Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 20
KARTÖFLURÉTTIR Matur og matartilbúningur - eftir Guðríði Gísladóttur. , s/ i - 'VS'; : m ;oi»; mt, i--- i mni S?i®ll * i VWM& Kartöflur. Kannski veitir einhverjum ekki af að spara svolítiö í janúar, eða hvað? Þá væri rétt að nota kartöflurnar með meiri til- breytni en venjulega og drýgja með þvi annan mat. Fyrst eru hér G ráð um það, hvernig hægt er að nota kartöflur sem bezt. 1. Fyrsta skilyrðið til að þær verði góðar, ef þær eru soðnar, er að sjóða þær með hýðinu, því þá verða þær þurrari og halda í sér öllum bætiefnum. En það þarf varla að taka það> fram, því að hér á Jandi er það langaJgengasta aðferðin við suðu. En eftir að þær cru soðnar, á að liella strax af þeim og láta gufuna rjúka alveg úr þeim, og það má ekki kæla þær með því að stinga þeim undir kalt vatn, ef þær cru óþægilega heitar til að flysja. Þær eiga að vera vel þurrar, þegar þær eru flysjaðar. 2. Þó að sama stærð af kartöflum eigi að vera í hverjum poka, ef þær eru flokk- aðar, eins og hér í Reykjavik, er ekki hægt að treysta því. En sjálfur getur maður valið úr jafnstórar kartöflur i pottinn í hvert sinn og sparað með því rafmagn, þannig að þær soðni allar jafn- fljótt og ekki þurfi að bíða í tiu mínútur eftir einni stórri. 3. Eeitið vel að heppilegu áhaldi til að merja kartöflur með. Ýmsar gerðir fást í húðunum og léttir það verkið ótrúlega mikið. 4. Leifar af mörðum kartöflum, kar- töflumósi, eru ágætar til þess að jafna upp sósur og súpur. 5. Rifin hrá kartafla gerir gott bragð af grænmetissalati. G Rúgbrauðssneið með smjöri er ágæt með köldum kartöflusneiðum ofan á, ef persilju, dili, eða púrru er stráð þar yfir. Marðar kartöflur. 500 gr. ikartöflur, 4 dl. nijólk, 50 gr. smjörlíki, 1 tesk. salt. Kartöflurnar eru flysjaðar áður en þær eru soðnar og síðan marðar. Mjólkin sjóð- Jiituð og kartöflurnar, sem ekki mega kólna á meðan, þeyttar með henni og smjöriíkinu. Saltaðar og bornar fram vel heitar. Rakaðar kartöflur. 4 mjög stórar kartöflur eða 500 gr., 1 matsk. gróft salt, 25 gr. smjör, 1 knippi persiija. Kartöflurnar hurstaðar þar til þær eru vel lireinar og síðan þurrkaðar vel með klút. Stungið nokkrum sinnum í þær með gaffli og settar á rist í steikarplötu inn í ofn og bakaðar við góðan hita þar til þær eru meyrar, eða í u. þ. b. klukku- tíma. Þá er skorinn kross í þær að ofan og smjörbiti og persilja sett í opið. Pommes sautées. 500 gr. smáar kartöflur, 50 gr. smjör. Kartöflurnar soðnar og flysjaðar og síðan hristar í potti í bráðnu smjöri og látnar aðeins brúnast, mjög Ijósbrúnar. Pommes frites. 500 gr. stórar kartöflur, olía eða jurta- feiti, saR. Kartöflurnar eru þvegnar, flysjaðar og ])urrkaðar mjög vel, siðan skornar í sneið- ar eða litlar lengjur, ca. 4 cm. langar. Feitin hituð í járnpotti án loks og þegar liún er mjög heit (sýður í kringum eld- spýtu) eru kartöfiurnar settar ofan í, ekki of mikið í einu, og soðnar þar til þær eru ljósbrúnar. Teknar upp með gataslceið og iagðar á þykkan pappír, og síðan helzt strax á liorðið. Venjutegt heitt kartöflusalat. 500 gr. soðnar kartöflur (mega elcki vera lausar í sér), 1 stór laukur, 50 gr. smjörlíki, 3 matsk. edik, salt, syk- ur, pipar, púrra eða persilja. Soðnu kartöflurnar skornar í sneiðar og laukurinn slcorinn og soðinn i smjör- likinu, edikinu og kryddinu þar til hann er meyr. Þá eru kartöflusneiðarnar sett- ar út í og látnar gegnliitna, en ekki soðna. Það verður að snúa þeim varlega, svo að þær detti ekki í sundur. Persilju stráð yfir. Fínt kalt kartöflusalat. 500 gr. soðnar, flysjaðar lcartöflur, 1 stór laukur, 3 matsk. rauðvín, 1 tsk. salt, Vi tsk. pipar, 2 matsk. olía, 1 matsk. edilc, 50 gr. saxaður kerfill. Kartöflurnar eru skornar í sneiðar og blandað í liaklcaðan laukinn og rauðvín- inu hellt yfir. Hrært varlega i þar til kartöflurnar hafa sogið i sig rauðvínið og orðnar rauðleitar. Þá er salti, pipar, olíu og ediki blandað saman og hellt yfir. Kerflinum stráð yfir. Kartöflubúðingur með sveppasósu. Ca. 400 gr. soðnar kartoflur, 25 gr. Jiveiti, 1 egg, 1 laukur, % tsk. salt, svolítið af pipar, 25 gr. smjörliki. í sósuna fer: 150 gr. sveppir, 15 gr. Framhald á bls. 52. 20 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.