Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 11
- Ég var settur í gúmmíbát númer fimm, ef ég man rétt, en þetta gerðist allt í svo snöggri svipan, að ekki var mikill tími til þess að setja á sig smáatriði. Eftir hálfa mínútu - eða kannski fyrr - voru allir komnir heilu og höldnu út úr flug- vélinni . . . FYRRI HLUTI: Jifst á siðunni er Skuli Magnusson að fara yfir aðflug að Kastrup ásamt starfsbræðrum sínum. ekki, fyrr en vélin hefur stöðvazt fullkomlega. Það er mjög mikilvægt, að þið gætið þess. Sigrún vék sér að okkur sessunautunum og lijálpaði okkur að spenna á okkur björgunar- vestin. Þau eru tekin upp úr pokunum, liáls- málinu smeygt yfir höfuðið, og böndunum að neðan tvívafið utan um sig og hnýtt á aö framan. — Þið blásið vestin ekki upp, fyrr en þið komið út úr vélinni, segir hún. — Annars get- ur svo farið, að þið komizt alls ekki út. Þið blásið vestin upp með því að kippa í þennan spotta neðst vinstra megin. Þetta 1 jós — hún benti á glerkúlu rétt ofan við miðjan maga - - kviknar, ef þið lcndið í sjónum. Hérna — Sigrún tók i svarta túðu ofan til vinstra meg- in — er flauta, svo þið getið látið heyra til ykkar, ef með þarf. Hinum megin er ventill, þar sem þið getið hleypt loftinu úr vestinu eða bætt í það eftir þörfum. Gætið þess, ef þið lendið i sjónum, að láta hálsinn ekki hvíla á vestishálsmálinu, það getur lamað afltaug- arnar upp i höfuðið. Hreyfið höfuðið við og við- ! íM Spennið svo sætisbeltin, en gætið þcss, að láta þau halda við mjaðmabeinin, en ekki svo þétt, að þið getið eklci lotið áfram. Þegar flugstjórinn gefur merki, skuluð þið lúta áfram, láta opnbogana hvila á hnjánum og höfuðið á handleggjunum. Haldið þeirri stöðu, þar til vélin hefur örugglega staðnæmzt, en gætið þess, að það geta komið þrír eða fjórir rykkir, þeg- ar vélin lendir á sjónum. Ég gerði samvizkusamlega eins og Sigrún lagði l'yrir, en ég verð að játa, að næstu skip- un hlýddi ég ekki jafn vel. Hún var þessi: —- Takið alla hvassa og harða hluti af ykk- ur, svo sem penna, gleraugu, sjálfskeiðunga og því um líkt, og farið úr skónum. Magnús hafði lofað okkur tiu mínútum á lofti enn. Þess vegna gegndi ég engu af þcssu, heldur skrifaði af ákafa um þessa siðustu at- burði í flugvélinni. En það voru áreiðanlega engar 15 minútur liðnar, þegar þrjár hvellar Framhald á bls. 46. Neðst er María Jónsdóttir að setja gúmmíbát á sinn stað í DC 6, en Jón Stefánsson flugvirki og kennari horfir á.'Háa myndin hér til hliðar er af Sigrúnu Marinósdóttur í björgunarvesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.