Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 19
— Hann horfði á stúlkuna taka sér sæti, og hann gat vel skilið freistingar prinsins. Hún var óstyrk og end- urtók eiðinn lágri röddu. Yarir hennar voru ekki rauð- ar og freistandi núna eins og Springer hafði lýst þeim rétt áðan. Þær voru gráhvítar og samanpressaðar, en augu hennar voru sannarlega stór og blá, og vöxtur „Hafði hann mök við þig eftir þetta?“ „Já“. „Og síðan hefurðu verið í gœzlu lögreglunnar, en nú œtla ég að sýna þér tvœr játningar, og spyr þig, hvort þú hafir skrifað þær af frjáls- um vilja og undirritað þær án þess að nokkur liafi haft áhrif á þig?“ „Já, það er rétt“. „Yðar náð, þessar tvær skýrslur legg ég þá fram sem sönnunargögn. Atkinson stóð upp og gaf sér góð- an tíma til að lesa þær, meðan stúlkan beið óttaslegin i vitnastúk- unni. Frá sæti sínu á öðrum bekk hennar minnti ekkert á barn. EFTIR ANTHONY STERLING upp. „Svo var May Webster og Mary Ellen Rowlinson, Carrie Ben- dry, Emma Butler og Alice Court. Það Voru ekki fleiri, lieid ég“. „Iíve mörg rúm voru í húsinu?“ „Fjögur“. „Aðeins fjögur? Var hvert þeirra í sér lierbergi?“ „Já“. „Hvar svafstu fyrstu nóttina?“ „Hjá frú Mills og May Webster“. „Og þá næstu?“ „Þá svaf ég hjá Mary Ellen Row- linson“. „En þar á eftir?“ „Þá var ég send til lierbergis prins Micliaels“. „Var hann þar sjálfur?“ „Ekki þegar ég kom inn. Ég fór snemma að hátta og svo kom hann inn og settist á rúmstokkinn“. „Hvað sagði hann við þig?“ „Hann talaði um hljómlist og ýmsa aðra hluti“. „Hvað gerði hann svo?“ „Hann háttaði og kom upp i rúmið“. „Sagði hann eitthvað um djöful- inn i það sinn?“ „Mótmæli þessu“, hrópaði Atlcin- son aftur. Dómarinn leyfði Springer að halda áfram og hann spurði sömu spurningar aftur. „Hann sagði, að djöfullinn sáði illu, en Mannsins sonur hinu góða sæði“. „Mannsins sonur?“ „Hann sagðist vera það, og hann hefði orðið hreinn af eldinum, sem kom úr höndum hans og hári“. „Hverju svaraðir þú?“ „Ég neitaði því“. „Hvers vegna?“ „Mótmæli!“ Enn var Atkinson risinn á fætur, en svo hélt yfir- heyrslan áfram. Springer spurði hana, hvers vegna hún hefði neit- að og liún sagðist ekki hafa skilið þetta og ekkert viljað með hann liafa. Hún skýrði frá því, að hún hefði átt að tákna hlýðni og að hann hefði krafizt þess, að hún hlýddi honum i öllu. Loks kom að því, að liún fór að segja frá næsta kvöldi, sem hún var látin fara til herbergis prinsins, þann tuttug- asta og fyrsta febrúar, hvernig hann hefði háttað í miðju og Eliza Court til hinnar handar, og að hann hefði sagt, að lnin liefði smitazl af illu á því að sofa hjá frú Mills, og að hann þyrfti að lireinsa það. Hvernig systir Eiza liefði svo yfir- gefið herbergið og loks hvernig hann hefði náð valdi á henni. „Ég sagði honum að gera það ekki!“ Tclpan var farin að gráta. „Ég sagði honum að hætta!“ „Aðeins örfáar spurningar í við- bót, Bernice“, sagði saksóknarinn róandi. „Varstu hrein mey fram að þessu kvöldi?“ „Já“. „Hafðirðu aldrei liaft mök við karlmann áður?“ Springer endur- tók spurninguna, til þess að undir- strika þetta greinilega. „Nei“. „Sagði ákærði sjálfur við þig, að það væri hægt að þekkja óspjallaða mey á meyjarhimnunni, og þín himna hefði aldrei verið rofin?“ „Já“. „Kallaðirðu á hjálp, þegar hann særði þig?“ „Ég þorði það ekki. Ég var lirædd um að liann mundi drepa mig. Hann sagði, að ég yrði að velja líf eða dauða. Hann sagði, að Guð vildi aðeins hlýðið fólk, en aðrir yrðu brenndir lifandi“. horfði Ben Purnell athugulum aug- um á verjandann. Hann liafði séð þennan fræga glæpamálalögfræð- ing nokkrum sinnum áður, hafði meira að segja talað við hann og boðizt til að verða vitni í málinu, að bera Mills góðan vitnisburð. En lögfræðingurinn var skarpskyggn maður, það hafði Ben þá séð. Lög- fræðingurinn hafði samstundis gert sér ljóst, að þessum rauðhærða og alltof einlæga náunga væri ekki hægt að treysta, og tók ekki tilboði hans. „Hver bað þig að skrifa þennan framburð, Bernice?" spurði Atkin- son og rödd hans var bliðleg og ísmeygileg. „Ég sagði hinum stúlkunum frá þessu og þær sögðu mér, að bezt væri að ég skrifaði þetta sjálf nið- ur“. „Heyrðu, Beruice, undirskrifað- irðu ekki aðra skýrslu einhvern tíma áður en þessar tvær?“ „Aðra? Ó . . . jú“. „Yðar náð“, sagði lögfræðingur- inn og sneri séð að dómaranum. „Ég vil fara fram á það, að sú skýrsla verði einnig lögð fyrir rétt- inn“. Oscar Springer reis á fætur. „Það er velkomið, yðar náð, liún getur legið frammi sem sönnunargagn, þ. e. a. s. þannig, að vitnið verði yfirheyrt um efni liennar“. Hann rétli Atkinson blaðið og hann las það vandlega. „Skrifaðir þú þetta, Bernice?“ spurði liann loks mjúkmáll. „Já“. „Ilefur þú undirskrifað það?“ „Já“. „Þá lítur út fyrir, að þú liafir gjörbreytt framburði þinum frá þvi að þú komst á Woodbridgestöðina. í upphafi sórstu, að ekkert hefði verið á milli þín og ákærða“. „Prins Michael sagði mér að gera það. Hann sagði, að eiður væri einskis virði, þvi að hann væri eins og kaþólskur prestur og gæti komið því í kring við Guð, að það gerði ekkert til, þótt eiðurinn væri rangur“. Atkinson sneri sér að Springer. „Þér megið spyrja“, sagði hann og snerist á hæli og gekk bratt í sæti sitt. Þelta kom eins og þruma úr heið- skíru lofti — saksóknarinn, kvið- dómendur og allir áheyrendur voru sem steini lostnir. Ben Purnell teygði sig upp lil að liorfa á lög- fræðinginn. Það, að Atkinson skyldi hætta yfirheyrzlunni á þetta ó- heppilegu stigi fyrir andstæðing- inn — án þess að gera tilraun til þess að lirekja fullyrðingu stúlk- unnar — var óskiljanlegt. Eitthvað hlaut að vera á seyði. Oscar Springer byrjaði varfærn- islega að spyrja Bernice. „Bernice, í fyrstu neitaðirðu, að nokkuð rangt hefði farið þér og prins Michael á milli, og nú seg- irðu, að það liafi verið vegna þess, að Mills hafi sagt, að hann skyldi sjá fil þess að Guð tæki ekki eið- inn alvarlega. En segðu mér, var nokkur önnur ástæða til þess, að þú neitaðir þvi að liafa liaft mök við hann?“ „Iiann sagðist mundi setja á mig handjárn og loka mig inni, eins og hann hafði gert við frú Mills ein- hvern tima“. „Einmitt það. Verjandi ákærða gaf það i skyn, að einhver hefði fengið þig til þess að skrifa seinni skýrslurnar, meðan þú varst á Woodbridgestöðinni. Er það rétt, að einhver liafi bcðið þig að bera eitthvað fram þar, sem ekki var sannleikanum samkvæmt". „Nei“. „Þökk fyrir. Ég hcf ekki fleiri spurningar". „Bíddu andartak, stúlka min!“ John Atkinson stóð snögglega upp og gekk að vifnastúkunni og stanz- aði Bernice, sem var að yfirgefa hana. Nú hafði rödd hans gjör- breytzt. Hún var hörð og beitt eins og svipuhögg. „Þú hefur nefnt það, og saksókn- arinn endurtekið það, að prins Miehael hafi litið á sig sem nokk- urs konar kaþólskan prest og skrif- stofu sína sem skriftastól. Kom það fyrir, að þú skriftaðir þarna hjá ísraelsmönnum, eins og kaþólskir menn gera?“ „Já“ sagði stúlkan og vissi ekki hver tilgangur hans var. „ Er það ekki rétt, að það sé siður, að skrifa lista yfir syndir sínar, áður en gengið er í söfnuð- inn, eða a. m. k. áður en komið er til dvalar í Guðshúsinu?“ Bernice gat ekkert sagt, en kink- aði þegjandi kolli. „Svarið, stúlka min“ sagði dóm- arinn. „Já“. Rödd hennar skalf. „Jæja, Bernice, er það ekki rétt, að þegar þú játaðir syndir þínar i upphafi, liafirðu játað að liafa, eins og þú kallar það, „gert ljótt“ með tveimur karlmönnum.“ Stúlkan gat ekki svarað. Hún var ráðalaus eins og lnin hefði festst i gildru. „Játaðirðu ekki, að hafa haft sam- band við tvo karlmenn, áður en þú komst til Detroit?“ Stúlkan grét nú ofsalega og stundi upp játningu. „Svo að þú laugst.“ Stúlkan kipptist við hvert orð hans. „Svo að þú varst alls ekki óspjölluð, þegar þú komst í hús Mills.“ „Ég veit það ekki,“ stamaði stúlkan. „Ég veit það ekki.“ „Yðar náð.“ Springer saksókn- Framhald á bls. 41. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.