Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 3
1963 MODELIN HVAÐ ER NÝTT í ÁR? VIKAIU í ÞESSARI VIKU Á síðustu stundu. Hann lá grafkyrr í fönninni. Eina vonin fyrir hann var sú, að fant- arnir héldu hann dauðan. Þá mundu þeir hætta að skjóta. — Æsispennandi frásögn eftir William Byron Mowerg. ur Vikunnar ættu að kannast vel við úr getrauninni. Það er liðlegur og skemmtilegur lítill bíll með Corvair-lagi eins og Simca 1000. f milliflokkunum, þ. e. verðflokk- unum frá 120—200 þúsund, kennir margra grasa og skemmtilegra. Það er ef til vill þar sem merkastar nýj- ungar koma fram; hinar dýrari gerðir þessara bíla eru í rauninni lúxusbílar, en kapphlaupið um hylli kaupenda er svo ákaft, að fleiri og fleiri eru búnir tæknilegum ágæt- um, sem aðeins voru til á hinum dýrustu bílum fyrir fáum árum. Hér er Evrópa með foryztuhlutverk. Sé farið fljótt yfir helztu breytingar, þá má geta þess, að Detroit hætti við að framleiða kardínálann, sem lengi hafði verið von á, en þess í stað kom hann á markað úr evrópsk- um föðurhúsum. Hann var fram- leiddur í Bretlandi sem Consul Cortina, lögulegur bíll og lítið eitt minni en Consul 315. Líka var kardínálinn framleiddur í Þýzka- landi sem Taunus 12 og sá bíll er að ýmsu leyti merk nýjung. Hann er með framhjóladrifi og flötu gólfi, rennilegur í útliti og nokkru minni en Taunus 17M, sem heldur áfram að koma með laginu frá í fyrra. Um Fólksvagninn þarf varla að tala; VW 1500, nýi Fólksvagninn, er ó- breyttur að útliti eins og hinn og má ætla að svo verði nokkuð lengi. Renault kom með nýjan bíl á markaðinn, sem heitir Renault R8 og er í milliflokki. Hann er með diskabremsur á öllum hjólum, ekki ósvipaður Simca 1000 og öðrum bíl- um með Corvairlagi. Einn þeirra er Fiat 1300 — og 1500 —, prýðilega fallegur bíll, sem mun hafa reynzt öllu betur en aðrir af þeirra gerð. Volvo vinnur eftir sömu höfuðreglu og Volkswagen; bæði Volvo P 544 og Volvo Amazon verða með sama útliti árið 1963, en áherzla lögð á styrkleik og tæknilegar fram- farir. Saab er nálega óbreyttur, þó er hann fáanlegur með hærri fram- sætum, ef menn vilja. Consul 315, sem mikið seldist hér á síðasta ári, er nákvæmlega eins í útliti, en vélaraflið hefur verið aukið frá tæpum 57 hestöflum upp í rúm 60 og allir gírar eru nú sam- stilltir. Annars er útlit flestra Evrópubílanna lítið breytt. Það kem- ur sjálfsagt til af því, að síðasta ár var mjög gott söluár og þá hafa íramleiðendur tilhneygingu til þess að halda áfram án verulegra breyt- inga. Helzta breytingin er hjá Framhald á bls. 51. Á nafla heimsins. í Delfi gáfu guðirnir mönn- um innsýn í óorðna hluti og þar álitu Forn-Grikkir að væri miðpunktur eða nafli heimsins. Jórsalafarar Ferða- félagsins Útsýnar komu þar við og Gísli Sigurðsson, rit- stjóri, segir frá ferðinni þangað. Yið fossinn. Fossinn mundi sjá um það sem á vantaði, ef hann einungis gæti tekið á karlmennsku sinni og hrint henni fram af-------- Smásaga eftir Patrick Quentin. sos Flugfélögin hafa miklar varúðarráð- stafanir og æfa áhafnir til þess að mæta hverju, sem fyrir kann að koma. Vikan hefur farið í þjálfunarflug með flugfólki frá Flugfélagi Islands og frá því er sagt hér í hlaðinu. i/ l mr mnj Útgefandi Hilmir h. í. Ititstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karlsson og Sigurður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthóif 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karls- son. Verð í lausasölu kr. 20. Áskrift- arverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h. f. Myndamót: Rafgraf h. f. FORSIÐAN I tilefni þess að Vikan birtir myndir og upplýsingar um 88 tegundir bíla, sem innlendir aðilar hafa umboð fyrir, hefur ljósmyndari blaðsins tekið þessa mynd austur í Almannagjá á Þingvöllum og haft á henni sænska gæðinginn Volvo Amazon, sem er fullkomnastur þeirra bíka, er frændur vorir í Skandinavíu smíða. Þessir bílar hafa reynzt mjög vel við íslenzkar aðstæður enda leggja Svíar áherzlu á gæði fremur en magn. Snorri Friðriksson, útlitsteiknari Vikunnar, er þarna á myndinni og með honum Þórhildur Gunnarsdóttir. 0 ' I næsta blaði verður m. a.: • ERTU AÐ LEITA AÐ KONU? — Reykvískur ungkarl skrifar greinar í Vikuna um þetta efni og gefur mönnum ráð. Þessi ungi maður telur sig hafa eytt 10 árum íil rannsókna á þessu og eytt í það kr. 800.000,00. Fyrsta greinin fjallar um það, hvert þú átt að fara til að finna konu. • ÆSKAN DANSAR ÖR OG HEIT. — Myndafrásögn úr Lídó. • MÁLVERKAÞJÓFARNIR. — Þeir höfðu verið í neðanjarð- arhreyfingunni gcgn nazistum og leiddist tiltoreytingarleysið nú orðöð. Saga í tveim hlutum eftir Paul Gallico. Steinunn S. Briem þýddi. • FLÓTTINN TIL LANDS HINNA DAUÐADÆMDU. — Sönn frásögn frá Hawaii. • HLIÐARSPOR. — íslenzk smásaga eftir Hallgerði H. • ÚR ÖSKUNNI í ELDINN. — Sönn frásögn. • ÆTÍÐ VIÐBÚNIR. — Frásögn af æfingum flugmannanna hjá Flugfélagi heldur áfram. • HÚMOR í MIÐRI VIKU — FRAMHALDSSÖGURNAR TVÆR — og aðrir fastir þættir eins og venjulega. — Forsíðumynd úr Klúbbnum. VIKAN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.