Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 5
BEZTU KAUPIN í DAG ERU í COMMER COB VÉLARSTÆRÐ 1390 C.C. — 43. 5 — 43. 5 Hp. V/4200 snúninga. Þér fáið rúmgóðan 4 manna bíl, sem með einu handtaki má breyta í sendiferðabeifreið (350 kg). Gott útsýni - Bjartur - Sparneytin og síðast en ekki sízt sérlega ódýr. Bíiar til á lager. - Sýningarbíll á staðnum. Rdftffikni b.f. Laugaveg I68 Símar 20 410 og 20 411. . . . Ýkjur Vika min. Það er þetta með hann mág minn: hann ýkir svo voðalega, að ég er yfir höfuð liætt að trúa honum. Hann getur ekki sagt neitt án þess að ýkja það a. m. k. til helminga. Ég hef reynt að henda hcnyim á þetta, en hann vill ekki heyra á það minnzt. líg held, að þetta sé orðið svo vanalegt að hann trúi þessum ýkjum sjálfur. Er þetta ekki sjúk- legt, Vika min? Hvernig get ég vanið liann af þessum fjára? Dúddí. --------Ekki geri ég nú ráð fyrir að þessar ýkjur í honum mági þínum geri mikið mein, en satt er það: það er dálítið hvim- leitt að hlusta á slíkt dægrin löng. Sjálf ættir þú að vera farin að venjas þessum ýkjum, þannig að þú getur komizt nálægt sannleik- anum með því að draga vissan skammt frá. Þetta er svo algeng- ur kvilli, að það tekur því naum- ast að vera að minnast á hann. Bezta meðalið gegn slíku er yfir- leitt að gjalda líku líkt: nú skalt þú aldrei segja honum mági þín- um neitt án þess að ýkja óskap- lega — þannig að jafnvel honum blöskri. . . . Svar Kæra Vika. Okkur langar til að rökræða við þessa merkilegu sveitafrú, er tók svo stórt upp i sig i 49. tbl. Hún rengir þennan 13 ára dreng, sem skrifaði í 43. tbl., þar sem hann segir, að sér finnist hann fá lágt kaup. Það finnst okkur líka, har sem við erum ekki nema einu ári eldri, en fengum þó 1500 krónur á mán- uði, en á hans aldri fengum við 1000 krónur á mánuði. Og svo rengir hún hann um vinnutimann. Um þetta getur hún ekkert sagt, því að það fer mikið eftir því, hvað húið er stórt. Við unnum minnst 13 tíma á sólarhring, og svo voru þar þó ekki nema 15 kýr, og þar að auki var óþurrkatíð, en hvað sem tíðin var vond var alltaf nóg að gera i sveitinni. Þá ætti 13 ára drengur að geta unnið fyrir a. m. k. 800 krónuin á mánuði. Svo segir hún, að ef „barn“, sem vinni í Reykjavik, fái 1000 krónur á mánuði, verði það að borga 900 krónur heim, en hún skal athuga það, sú góða kona, að unglingar á þessum aldri eiga ekkert að horga heim. Svo viijum við að endingu segja, að skynsamlegast hefði verið fyrir hana að spara blekið og bréfsefnið, vegna þess hvað dýrt það er í kaup- félaginu. Tveir borgarbúar. . . . Neo-Dadaismi „Athuguli maðurinn“ á Akureyri ætlar ekki að gera það endasleppt — Iiann skrifar okkur og skrifar, og alltaf undir fyrirsögninni „Handaskil"--------ég ætla einu sinni enn að leyfa lesandanum að spreyta sig á hans myrka stíl. Ég er orðinn dauðhræddur um, að ég sjái hara alls ekki handa minna skil og hér sé einhver ógurlegur spelc- ingur á ferðinni, verðandi Nóbel- skáld og hvaðeina. Hér kemur síð- asta ritverk spekingsins: Ég heíd það sé engum vafa hund- ið né neinum ofraun að átta sig á, pf hann reynir af fremsta megni að sjá handa sinna og liugar skil, hvert ég er að fara. Ég er á leið frá vöggu til grafar, með viðkomu á margvislegum stöðum. Einn af þeim cr Vikan. Annar er Akureyri. Vikan hefir ef til vill gaman al' því að fá fréttir frá Akureyri. Ég ber því að dyrum hjá henni, þrjú liögg að gömlum sið, og hún hýður mér inn til að þiggja kaffi o.a se-gja fréttir. Er mér þá efst í huga að ræða það sem ég veit neyðarlegast gerzt liafa í sambandi við andlegt líf hérna fyrir norðan og sem ég liefi haft mesta skemmtun af — í laumi auðvitað. Hingað til! En nú er ég kominn til að segja fréttir, og Jiær hljóða þannig: Hið eilifa almenna andleysi á Akureyri varð skoplegt í andlitinu, þegar Helgi Sæm, einn af okkar íslenzkustu sjeníuin, gerði grín að því í langri hlaðagrein I sumar. Andleysið tók það allt svo alvarlega, einkanlega af því að Helgi stóð uppi á kirkju- tröppunum, þegar liann meðtók andann um andleysið. Ég veit ekki, hvort það er til nokkurs að vara fákana við Helga Sæm, l)ví að J)ó að hann sé hrekkjóttur, eru hrekk- irnir sannir hjá manngreyinu. Og dobbeltheimskan er svo fölsk og lygin, að' hún trúir engum nema sjálfri sér. Ekki er ég að segja, að Helgi Sæm sé engill, þótt liann sé skýr maður, enda eru englar ekki hrekkjóttir í orðum og skoðunum, til hátíðabrigða. Enda tefldi ég hon- um þá ekki gegn heimskunni, allra sízt dobbeltheimsku. En ef Vikan gæti nú orðið að engli af því að skilja grín Helga Sæm um Akureyr- inga, þegar ég er búinn að skýra málið' í þessum pistli og liinum, sem á undan eru gengnir, þá liafa allir, sem nefndir hafa verið til liessa máls, fyrr og síðar, ekki til einskis lifað. Að svo mæltu sný ég mér að l)ví að moka snjóinn úr kirkjutröppunum. Ég hefi gert það tugum og hundruðum sinnum og alltaf séð þaðan hið sama og Helgi Sæm — þótt ég setji það fram á annan Iiátt. Þannig eru handahlaup lífsins. Akureyri, 17. des. 1962. Athuguli maðurinn. -------Eins og ég segi: mað- urinn er kannski spekingur mik- ill, postuli nýrrar stefnu, verð- andi leiðtogi íslands og kannski heimsins. Ég er kannski svona vitlaus, en mér finnst maðurinn bara vera með munn- eða öllu heldur rit- . . . svolítið, sem ég þori ekki að birta á prenti, af því að það er svo mikil ullabjakk. . . . Vanhirða Kæri Póstur. Vinur minn einn, sem dvalizt hefur erlendis i tvö ár, benti mér um daginn á liryggilega staðreynd, og finnst mér ærin ástæða til að minnast á hana á prenti og vona því, að þú birtir þetta bréf mitt. Þessi vinur minn sagði sem svo, að allir eða allflestir þeir veitinga- staðir, kaffistofur o. þ. h„ sem ný- búið hafði verið að opna, þegar hann fór utan, hæru nú, eftir aðeins tvö ár, með sér sorgleg merki van- hirðu og sóðaskapar. Ég fór að hugsa um þetta betur, og ég verð' að segja, að ég er honum fyllilega sammála. Það er lagður gifurlegur kostnaður i að koma upp dýrindis kaffistofum, veitingahús- um og þvilíku, og er unun að því að koma þangað svona fyrst í stað. En eigendurnir eru svo fiknir í að græða peninga, að þeir tima ekki að sjá af svo sem tveimur dögum á ári til lagfæringa. Áklæði trosna upp, brunablettir koma á borð, veggir verða útataðir, og svona mætti lengi telja. Þessir ágætu eig- endur átta sig bara ekld á því, að með þessu hirðuleysi eru þeir sízt af öllu að græða peninga. Staðirnir yrðu langtum eftirsóknarverðari, ef snyrtilega væri um þá gengið og þeim haldið sómasamlega við. Um leið og ekki er snyrtilegt um að lítast á stöðum sem þessum, finnst gestum ekki ástæða til að ganga snyrtilega um. Ég ætlast ekki til þess að allir eigendur kaffihúsa og veitingahúsa, sem geta tekið þetta til sin, spretti nú upp til handa og fóta og breyti betur, en és vona þó, að þetta bréf mitt verði um- talsefni og leiði þannig eitthvað gott af sér. Með þökk fyrir allt gamalt og gott og svo birtinguna. Hlöðver. . . . Smurt á Póstur góður. Ég er einn af þeim, sem sækja veitingahús að staðaldri, og mætti margt um okkar góðu hús segja, og ýmislegt ekki fallegt — og það er einmitt eitt af þessu ófallega, sem mig langar til að minnast á i þessu bréfi minu. Þegar ég er vel efnaður — sem kemur stöku sinnum fyrir — leyfi ég mér oft að fara út að borða og sitja siðan í góðum hópi við sumbl á eftir. Ekki svo að skilja, að ég sé nein fyllibytta, en mér þykir vissulega gott að finna á mér breyt- ingu. Ég veit ekki, hvort ég virðist fyllri en ég í rauninni er, en ég hef þráfaldlega rekið mig á það, að þegar ég ætla að fara að gera upp reikninginn, hafa þjónarnir smurt fullmiklu á hann: bætt við eins og tveimur, þremur sjússum o. þ. h. Stöku sinnum hef ég verið' svo lánsamur að geta hankað kauða á þessu — en til þessa hef ég ekki gert úr þessu neitt stórmál. Ég held samt, að þessir þjónar séu óheiðar- legar undantekningar ((vona það), en undantekningin á bara ekki að líðast. Það er argasta hneyksli, að þjónar á opinberum veitingahúsum leyfi sér að nota sér ölvímu gesta til að plata út úr þeim ærinn skild- ing, sem auðvitað rennur í eigin vasa þjónanna. Um leið og einn þjónn verður uppvís að slíku, á skilyrðislaust að reka liann og engar refjar. Ég hef verið að ræða þetta við fólk úti um hvippinn og hvappinn, og ótrúlega margir hafa sörnu sögu að segja. Það væri nógu gaman ef einhver fengist til þess að taka nokkrar stikkprufur. Skrambi er ég lirædd- ur um, að margur þjónninn slyppi ekki með andlitið eftir slíkar pruf- ur. iG. B. -------Þessu skal látið ósvar- að hér að þessu sinni, en fróð- legt væri að heyra, hvort fleiri hafa orðið fyrir þessu sama. . . . Farin að grána Iværi Póstur. Ég er ung kona, ekki nema rétt um þrítugt, cn ég á mér eitt voða- legt vandamál: ég er farin að grána. Mér finnst allir horfa á mig, alls staðar finnst mér þetta bitna á mér. Litla systir er meira að segja farin að kalla mig „kerlinguna“. Ég hef alltaf verið á móti hárlitun, því að bæði finnst mér hún óeðliíeg, og auk þess fer hún víst illa með liárið. Nú les maður stundum um meðul í blöðum og tímaritum, sem eiga bæði að lækna skalla og kalla aft- ur fram liinn upphaflega, eðlilega háralit. Getur þú bent mér á nokk- uð slíkt? Með kærri kveðju. S. L. —------Sjálfum finnst mér oft mjög aðlaðandi að sjá konur á þínum aldri, sem farnar eru að grána örlítið. Það gefur þeim oft einhverja reisn. En ef þetta er svona á sinninu á þér, finnst mér, að þú ættir ekki að hika við að lita á þér hárið — þetta gerir orðið önnur hver mann- eskja, og hin nýju hárlitunarefni fara ekki nærri eins illa með hárið (einkum hárskol/ og áður var raunin. Það hefur enn ekki verið fundið upp neitt allsherj- armeðal til að lækna skalla og endurlífga háralit, þótt markað- urinn sé yfirfullur af alls kyns blöndum. Sumar þessar blöndur geta kannski orðið nokkrum einstaklingum að liði, en einhlítt er þetta aldrei. Þú skalt fara varlega í að kaupa þér slíkar blöndur. GERBÉRA HvaS er Gerbéra? Gerbéra er blóm, sem upprunnið er frá Austur- löndum. Var það fyrst innflutt til Frakklands árið 1889, ári eftir að það fannst í gullnámu í Transvaal. Blómið Gerbéra hefur ótrúlega mörg og fögur litbrygði og hefur ætíð frá því það fannst, verið stolt allra blómaunnenda. ORLANE í París hefur nú valið tvö litbrygði Gerbérablómsins sem tízkuliti fyrir hina glæsilegu konu 1962. Litirnir eru: OR MAIS & OR ROSE. ORROSE: er sérstaklega ætlaður fyrir andlitsbjartar og ljós- eygðar konur. ORMAIS: er sérstaklega ætlaður fyrir konur dekkri yfirlitum og dökkeygðar. Gerbéra línan samanstendur af: Varalit, naglalakki, make up (Créme Vestale), steinpúðri (Royale Laelia), Lausu púðri (Poudre de Beauty), allt í OR MAIS eða OR ROSE tónum. ORLANE PARIS Oculus Regnboginn Stella Tíbrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.