonur Davíðs konungs? að morgungjöf, er sama og brúðargjöf? að íslenzki fáninn var fyrst viðurkenndur 19. júní 1915? VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.