Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 35
Poirot sagði vingjarnlega: „Yður hefur ekki, býst ég við, verið sérstaklega vel við hr. Ger- vase Chevenix-Gore?“ Burrows roðnaði. „Jú, jú, mér var það. Að minnsta kosti —- ja, allt þess konar kemur manni hálf hlægilega fyrir sjónir á vorum dögum.“ „Allt þess konar hvað?“ spurði Poirot. „Ja, þetta aðalsskipulag, ef ég má svo segja. Þessi forfeðradýrkun og ættardramb. Hr. Gervase var að mörgu leyti mjög fær maður, og hafði lifað ævintýralífi, en hann hefði verið miklu skemmtilegri, ef hann hefði ekki verið svona alger- lega niðursokkinn í sjálfan sig og sjálfselsku sína.“ „Var dóttir hans sammála yður í þessu?“ Burrows roðnaði aftur — og í þetta sinn svo að um munaði. „Mér er nær að halda,“ sagði hann, „að ungfrú Chevenix-Gore hafi í öllu nútíma hugsunarhátt! Að sjálfsögðu mundi ég ekki fara að rökræða við hana um föður hennar." „En nútímafólkið rökræðir sann- arlega föður sinn heilmikið,“ sagði Poirot. Það er fullkomlega í sam- ræmi við nútíma hugsunarhátt að gagnrýna foreldra sína!“ Burrows yppti öxlum. Riddle majór spurði nú: „Og það var ekkert annað — engar aðrar fjárhagsáhyggjur? Hr. Gervase hefur aldrei minnzt á að hafa verið beittur svikum?“ „Beittur svikum?" endurtók Burr- ows undrandi. „Nei, nei.“ „Og þér sjálfur áttuð ekki í nein- um deilum við hann?“ „Vissulega ekki. Hví þá það?“ „Ég er að spyrja yður, hr. Burr- ows.“ Ungi maðurinn varð sneyptur á svip. „Okkur kom ágætlega saman." „Vissuð þér, að hr. Gervase hafði skrifað hr. Poirot og beðið hann að koma hingað. „Nei.“ „Skrifaði hr. Gervase venjulega bréf sín sjálfur?“ „Nei, hann las mér þau fyrir því nær alltaf.“ „En í þetta sinn gerði hann það ekki?“ Hún bar nokkrar hálsfestar, sem hringlaði ofurlítið í, um leið og hún fékk sér sæti. Hún leit spyrjandi af einum manninum á annan. um. „Á,“ sagði hann. „Svo að yður fannst það? Að hann væri í góðu skapi út af einhverju. Og samt, ekki mjög löngu síðar skýtur hann sig. Skrýtið það.“ Godfrey Burrows yppti öxlum. „Ég er aðeins að skýra frá því, hvernig hann kom mér fyrir sjónir." „Já, já, og það er mjög mikilvægt. Þegar allt kemur til alls, þá eruð þér sennilega einn þeirra, sem síðast sáu hr. Gervase á lífi.“ „Snell var sá, sem síðast sá hann.“ „Síðastur að sjá hann, en ekki að tala við hann.“ Burrows svaraði ekki. „Hvað var klukkan, þegar þér fór- uð upp til þess að hafa fataskipti?“ „Um það bil fimm mínútur yfir sjö.“ „Hvað var hr. Gervase að gera?“ „Ég skildi við hann í skrifstof- unni.“ „Hvað var hann venjulega lengi að skipta um föt?“ „Hann tók sér venjulega fulla þrjá stundarfjórðunga til þess.“ „Fyrst miðdegisverðurinn átti að vera stundarfjórðung yfir átta, þá hefur hann að líkindum farið upp klukkan hálf átta í síðasta lagi.“ „Mjög líklegt." „Þér sjálfur fóruð snemma að skipta?“ SAKAMÁ14SAGA EFTIR AGATHA CIIRISTIE ft/flUvV 5. HLUTI MANNS SPEGILL „Nei.“ „Hvers vegna haldið þér, að hann hafi ekki gert það?“ „Ég hef ekki hugmynd um það.“ „Þér getið ekki gizkað á neina ástæðu til þess, að hann skyldi skrifa einmitt það bréf sjálfur?" „Nei, ég get það ekki.“ „Það er svo.“ sagði Riddle majór, og svo bætti hann við blíðlega: „Fremur undarlegt það. Hvenær sáuð þér hr. Gervase síðast?“ „Rétt áður en ég hafði fataskipti fyrir miðdegisverðinn. Ég færði hon- um nokkur bréf til undirskriftar." „Hvernig lá á honum þá?“ „Alveg eins og venjulega, Satt að segja fannst mér hann venju frem- ur ánægður með sjálfan sig út af einhverju." Poorot hreyfði sig svolítið í stóln- „Já, mér þótti réttast að hafa fataskipti og fara síðan niður í bóka- herbergið og leita að upplýsingum, sem mig vantaði." Poirot kinkaði kolli hugsandi. „Jæja,“ sagði Riddle majór, „þá held ég að þetta sé nóg í bili. Viljið þér senda ungfrú Hvað-hún-heitir- aftur hingað.“ Ungfrú Lingard litla kom því nær samstundis trítlandi inn. Hún bar nokkrar hálsfestar sem hringlaði ofurlítið í um leið og hún fékk sér sæti og leit spyrjandi af öðrum manninum á hinn. Þetta er allt mjög —e-e — sorg- legt, ungfrú Lingard,“ hóf Riddle majór máls. „Sannarlega mjög sorglegt,“ sagði ungfrú Lingard hátíðlega. „Þér komuð hér á heimilið, hve- nær?“ „Fyrir um það bil tveimur mán- uðum. Hr. Gervase skrifaði vini sín- um við Brezka Safnið — það var Foteringway ofursti — og Fother- ingway mælti með mér. Ég hef fengizt all mikið við sögulegar rann- sóknir.“ „Fannst yður erfitt að starfa fyrir hr. Gervase?“ „Nei, vissulega ekki. Auðvitað varð maður að fara svolitið vel að honum. En mér hefur alltaf fundizt þess þurfa við karlmenn." Riddle majór hefur víst fundizt, að nú væri ungfrú Lingard að fara vel að honum, en lét sem ekkert væri, og hélt áfram. „Starf yðar hér var að hjálpa hr. Gervase við bókina, sem hann var að skrifa?" „Já.“ „í hverju var það fólgið?“ Eitt andartak varð hún samúðar- full á svipinn. Augu hennar tindr- uðu þegar hún svaraði: „Ja, ég skal segja yður, að í raun og veru var það fólgið í því, að skrifa bókina! Ég leitaði uppi allar heimildir, ritaði athugasemdir og raðaði niður efninu. Og svo síðar yfirfór ég það, sem hr. Gervase hafði ritað.“ „Þér hljótið að hafa orðið að beita mikilli lagni ,ungfrú,“ sagði Poirot. „Lagni og festu. Maður þarf á hvoru tveggju að halda,“ sagði ung- frú Lingard. „Hr. Gervase hefur ekkert styggzt við — e-e — festu yðar?“ „Nei, alls ekki. Vitanlega gerði ég Framhald á bls. 52. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.