Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 18
4. kajli. „Háttvirtu kviðdómendur!“ — Þannig hóf saksóknari Michigans- ríkis mál sitt. „Ákærður í máli þessu er ásalcaður um alvarlegan glæp — en það eru holdleg mök við stúlku innan sextán ára. Um- ræddur glæpur var framinn í Det- roitborg siðastliðinn febrúar, gagn- vart Bernice Bickle —- lítilli stúlku, ekki kominni af harnsaldri. Eins og þið sjáið er Bernice fall- eg stúlka. Við vitum, að prins Michacl hitti hana fyrst þegar hún spilaði á pianó og söng við safn- aðarsamkomu á heimili frænda hennar i Sarnia. Þegar hinn síð- hærði, skeggjaði prins sá kvenleg- an vöxt hennar, rauðar varirnar og stór, blá augun, vaknaði girnd hans og hann byrjaði strax að leggja á ráðin um að ná henni á sitt vald“. Ben Purnell horfði ánægður á saksóknarann — siðasti hluti sam- særis hans gegn ísraelsforingjan- um var i góðum höndum. Dagblöð- in höfðu bent á, að jjetta væri fyrsta stórmál saksóknarans, en hann var aðstoðarsaksóknari. Að minnsta kosti var þetta í fyrsta skipti, að hann flutti mál á móti þetta frægum málflutningsmanni sem John Atkinson var. Aðaisak- sóknarinn fylgdist með og var reiðubúinn að gripa inn i hvenær sem þörf gerðist. Oscar Springer benti á, að það hefði verið prins Michael, sein knúði fram kynni — að Bernice hefði, eftir því sem hún segir í eið- svörnum vitnisburði, alltaf litið á hann sem svikara og einkennileg- an, gamlan mann. Springer sagði frá bréfunum, sem Mills liafði rit- að foreldrum hennar, peningunum, sem hann hafði senl i jieim tilgangi lg VIKAN að múta þeim til þess að flytja til Detroit. Hann benti á, að á öllum bréfum prinsins frá þessum tímum mætti finna nafn Bernice, og sýndi það, að hann hefði ekki getað um annað liugsað. Hann liélt áfram að segja frá og kom svo að því, hvern- ig hann hafði á marga vegu reynt að hafa áhrif á hana, áður en til þess kom, að hann náði henni á sitt vaid. „Hann sagði henni, að liann yrði að sá sæði í líkama hennar, til þess að reka út allt illt. Hún neitaði því. Hann spurði, hvort hún ætlaði ekki að hlýða honum. Nei, sagði hún grátandi, ekki á þennan hátt. Hann rauk upp og sagði, að Guð tæki að- eins á móti hlýðnu fólki. Næsta kvöld las hann úr biblíunni og lielgiritum safnaðarins fyrir hana. Hann sagði henni, að hann væri hreinn, og jieim, sem hreinir væru, væru allir hlutir hreinir. Hann spurði hana þá, hvort hún væri ekki að striða sér og dró upp náttkjól- inn hennar, en hún dró hann aítur niður. Þessi þrjátiu og fimm ára gamli maður hélt þessu áfram, þar til fimmtán ára stúlkan gat ekki veitt viðnám lengur. Auðvitað voru samfarir sársauka- fullar fyrir svona unga stúlku. Þeg- ar hún veinaði og kveinkaði sér, skipaði hann henni að þegja og sagði henni, að þetta væri aðeins sárt í fyrsta skipti, eftir það mundi það veita henni ánægju. Á eftir sagði liún grátandi, að sér blæddi — og hverju svaraði Jiessi göfugi prins? Lofaður sé Guð, sagði hann, því að sé engu blóði úthellt fæst engin fyrirgefning syndanna. íig dvel svona við þetta atriði, vegna Jiess, að þessi orð hans sanna það, að Bernice Bickle var óflekk- uð og saklaus, þegar hún féll i hendur Jiessa villimanns. Vísindamenn segja okkur, að við getum ekki náð nema helmings hitaorku úr við og kolum, hinn helmingurinn tapist í ösku og gufi upp í reyk. Þannig er það með glæpamenn. Margir Jieirra sleppa með liví að hengja sig í einhverja lagakróka. Enginn iögfræðingur í öllu Michiganríki er snjaltari en liinn frægi Atkinson við að grafa upp slíka króka. Þess vegna verð ég að biðja ykkur, heiðruðu kviðdóm- endur, að taka vel eftir Jieim sönn- unum, sem hér koma fram, og styðj- ast eingöngu við þær i dómi ykk- ar. Þökk fyrir“. Hann sneri sér að dómaranum, Edward D. Kinne. Svo var Bernice Bickle kölluð upp. Ben Purnell horfði á stúlkuna taka sér sæti, og hann gat vel skil- ið freistingar prinsins. Hún var óstyrk og endurtók eiðinn lágri röddu. Varir hennar voru ekki rauðar og freistandi núna eins og Springer hafði lýst þeim rétt áðan. Þær voru gráhvítar og samanpress- aðar, en augu hennar voru sannar- lega stór og blá, og vöxtur hennar minnti ekkert á barn. „Ilve gömul ertu, Bernice? spurði saksóknarinn vingjarnlega. „Fimmtán ára“. Hún talaði mjög lágt. „Hvenær hittirðu ákærða, Mic- hael Mills fyrst?“ „Það var í síðastliðnum nóvem- bermánuði“. „Hvar hittirðu hann?“ „Það var í húsi frænda míns“. „Ég ætla að lesa upp fyrir ])ig byrjun á bréfi og vita hvort þú kannast við það: Kæra Bernice, komdu til mín. Hinn lifandi Guð Abrahams, ísaks og Jakobs skipar þér að koma og verða tákn hlýðn- innar hjá Michael, syni sínum“. „Þetta er úr bréfi til mín“. „Skrifaði liann einnig foreldrum þínum?“ „Já“. „Voru foreldrar þínir fylgismenn Michael Mills?“ „Þeir voru ísraeismenn. Hann var prinsinn. Þau sýndu mér hvar stóð í biblíunni, að prins, sem héti Michael mundi risa upp meðal ísraelsmanna og leiða liá i gegn- um alla erfiðleika“. „Það stendur í tólfta kafla Dan- ielsbókar, er það ekki?“ „Ég man Jiað ekki“. „Fóru foreldrar þínir svo með þig til Detroit?“ „Þau seldu húsið sitt og fluttu þangað“. „Attir Jjú heima lijá þeim Jiar?“ „Nei, Jjau leigðu sér liús, en ég var send til prins Michaels“. „í húsið á Hamlin Avenue þrjá- tíu og sjö“. „Já, hann sagði að ég ætti að eiga þar lieima og verða tíunda táknið í Guðshöfðinu“. „Einmitt Jiað. Og hve mörg tákn áttu heima Jiarna lijá honum, Jieg- ar jsú komst?“ „Ég mótmæli Jiessari spurningu!" hrópaði Atkinson i réttlátri reiði og reis á fætur. „Orðavalið er lcomið frá prins Michael, en ckki mér, en það er sjálfsagt að draga spurninguna til baka“. Oscar Springer yppti öxl- um. „Hverjar voru Jiarna fyrir utan Jiig, Bernice?“ „Það . . . það var frú Mills og Eliza Court“. Hún taldi á fingrum sér til J)ess að reyna að rifja það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.