Vikan


Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 10.01.1963, Blaðsíða 50
ingu á þessu bréfi, sem hr. Gervase hefur skrifað hr. Poirot.“ ,,Það er langt frá því að afstaða hr. Gervase til systursonar síns hafi staðið i sambandi við neins konar hneyksli,“ flýtti hr. Forbes sér að segja. ,,Það kom einfaldlega til af því, að hr. Chevenix-Gore tók stöðu sína sem höfuð ættarinnar mjög al- varlega. Hann átti yngri bróður og systur. Bróðirinn, Anthony Cheven- ix-Gore, féll í styrjöldinni. Systir hans, Pamela, gekk í hjónaband, en hr. Gervase var mótfallinn því hjónabandi. Það er að segja, að hann taldi henni bera skyldu til, að öðlast hans samþykki áður en hún gengi í hjónaband. Honum þótti Trent höfuðsmaður ekki vera af nógu háum stigum til þess að tengj- ast Chevenix-Gore ættinni. Systir hans henti aðeins gaman að þessari grillu hans. Afleiðingin varð sú, að hr. Gervase hafði alltaf hálfgert horn í síðu systursonar síns. Mér þætti trúlegt, að þetta hafi valdið því, að hann ákvað að taka sér kjörbarn." „Það var vonlaust að hann gæti sjálfur eignazt börn?“ „Já. Það fæddist andvana barn um það bil ári eftir að hann kvænt- ist. Læknarnir skýrðu frú Cheven- ix-Gore frá því, að hún mundi aldrei framar geta eignazt bam. Hér um bil tveim árum síðar ætt- leiddi hann Rut.“ „Og hver var þessi ungfrú Rut?“ spurði Poirot. „Hvernig stóð á því, að bau tóku hana?“ „Ég held, að hún sé dóttir ein- hvers fjarskylds ættingja." „Mér hafði dottið það í hug,“ sagði Poirot. Hann renndi augunum eftir veggjunum, sem voru þaktir fjölskylduljósmyndum. „Það leynir sér ekki, að hún er af sömu ætt — nefið og hökusvipurinn. Það má sjá á mörgum myndunum á þessum veggjum." „Hún hefur líka tekið skaplyndið í arf,“ sagði hr. Forbes þurrlega. „Það þætti mér líklegt. Hvernig kom þeim saman feðginunum?“ „Þér munuð sjálfsagt geta nærri um það. Það urðu oft og mörgum sinnum harðir árekstrar. En þrátt fyrir þessar deilur, held ég, að undir niðri hafi þeim fallið allvel hvort við annað." „Samt sem áður olli hún honum talsverðum áhyggjum?" „Stöðugum áhyggjum. En ég get fullvissað yður um, að þær voru ekki þess eðlis, að honum kæmi til hugar að fara að svipta sig lífi þess vegna.“ „Nei, það er einmitt það,“ sam- sinnti Poirot. „Það fer enginn mað- ur að skjóta sig bara sökum þess, að hann á þrjózkufulla dóttur! Og svo gerir hann ungfrúna að aðalerf- ingja! Hvernig var það, datt hr. Gervase nokkurn tíma í hug að breyta erfðaskránni?" ,,Hm!“ Hr. Forbes hóstaði, til þess að leyna ónotunum, sem þessi spurning olli honum. „Sannleikur- inn er sá, að ég fékk fyrirmæli frá hr. Gervase, þegar ég kom hingað fþað er að segja fyrir tveimur dög- um), um að gera uppkast að nýrri arfleiðsluskrá." „Hvað segið þér?“ Riddle majór færði stólinn sinn ofurlítið nær. „Og þér sögðuð okkur ekki þetta.“ „Þér spurðuð aðeins um, hvernig arfleiðsluskrá hr. Gervase hljóðaði,“ flýtti hr. Forbes sér að svara. „Ég svaraði því, sem þér spurðuð um. 50 VIKAN Nýja arfleiðsluskráin var ekki einu sinni fullsamin — og því síður undirrituð.“ „Hvernig voru fyrirmæli hennar? Af beim má ef til vill ráða, hvernig hr. Gervase var innanbrjósts.“ „Þau voru í aðalatriðum hin sömu og áður, nema að ungfrú Chevenix- Gore átti aðeins að erfa hann með því skilyrði, að hún gengi að eiga hr. Hugo Trent.“ „Nú, já,“ sagði Poirot. „En þetta er mjög afdrifarík breyting." „Ég var mótfallinn þessu ákvæði,“ sagði hr. Forbes. „Og ég taldi skylt að benda á, að allar líkur bentu til þess, að hægt væri að hnekkja því. Dómstólarnir eru yfirleitt and- stæðir slíkum skilorðsbundnum á- kvæðum. En hr. Gervase var mjög ákveðinn hvað þetta snerti.“ „Og ef ungfrú Chevenix-Gore (eða, ef til kæmi, hr. Trent) neitaði að uppfylla skilyrðið?" „Ef hr. Trent vildi ekki kvænast ungfrú Chevenix-Gore, skyldi hún erfa skilyrðislaust. En ef hann ját- aði en hún neitaði skyldi hann hins vegar verða erfinginn.“ „Einkennileg ráðstöfun," sagði Riddle majór. Poirot hallaði sér fram og lagði höndina á hné lögfræðingsins. „En hvað liggur á bak við þetta? Hvað bjó hr. Gervase í huga, þegar hann setti þetta ákvæði? Það hlýtur að hafa verið eitthvað alveg ákveð- ið ... Ég held, að það hljóti að hafa verið mynd einhvers annars manns .. . manns, sem hann var mótfallinn. Ég held, hr. Forbes, að yður hljóti að vera kunnugt um, hver sá mað- ur var?“ „Ég fullvissa yður um, hr. Poirot, að hann hefur ekkert sagt mér um það.“ „En þér gætuð gizkað á það.“ „Ég er aldrei með getgátur," sagði hr. Forbes, og það var hneyksl- un í röddinni. Hann tók af sér nefklemmuglerin, þurrkaði af þeim með silkiklút og spurði: „Er nokkuð fleira, sem þér óskið að fá vitneskju um?“ „Nei, ekki sem stendur,“ sagði Poirot. „Það er að segja, ekki hvað mig snertir." Af svip hr. Forbes virtist mega lesa, að hann tæki fremur lítið til- lit til þess, hvað Poirot fyndist, og beindi því athygli sinni að lögreglu- foringj anum. „Þakka yður fyrir, hr. Forbes. Ég held að það sé ekki fleira. Mér þætti vænt um, ef ég mætti fá að tala við ungfrú Chevenix-Gore.“ „Sjálfsagt. Ég býst við, að hún sé uppi hjá frú Chevenix-Gore.“ „Ja, annars, ef til vill ætti ég að segja nokkur orð við — hvað heit- ir hann nú — Burrows, áður, og konuna, sem aðstoðar við ættarsög- una.“ „Þau eru bæði inni í bókaherberg- inu. Ég skal segja þeim frá því.“ SJÖUNDI KAFLI. „Þetta er meira púlið,“ sagði Riddle majór, þegar lögfræðingur- inn var farinn. „Það er ekki hlaup- ið að því, að toga sannleikann upp úr þessum úrelta lagafausk. Mér virðist málið snúast mest um stúlk- una.“ „Já, það mætti virðast svo.“ „Jæja, hér kemur nú Burrows.“ Godfrey Burrows gekk inn og var ánægjulegt að sjá, hve mikinn á- huga hann virtist hafa á þvi að geta orðið að gagni. Bros hans var hæfi- lega dapurlegt og aðeins örlítið of opinmynnt. Enda virtist það frem- ur tilbúið en eðlilegt. „Jæja, hr. Burrows, okkur langar til að leggja fyrir yður fáeinar spurningar.“ „Sjálfsagt, Riddle majór. Spyrj- ið hvers, sem ykkur þóknast.“ „Nú, það er þá fyrst og fremst, svo að ég segi það vafningalaust, hafið þér nokkra ákveðna skoðun á því, hvers vegna hr. Gervase framdi sjálfsmorð?" „Ekki hina allra minnstu. Það kom mér algerlega á óvart.“ „Þér heyrðuð skotið?“ „Nei, ég hlýt að hafa verið inni í bókaherberginu þá, eftir því sem ég kemst næst. Ég kom niður í fyrra lagi og gekk inn í bókaher- bergið til þess að leita að upplýs- ingum, sem mig vantaði. Bókaher- bergið er alveg í hinum enda húss- • • • • S0LUB0RN Ferðin á Keflavíkurflugvöll verður farin á sunnu- daginn. Lagt verður af stað frá afgreiðslu Vikunn- ar, Laugavegi 133, kl. hálf eitt. Ljósmyndari Vik- unnar verður með í förinni. Þessa ferð fá að verð- launum öll þau sölubörn, sem seldu 25 blöð 5 sinn- um í röð eða 125 blöð alls í fjögur skipti. í næsta blaði verður sagt frá nýrri verðlaunaferð. ins frá skrifstofunni, svo að þar gat ég ekkert heyrt.“ „Voru nokkrir aðrir í bókaher- berginu?" spurði Poirot. „Nei, enginn annar.“ „Þér hafið enga hugmynd um, hvar hitt fólkið í húsinu var statt þá?“ „Flestir uppi að hafa fataskipti, geri ég ráð fyrir.“ „Hvenær komuð þér inn í setu- stofuna?" „Ég var alveg nýkominn þangað, þegar hr. Poirot kom. Þá voru all- ir komnir þangað, nema hr. Ger- vase, auðvitað.“ „Þótti yður það áberandi ein- kennilegt, að hann skyldi ekki vera kominn?" „Já, það þótti mér sannarlega. Það var föst regla hjá honum, að vera alltaf kominn inn í setustof- una áður en hringt var í fyrra sinnið.“ „Hafið þér tekið eftir nokkurri breytingu í fasi hans upp á síðkast- ið. Hefur hann verið leiður? Eða áhyggjufullur? Dapur í bragði?“ Godfrey Burrows hugsaði sig um. „Nei, það held ég ekki. Ofurlítið — ja, eins og annars hugar, ef til vill.“ „En hann virtist ekki hafa á- hyggjur út af neinu sérstöku?“ „Nei, nei.“ „Ekki fjárhagsáhyggjur af neinu tagi?“ „Það var eitt sérstakt fyrirtæki, sem var honum til ama — Synthetic Paragon Rubber félagið, nánar til- tekið.“ „Hvað sagði hann um það?“ Aftur brá fyrir brosinu á andliti Godfreys Burrows og aftur virtist það fremur óeðlilegt. „Ja — satt að segja — það sem hann sagði var: Bury gamli er ann- aðhvort asni eða þorpari. Sennilega asni. Ég verð að taka vægt á hon- um vegna Vöndu.“ „Og hvers vegna sagðist hann gera það, vegna Vöndu?“ spurði Poirot. „Jú, sjáið þér til, frú Chevenix- Gore hefur mikið dálæti á honum, og hann tilbiður hana. Fylgir henni eftir eins og rakki.“ „Hr. Gervase var alls ekki — af- brýðissamur?“ „Afbrýðissamur?“ Burrows rak upp stór augu og fór svo að hlæja. „Hr. Gervase afbrýðisamur? Það hefði hann ekki kunnað. Honum hefði aldrei getað komið til hugar, að nokkur maður gæti nokkurn tíma tekið einhvem annan mann fram yfir hann. Slíkt hefði blátt áfram verið óhugsandi, sjáið þér til.“ Framhald í næsta blaði. í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. að stanza, þreif hann í barnið, sem til allrar blessunar reyndist ekki svo fast, að til skaða yrði. Þetta gerðist allt svo snöggt, að enginn nærstaddur áttaði sig á því að taka niður númerið á Fíatbíln um, en ökumaður hans hefði svo sannarlega átt skilið að verða kærð- ur. Að vísu er börnum ekki leyfi- legt að hanga aftan í bílum, en Drottinn sæll og góður, er það nokkur afsökun fyrir Fíatmanninn? Vonandi hefur Fíatmaðurinn að minnsta kosti fengið hiksta .. . ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.