Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 40
Qlcpnsngfln: ÁRHRINGARNIR Ethel Curtis haíði verið saknað svo dögum skipti, og var nú hafin leit að henni hvarvetna. Vitað var að samkomu- lagið með henni og unnusta hennar hafði ekki verið sem bezt að undanförnu; hann hét Fred Parker, og hafði verið svo ást- fanginn af henni, að þegar hún vildi slíta trúlofuninni, fór hann bónarveg að henni og þróbað hana að yfirgefa sig ekki. Og þau höfðu því haldið áfram að vera sam- an’, þrátt fyrir það að hvað eftir annað sló í brýnu með þeim, og öllum væri aug- ljóst að samband þeirra hékk á bláþræði. Sá orðrómur var á kreiki að þau hefðu ekki aðeins rifizt, heldur og slegizt, en Fred Parker var talinn maður skap- bráður. Ekki vakti hvarf Ethel neina athygli fyrst í stað. Fólk hugsaði sem svo, að sennilega hefði hún skroppið eitthvað í burtu; flúið til þess að geta hugsað sín mál í ró og næði. En þegar liðin var vika án þess nokk- uð fréttist til hennar eða af ferðum hennar, tók fólk að gruna margt. Loks var hafin að henni skipulögð leit. Þau Ethel og unnusti hennar voru bæði af bændafólki í Yorkshire og nauðþekktu umhverfið. En það var ekki að vita nema hún hefði gripizt skyndilegri geðbilun, eða þá að hún hefði hrapað niður í jarðfall og orð- ið fyrir slysi. Eftir margra daga leit fannst lík Ethel í skóglundi. Höfuðkúpan hafði verið brot- in með þungu höggi. Svæðið umhverfis var rannsakað ná- kvæmlega, en engin verksummerki fund- ust, sem varla var heldur við að búast, eins og þarna hagaði til. Það var þó ber- sýnilegt að ekki mundi hafa komið þar til neinna átaka. Ethel hafði verið barin í hnakkann og að öllum líkindum alls ó- viðbúin. Bareflið fannst þó þarna skammt frá. Það var venjulegur hamar, og leynilög- reglumaðurinn frá Scotland Yard, sem falin hafði verið rannsókn málsins, athug- aði áhaldið gaumgæfilega. Hann komst brátt að raun um að ekki voru nein greini- leg fingraför á skaftinu, aftur á móti var það annað, sem vakti athygli hans. Skaftið var heimasmíðað. Og það hlaut að vera svo til nýtt, því að viðurinn var ekki þornaður. Skaftið var smíðað úr reyni- viði. Grunurinn beindist að unnusta hinnar myrtu, Fred Parker. Gat það ekki hafa átt sér stað, að hann hefði myrt hana í reiði? En hann harðneitaði. Hann syrgði unnustu sína mjög, og að því er virtist var sorg' hans ekki nein uppgerð. Ham- arinn kvaðst hann aldrei hafa áður séð. King leynilögreglumaður hafði því ekki neinar sannanir á að byggja, ekki einu sinni sterkar líkur. Að vísu virtist það alls 40 VIKAN ekki ósennilegt, að Fred Parker hefði framið morðið, en ekki varð hann þó tekinn fastur þar fyrir, og enn síður að þær líkur væru nægilega sterkar til þess, að nokkur dómstóll tæki þær til greina, hvað þá meir. King reikaði um nágrenni morðstaðarins og hugsaði málið. Og þá gerðist það, að hann kom auga á trjástúf í rjóðurjaðri, sem bersýnilegt var að höggvið hafði verið ofan af fyrir skömmu. Þegar hann athug- aði stúfinn nánar, sá hann að þarna var um reynivið að ræða. Og þar sem rjóður þetta var á landar- eign Frecl Parker, hugsaði leynilögreglu- maðurinn sem svo, að ef til vill mundi það ómaksins vert að athuga reynistúfinn nánar. Það kom líka á daginn. Nokkrum dögum síðar voru sérfræðingar í viðargreiningu sendir á vettvang að beiðni leynilögreglu- mannsins. Þeir hófu þegar í stað nákvæma rannsókn, bæði á hamarskaftinu og reyni- viðarstúfnum í rjóðurjaðrinum. Þessi litli stúfur reyndist hafa sína sögu að segja. Viður, sem vindur næðir löngum um úr einni og sömu átt — eins og á sér stað um tré í rjóðurjaðri — vex hallt undan vindáttinni. Það er sérkennandi fyrir slíkan við, að árhringarnir verða fyrir bragðið misjafnlega sporöskjulagaðir, svo teljast má útilokað að frávikið af réttum hring verði nákvæmlega eins í nokkrum tveim slíkum viðum. Árhringarnir í reyniviðarstúfnum reynd- ust sporöskjulagaðir. Hið sama var að segja um árhringana í hamarskaftinu —■ og frávikið var nákvæmlega hið sama. Það var því þar með örugglega sannað, að skaftið á hamrinum hafði verið smíðað úr þessum reyniviði! Þetta var sú sönnun, sem leynilögreglu- maðurinn þurfti með, til þess að geta látið til skarar skríða. Hann hélt tafarlaust heim til Fred Parker. — Fred Parker, mælti hann. Þér eruð hér með tekinn fastur fyrir morðið á unn- ustu yðar. — Það . .. það getur ekki átt sér stað, stamaði Parker, en hélt þó mótþróalaust með leynilögreglumanninum á lögreglu- stöðina. Fyrst í stað harðneitaði hann því, að hann hefði nokkurn þátt átt að dauða unnustunnar. En þegar honum voru sýnd sönnunargögnin, og um leið frá því skýrt hvaða sögu sérfræðingarnir hefðu getað lesið úr hamarsskaftinu og reyniviðar- stúfnum, féll hann saman og játaði á sig morðið. — Ég varð henni að bana, sagði hann. En það var ekki af ásettu ráði. Ég hugð- ist aðeins skjóta henni skelk í bringu. En þegar ég sá að hún var dáin, kastaði ég frá mér hamrinum og flýði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.