Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 15
Bæði völvan og pílagrímarnir þvoðu sér úr Kastalíulindinni. Vatnið úr henni gaf skáldum 1 þorpinu Lívadíu. Presturinn nður a asna heim fra kirkju, en konan hans gengur á eftir. Helgidómur Aþeninga í Delfi. Þar átti hvert borgríki sínar fjárhirzlur. náttúran er þannig vaxin, að hún vekur sérstaka sfemningu: Hamra- veggurinn himingnæfandi, flúraður kynjamyndum eins og Kjarvalsmál- verk, skógi vaxin hlíð neðra og langar hrekkur niður i djúpan dal. Bjargið er utan í tindi Parnassos, hins helga fjalls, þar sem Apnollon, guð Ijóss, fagurra lista og skáld- skapar átti sér ból. í árdaga ríkti slanga yfir þessari hyggð, mikil og grimm, en guðinn réði henni bana sem betur fór; annars væri Útsýn varla með íslenzkan ferðamanna- hóp hér. Ég hafði heyrt, að í Delfi væri ekki ýkja mikið að sjá utan rústir, en mér fannst það heilt ævintýri að vitja þessa staðar. Ekki einungis það að verða ehn einu sinni vitni að forngrískri listmenn- ingu og fádæma smekkvísi, heldur að skynja anda slaðarins. Það ligg- ur eilthvað mikilvægt og stórkost- legt í loftinu, sem ekki er gott að lýsa; gæti kannski helzt jafnazt á við það, að koma til Þingvalla á bjartri vornótt, þegar roðar fyrir nýjum degi austan við Ármanns- fell og Skjaldbreið, en ekkert rýfur kyrrðina utan niður fossins og kvak fugla. A svara, færðu þeir honum fórnir; höfðu með sér fjársjóði og listmuni, Hingað koniu konungar með stór- pólitísk vandamál, fulltrúar borg- rikja að fræðast um það, livort ráð- legt væri að láta til skarar skríða gegn einhverju öðru ríki, eða hvort betra væri að bíða átekta. Og Pétur og Páll, þessir venjulegu hversdags- menn, þeir komu með sínar áhyggj- ur og fórnargjafir. Þeir spurðu guð ljössins, hvort þeir ættu nú að kaupa þrælinn þann arna, scm þeim hafði verið boðinn, hvort mærin sú hin um stund við hljóðar liugleiðingar; spakmæli og hollar ráðleggingar voru skráðar með gullnu letri á veggi. Eins og til dæmis: „Þekktu sjálfan þig“, „Hóf er bezt í öllu“. Nú er það nokkurnveginn víst, að prestarnir hafa sjálfir samið svör- in. Það voru lífsr.eyndir menn og sálfróðir, sem þekktu vandamálin, hvort heldur þau voru stjórnmála- legs eðlis eða óvissa um trvggð eiginkonunnar. Þeir sneru málinu ævinlega til betri vegar, léttu byrð- ar samvizkunnar og hjálpuðu mönn- fagra, sem þeir höfðu fellt hug til,a,um að öðlast sætt við guði sína og væri hin cina rétta, eða til þess að««!Sálarró. Þeir héldu spjáldskrá yfir fá svar við nagandi grunsemd umj„menn, spurningar og svör. Þegar ótryggð eiginkonunnar og ætterni^maður kom að spyrja guðinn í ann- ■þess fósturs, sem hún bar undirað sinn, þá gátu þeir flett uppá fyrri belti. Það gat jafnvel orðið enn ris- spurningu hans. Og fyrir manninn lægra. Einn lnngt að kominn maður var það auðvitað óvggjandi sönnun spurði guðinn: „Hver er það sem ■ guðlegrar handleiðslu að fá stal sænginni minni og lcoddanum?“ Að eltki sé talað um það, þegar teikn sáust á himni. Þá var nú eins gott að sendiboðinn væri ekki lengi til Delfi. PPOLLON, sá sæli guð, hann veitti mönnum innsýn í það ókomna á þessum stað. Tal- aði gegnum kvenprest, sem kölluð var völva. Hún sat á stóli við flúraðan stein á þeim punkti, sem ernirnir tveir höfðu V ÖLVAN sat i sérstöku her- bergi neðar megingólfi hofs- ins, en venjulegir, dauðle'gir menn, fengu ekki að spyrja hana beint. Fjöldi musteris- presta hafði milligöngu; fyrir mátt lærdóms þeirra og reynslu átþi þeir einir að geta túlkað loðin svör völvunnar. En þeir sem komu með vandamálin á herðunum, þeir byrj- uðu á ])ví að þvo sér í Kástalíu- mætzt; féll í trans og mælti sam-[. álindinni undir bjarginu mikla. Sið- liengislaus orð af munni. Til þessj Jan afhcntu þeir gjafir sínar og gengu að milda skap guðsins til skírrat3inn í forsal hofsins. Þar voru þeir na- kvæmlega eins orðað svar og fyrir mörgum árum. Prestar Appollons- hofsins kunnu allt um hernað og stjórnmálaástand uppá sina tíu fing- ur. Þeir höfðu jafnvel fulltrúa á mikilvægum stöðum til þess að fá fréttir um allar breytingar í tíma. Eina meginreglu höfðu þeir i póli- tískum efnum: Þeir héldu alltaf með þeim aðila, sem sterkari virtist. Og ])að var vitaskuld oftast rétt. En einu sinni brást þeim hrapalega spá- dómsgáfan. Það var þegar Persar réðust á Grikki. Þeim kom ekki til hugar, að smáþjóð réði við heims- veldi, grátl fyrir járnum. Og þcgar Persar voru lagðir á flótta til síns heima, þá sneru prestarnir blaðinu við og sögðu guðina skyndilega hafa breytt um ákvörðun. Þrátt fvrir allt væri sigurinn véfréttinni að þakka. Annars virtist það ekki hafa svo mikið að segja þó þeim skjátlaðist. Það var þá ævinlega lagt út á þann veg, að svnrið hefði ekki verið túlk- að á réttan veg. Þvi svörin voru mjög torræð; oftast gat tvennt kom- ið til greina. Frægt er svar prest- anna í Delfi, þegar Krösus konung- ur í Litlu Asíu hugði á landvinn- inga í Persiu. Ilann kom með stærstu gjafir, sem nokkurntíma höfðu bor- izt, heil ljón úr gulli; og nú vildi hann hafa allt á hreinu; hvort hon- uin væri óhætt að fara í stríð við Persa. Svarið hljóðaði þannig: „Þegar Krösus fer yfir fljótið Halys, mun stórt ríki líða undir lok.“ Krösus var ekki i neinum vafa eftir þetta svar. Hann hélt með her sinn yfir fljótið Halys, sein skildi ríki hans frá löndum Pcrsa, en beið al- gjöran ósigur og það var ríki hans sjálfs, sem leið undir lok. ELFI var þjóðareign Grikkja og það, sem hélt þeim sam- an í stöðugum erjum og ó- friði innbyrðis. Óvinir gátu setið hlið við hlið í Delfi; þar var öll misklíð ósæmileg, slik var helgi staðarins. íþróttir og leik- list skipuðu lika háan sess. Appollon var heiðraður með listrænni sam- keppni um skáldskap og Ijóðalestur og iþróttamenn dvöldust í mánuð í Delfi við æfingar fyrir keppni. Þetta var afar fínt og eftirsóknarvert fyrir litleiida höfðingja að eiga ein- livern þátt í menningunni. Þegar hofin hrundu í jarðskjálfta, þá komu Framhald á bls. 51. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.