Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 7
EFTIR WILLIAM BYRON MOWERG ÞAÐ VAR NÚ HANS EINA LÍFSVON, AÐ FANTARNIR í FLUGVÉL- INNI HÉLDU HANN DAUÐAN OG FÆRU EKKI AÐ EYÐA FLEIRI SKOTUM Á HANN. HANN LÁ ÞVÍ GRAFKYRR í FÖNNINNI — lijörðinni. Því nœst herti hann hlaupin, réðist skyndilega að hrein- tarfinum og stökkti honum út úr lijörðinni. Eltingarleikurinn stóð ekki nema andartak; tarfurinn hafði ekki hlaupið nema um tvö hundruð metra, þegar úlfhundurinn lagði hann að velli. Hjörðin tók þegar á rás, en þó að einn kálfurinn drægist aftur úr, sinnti úlfhund- urinn þvi ekki neitt, og lét sér nægja bráðina. Lupe hafði séð það, sem hann þóttist með þurfa til að vera visn um að einhver annar en úlfhundurinn mundi sekur um drápið á Dcnny Adams. Um leið hafði hann hugboð um að morðið á hin- um hógværa og prúða bókhaldara kynni að standa í sambandi við víðtækari glæp, sem þegar hefði verið liugsaður og undirbúinn. liann minntist þess að skrifstofu námafélagsins liafði borizt mikil peninga- sending með síðasta skipi, og að þeir peningar — hálfsmánaðarlaun námamannanna og aukagreiðsla fyrir jólin — lágu geymdir í stál- skáp í skrifstofunni. Það var eitt af skylduverkum lians að hafa eftir- lit með sjóði þessum, eu enginn gat verið á tveim stöðum í einu, og hann hafði orðið að láta að vilja þorpsbúa og veita úlfhundinum eftirför. Allt i einu heyrði hann annarlegan gný lærgmála i fjöllunum; þar var flugvél á ferð og hélt i suðurátt. Það hlaut að vera einliver einkaflugvél, þótt óskiljanlegt virtist livað hún gæti verið að vilja upp i fjöllin. Lupe yppti öxlum; þetta kom honum ekki við og hann lagði af stað í norðurátt, niður í skóginn. Hann liafði þó ekki lengi gengið, þegar hann sá að flugvélin breytti um stefnu. Það var auðséð að flugmaðurinn hafði komið auga á hann og veitti honum ni eftir- för. Honum datt fyrst í hug að annað hvort hefði Rhode, lögreglu- fulltrúi i Lodestar eða Utley, varðstjórinn, sent vélina eftir honum upp í fjöllin, svo hann sneri við og hraðaði sér upp á liæðina. Þegar flugvélin nálgaðist, bar hann kennsl á hana. Eigandi hennar og flugmaður hét Thibault, hélt uppi leiguflugi á námasvæð- unum og var náinn kunningi Morts Hewlitts veitingamanns. Hann liafði einhvern tíma setið inni fyrir þátttöku i ráni, en fyrir bragðið var áreiðanlegt, að lögreglan mundi aldrei leita til hans, þótt lnin þyrfti á aðstoð flugmanns að halda. Þó að Lupe fyndist eitthvað grunsamlegt við þetta, fór hann samt að svipast um eftir stað, þar sem flugvélin gæti lent. Hann liafði gengið yfir allstóra sléttu, á að gizka mílu suður af hæðinni, og tók nú að benda þangað með rifflinum. En það var eins og flugmaðurinn veitti þvi ekki neina athygli. Hann stýrði vélinni heint þangað, sem Lupe stóð, og um leið lækk- aði liann mjög flugið. Lupe sá nú, að þeir voru tveir í vélinni, og að sá, sem sat að baki flugmanninum, opnaði hliðarrúðuna litið eitt, en vélin sveigði dálítið til hægri. t næstu andrá var byssuhlaupi stungið út um rúðuna, og það gerðist jafnsnemma, að Lupe sá rauðgul leiftrin og honum þótti sem honum væri rekið svo hart högg fyrir brjóst, að hann féll flatur á hjarnið, um leið og riffillinn var sem sleginn úr hendi lians. Eftir það heyrði hann þrjá eða fjóra snarpa skothvelli og að kúlurnar hvinu örskammt frá liöfði lians, en engin þeirra snart liann. Flugvélin fjarlægðist út yfir sléttuna, en sneri við aftur og stefndi enn að honum.' Lupe gerði sér Ijóst, að hann gat ekki komizt nein- staðar í var. Hann var staddur á víðu bersvæði, og ef hann hreyfði sig eitthvað, mundu fantarnir í flugvélinni óðara skjóta hann niður. Ekki fann hann til sársauka nema undir annarri síðunni, eins og rif hefðu brotnað. Hann þreifaði um riffilinn og komst að raun um að skothylkjafærslan var brotin. Kúlan, sem ætlað var að liæfa liann í hjartastað, hafði því afvopnað hann, þótt ekki næði hún að svipta hann lífi. Hann skýldi andlitinu með arminum og horfði undir olnbog- ann, svo að hann gæti fylgzt með ferðum flugvélarinnar. Það var nú hans eina lifsvon, að fantarnir hygðu hann dauðan, og færu þvi ekki að eyða á liann fleiri skotum. Flugvélin fór nú lægra en áður; svo lágt, að Lupe gat borið kcnnsl á þann, sem sat fyrir aftan flugmanninn og horfði út um rúðuna. Og enda þótt það væri í raun- inni ekki annað en staðfesting á grun hans, varð hann dálítið undrandi, þegar hann sá að það var veitingamáðurinn í kránni, Mort Hewlitt. Flugvélin fjarlægðist enn, og enn kom luin aftur, og flaug svo lágt, að stormurinn af spöðunum þyrlaði upp snjónum umhverfis Lupe. Eu í hvorugt skiptið greip veitingamaðurinn aftur til riffils- ins. Drykklanga hrið sveimaði flugvélin svo yfir hæðinni, og Lupe þorði livorki að hrcyfa legg né lið, en loks tók liún þó að hækka sig i lofti og hreyfilgnýrinn l'jarlægðist vestur á bóginn. Lupe lieyrði lengi bergmál af honum í fjöllunum, en loks dó það út. Og Lupe lá enn kyrr, þótt kuldinn væri að gera út af við hann. í stað þess að láta blekkjast til að hreyfa sig úr stað, tók hann að hugleiða samhengi þessara atburða. Það voru fyrst og fremst pen- ingarnir, þessi seytján þúsund doliara, sem lágu í stálskápnum i skrifstofunni. Denny Adams hafði lykla að byggingunni og kunni á læsingu skápsins; þess vegna höfðu þorpararnir myrt hann. Þvi næst höfðu þeir koraið sökinni á úlfhundinn, i því skyni að varð- maðurinn héldi af stað upp í fjöllin að liafa hendur i hári lians, og þeir hefðu þvi sjálfir ekki neitt að óttast. Og loks liöfðu þeir vitan- lega stolið peningunum. En hvers vegna gerðu þeir sér svo allt þetta ómak, einungis til að drepa hann sjálfan? Hvers vegna vildi Hewlitt hann íeigan? Það fór eins og liann liafði grunað; hann lieyrði lireyfilgný flugvélarinnar i fjarska íærast smám saman nær, og loks flaug hún ylir liæðinni, en ekki eins lágt og áður. Þegar þorjiararnir höfðu sannfærzt um, að Lupe lá enn hreyfingarlaus í snjónum, þóttust þeir vita að liann hlyti að vera steindauður, og andartaki siðar heyrði hann lxreyfilgnýinn fjarlægjast og deyja út öðru sinni. Og nú beið Lupe ekki hoðanna. Hann reis á fætur með erfiðis- munum og hristi af sér snjóinn. Riffilinn skildi hann eftir; hann var jafn vopnlaus fyrir honum. Þegar hann liélt af stað, sá hann hvar úllhundurinn, Gris-Gros, kom skokkandi út úr kjarrinu og sett- ist enn að bráð sinni. Og um leið varð honum að hugleiða hve snjalll kænskubragð það hafði verið lijá þeim, þorpurunum, að koma morð- sökinni á mállausa skepnuna, til að firra sjálfa sig öllum grun. Og um leið datt honum í liug, að sennilega mundu þeir reyna að hafa það eins með peningaþjófnaðinn — koma sökinni yfir á annan. Og þá skildi hann óðara hvers vegna Hewlitt vildi hann feigan . . . Nú lyrst skildi liann samliengið til fulls. Þeir þóttust liafa gengið þannig frá honum, að hann kæmist ckki aftur til mannabyggða. Og þá var ekkert auðveldara en að koma þeirri sögu á kreik, að liann liefði ekki veitt úlfhundinum eftirför, heldur laumast til baka inn í bæinn, þegar myrkt var orðið, stolið peningunum og horfið á brott með þá fyrir fullt og allt. Það lá við sjáll't að hann lcviði því að snúa heim aftur. Það var eins og að ganga í gildru. Hann treysti þó Utley, varðstjóranum i riddaralögreglunni; þóttist vita að hann mundi sjá í gegnuin bragðavef þorparanna. Honum sóttist seint i'erðin. Það var áreiðanlegt, að skotið hafði brotið eða brákað nokkur rifbein; hvert spor olli honum sársauka og andardrátturinn var lionum hreinasta kvöl. Þegar niður í skóginn kom, versnaði færðin að mun, og vegna trjárótanna varð honum gangurinn á þrúgunum erfiður og tafsamur. Viða varð hann að lclifa yfir gil og gljúfur, sem voru nógu örðugur og liættulegur farartálmi fullfrískum manni, einkum eftir að dimma tók. Sér til undrunar veitti hann þvi athygli, að úlfhundurinn liélt sig i námunda við liann; fór á undan honum og leiðin, sem hann valdi, var yfirleitt tiltölulega auðfær. „Þér er vissara að fylgja mér ekki of langt“, tautaði Lupe. „Ef jiú kemur inn i þorpið, þarft þú víst ekki að kemba hærurnar“. Skainmri stundu eftir að fyrstu snjókornin féllu til jarðar var skollin á blindhrið, og nú átti Lupe yfir ísa að fara, þar sem hvergi sá kennileiti. En hann gekk i slóð úlfhundsins, sem enn vísaði hon- um leið . . . Það var komið undir miðnætti, þegar hann náði heim i þorpið í hörkufrosti og grenjandi liríð. Hann sá Ijós í gluggum lieima í sínu eigin húsi; eiginkona hans vakti eftir honum og var að sjálísögðu farin að óttast um hann. Það var með naumindum að hann stóðst freistinguna að koma þar við, fá sér einhverja hressingu og ylja sér andartak við arininn. En hann liélt beinustu leið til skrifstofu Rhode lögreglufulltrúa, sem hann bjóst við að sæti við skýrslugerðir sínar fram á nótt, eins og liann var vanur. Það kom líka á daginn. Hann opnaði, þegar Lupe knúði dyra; bar fyrst i stað ekki kennsl á þennan fannbarða mann, sem stóð á dyraþrepinu og virti hann spyrjandi fyrir sér. Rliode var meðalmaður á hæð, en ákaflega þrek- inn og sterklegur, og hann sýndist þvi ekki sérlega feginn að vera truflaður við starf sitt. „Lupe Khaganappi . . . Komdu inn fyrir, maður. Það fennir inn á ganginn“, varð honum loks að orði. Lupe spennti af sér snjóþrúgurnar. Hann var að örmögnun kom- inn eftir sársaukann, ófærðina og hriðina, og þegar hann kom allt i Framhald á bls. 50. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.