Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 41
Enginn er svikinn af kvöldstund í Klúbbnum. — Klúbb- urinn varð 2ja ára í s.l. nóvember og hefur enginn skemmti- staður verið jafnvel sóttur að jafnaði enda býður Klúbb- urinn gestum sínum aðeins það bezta fáanlega. — Fjöl- breytt salarkynni á tveim hæðum, þrír barir, tveir dans- salir. Tvær hljómsveitir, þ. e. hljómsveit Hauks Morthens og Neo-tríóið. Verið velkomin í Klúbbinn Örvita þrenning, Framhald af bls. 17. Um leið og Maríanna nefndi orðið „sígaretta", vaknaði sviðinn aftur í sál Evelyn. Ég sé hann aldrei fram- ar, hugsaði hún, um leið o'g hún seildist ofan í hurðarvasann og dró upp pakka með bandarísku sígarett- unum, sem Frank hafði skilið þar eftir. tlún stakk sígarettunni í munn sér og kveikti í henni. .. Frank var farinn, og hún mundi aldrei sjá hann framar. Maríanna, sem sígarettan var orð- in árátta, beið þess með óþolinmæði, að Evelyn setti hana milli vara sér, eins og þær voru vanar að fram- kvæma þá athöfn, þegar svona stóð á. Þess í stað varð hún þess allt í einu vör, að sígarettan var dottin á gólfið, og um leið hneig Evelyn þungt að öxl henni. Þá það ... hugs- aði Maríanna. Eftir að Evelyn átti litla drenginn hafði það hvað eftir annað komið fyrir að hún félli í yfirlið — að á- stæðulausu, að því er virtist — og það var erfitt að vekja hana aftur til meðvitundar. Það var eitthvað dákennt og óhugnanlegt við þessi yfirlið. Þegar Evelyn raknaði loks við aftur, tók það hana langan tíma að átta sig, rétt eins og hún hefði verið á löngu ferðalagi fyrir hand- an. Læknirinn nefndi þetta ýmsum nöfnum, og sagði að nauðsyn bæri til að hlífa henni við áreynslu og þó einkum allri geðshræringu. En þannig hafði líf hennar einmitt allt- af verið — áreynslulaust og án nokkurra geðshræringa. Og þegar læknirinn var spurður, hvort hætta væri á ferðum, hafði hann svarað því neitandi, en dregið við sig svar- ið, eins og hann áliti að gera mætti ráð fyrir öllu, þótt hann léti það ekki uppskátt. Marianna hemlaði svo hvein við, og bíllinn snarstanzaði. Marianna varð að grípa um öxl Evelyn, svo að hún hryti ekki fram úr sætinu, en ekki rankaði hún við sér. Og Marianna bölvaði lágt, þegar hún hristi hana til; það var öll þessi uppgjöf, öll þessi leyniundanbrögð sálarlífsins, sem Marianna hafði megnustu andúð á. „Og hún getur legið meðvitundarlaus svo klukku- tímum skiptir,“ tautaði hún. „Það er þokkalegt, eða hitt þó heldur. Hún reyndi ýmiss ráð, en árangurs- laust, sat nokkra stund hugsi og reykti ákaft; tók allt í einu við- bragð og brá sígarettunni að hand- legg Evelyn. Það dugði. Evelyn raknaði samstundis við og settist upp í sætinu. „Þetta hefurðu upp úr því að dansa,“ mælti Maríanna ávítandi og Evelyn reyndi ekki að bera það af sér. Það var mun þægilegra að falla í öngvit, en að vera vakin af því, fannst henni, það var eins og þægi- legur stundardauði, sem gott var að flýja til, þegar vonbrigði, harm- ur eða einhverjar slíkar geðshrær- ingar báru mann ofurliði. „Það er sveimér tími til kominn að þessari tenniskeppni ljúki og Bandaríkjamennirnir haldi heim aftur,“ tautaði Marianna. „Þú þolir ekki slíkt álag, sem þessi samkvæmi eru; þú þarft að fara snemma í rúmið á kvöldin, eins og Litli bróð- ir.“ Evelyn neri brunablettinn á hand- legg sér. Henni leið illa. Og nú voru þær komnar að samkomuhúsinu. „Þú minnist ekkert á þetta við Kurt,“ sagði Evelyn lágt. „Auðvitað ekki,“ sagði Maríanna. „Eigum við ekki að skreppa nið- ur í baðhúsið og hvíla okkur þar andartak?" spurði Evelyn, þegar þær gengu malarborinn stiginn heim að samkomuhúsinu. „Jú, því ekki það,“ svaraði Marí- anna. Hún tók kápuna sína og lagði um axlir Evelyn, svo gengu þær nið- ur að vatninu, sátu um hríð inni í baðhúsinu, reyktu og mæltu ekki orð af vörum. Það var húmljóst uppi yfir en myrkt niðri og molluheitt. „Nú getum við farið inn,“ sagði Evelyn að lokum. Hljómsveitin var farin. Einn af samkvæmisgestunum hafði tekið sér sæti við slaghörpuna og lék ævagamlan foxtrot fyrir nokkur pör, sem héldu sig enn á gólfinu, hálfsofandi að því er virtist. Ný- gift hjón, komin heim úr brúðkaups- ferð fyrir fáeinum dögum; tveir ungir tenniskeppendur, karlmaður og kvenmaður, sem bersýnilega voru yfir sig ástfangin, og loks leik- kona, nokkuð farin að reskjast, sem þrýsti sér að kornungum elskhuga sínum. Evelyn veittist auðvelt að setja sig í þeirra spor, sem ekki vildu skilja meðan þess var nokkur kostur. Enn sátu þeir að spilum inni í bridgeherberginu. Kurt Droste var þó genginn úr spilinu; hann sat við arininn og ræddi við Senftenberg prófessor, hinn heimskunna skurð- lækni. Landsyfirréttardómarinn veitti því ekki athygli að kona hans kom inn í herbergið. Ekki fyrr en hún stóð á bak vði stól hans og lagði hönd- ina á öxl honum. „Það er einmitt spurningin, pró- fessor," sagði hann. „Það er ein- mitt spurningin, sem allt veltur á.“ „Evelyn er dálítið þreytt,“ sagði Marianna og stóð við hlið henni eins og lífvörður. „Hún þyrfti að komast heim hvað úr hverju.“ Droste dómari leit um öxl og tók um hönd konu sinni. „Líður þér ekki vel?“ spurði hann með áhyggjuhreim. „Jú, ágætlega," svaraði Evelyn. „Þú ert dálítið þreytuleg,“ mælti hann. „Þú hefðir ekki átt að dansa ...“ „Komdu henni heim,“ sagði Mari- anna skipandi. „Það liggur ekki lífið á,“ sagði Evelyn. Það var henni í senn nautn og þjáning að staldra við í herberg- inu, þar sem hún hafði staðið við hlið Franks fyrir stundu síðan. Það var eins og orð hans lifðu enn í loftinu, skuggi hans stæði enn í dyrunum, mynd hans stæði óafmáð í speglinum. Droste stóð á fætur. Kvaddi þau, Maríönnu og prófessorinn. „Ég kem í vikulokin og fer með Evelyn og Litla bróður með mér upp í sveit,“ sagði Maríanna. Evelyn stóð við hlið henni og neri brunablettinn á handleggnum óaf- vitandi. Hún kveið því að enn mundi líða yfir sig, þarna í herberginu; hún hafði svo annarlega tilfinningu fyrir hjartanu. Evelyn var því vönust að aðrir stjórnuðu henni og ákvæðu allt, sem hana varðaði, án þess að bera það undir hana. Andartaki síðar sat VIKAN 4X

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.