Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 45
þessum krökkum hans, þó ég fari ekki út um há nótt í sendiferðir fyrir hann“. Hún svaraði þessu engu, en leit dálítið undrandi á mig. ÞaS varð úr, að Dóra vakti Kára, og hann sótti meðulin. — Kannskc var það einmilt þessa nótt, sem Dóra ákvað að gera það, sem hún gerði seinna? Ég lief ekki spurt liana að því enn. Eftir fjóra daga var strákunum tiatnað og komnir aftur á barnaheimilið. Tveimur dögum seinna vrr Ing- er komin aftur. Dóra hafði fengið hana til að koma. Kári varð undr- andi, fyrst Iiélt ég að lvann væri orðlaus af gleði, en það hlaut að vera blandin gleði eftir allt, sem á undan var gengið. Að visu varð mikil breyting hjá okkur. In'ger og Kári gáfu strákunum nú að borða og höfðu ])á á nóttunni. Dóra varð að forðast að vera á vegi þeirra, af því að þeir voru svo hændir að henni ,að þeir tólai á sprett til hennar hvenær sem þeir sáu hana. Hún lagði sig alla fram að vera Inger lil hjálpar. Inger vann enn úti, hún vildi ckki sleppa vinnunni strax. Kári varð ekki mikið á vegi okkar heldur, við borðuðum á öðr- um tíma en þau. Samt varð Dóra oftast að klæfia strákana á morgn- ana og koma þeim á barnaheimilið, því fnger var svo morgunsvæf, að henni gafst ekki timi til þess. Ég var í sjöunda himni að liafa Dóru aftur fyrir mig cinan, samt komst ég ekki hjá að sjá, að allt var ekki eins og ég hafði vonað að það yrði hjá Inger og Kára. Inger leiddist þetta tilbreytingarlausa líf, þó fór liún oft út, en Kári fékkst ekki til að fara með henni. Hann gerði henni ekki Hfið léttbærara, þegar hún reifst við hann, anzaði hann henni alls ekki, en skipti sér þeim mun meira af strákunum. flann forðaðist Dóru, ég gat ekki betur séð, við mig talaði hann aðeins það nauðsynlegasta í sambandi við skólann og námið. Ég reyndi samt að gera mér engu rellu út af þessu öllu, en las eins og vitlaus maður, þvi ég var ákveðinn að ná góðu prófi. Svo var það dag einn, þegar ég kom úr skólanum, að liræðilegur hávaði frá litlu íbúðinni okkar óm- aði um allan stigaganginn. Ég heyrði strax, að það var Inger sem öskraði. Ég hugsaði: „Hún hlýtur að vera að rífa Kára í sig“. Annars var hún ekki vön að vera heima á þessum tíma dags, þá var hún i vinnunni. Ég flýtti mér samt upp, og hugsaði með mér, að ég skyhli þó að minnsta kosti þaggu niður í heni, þó að Kári væri ekki maður til þess. Við dyrnar stanz- aði ég, það gat ekki verið Kári, sem hún var að rifast við. „Þú hefur stolið honum frá mér og eyðilagt allt fyrir mér og mér, sem þykir svo vænt um hann“. Skræk röddin var með gráthljóði, svo öm- urlegt var á að hlusta. „Hann vill ekki hafa mig Icngur, ekki eftir að þú komst, ég veit að þetta er þér að kenna“. Ég stóð kyrr við dyrnar, nú hlaut Dóra að svara, ég liélt niður i mér andanum. Hún var ósköp róleg, þegar hún sagði: „Ég hef engu stolið, Inger min, það veiztu bezt sjálf. Ég elska eng- an nema Þórodd, það getur Iiver séð sem vill. Annars held ég ekki, að það sé endilega þér einni að kenna, hvernig gengur hjá ykkur“. Hún forðaðist að nefna nafnið hans, hugsaði ég beisklega. „Þú ert of ung til að geta verið móðir tveggja lítilla stráka og dugleg húsmóðir líka. Þú ert ó’ánægð með að binda þig, jafnvel þó að þér þyki vænt um þá“. Þá vissi ég það, hún elsk- aði engan nema mig. Ég opnaði hurðina og þá gaf á að líta, strák- arnir kjökrandi við borðið, ég hafði ekkert heyrt i þeim vegna hávaðans i Inger. Grautarsletlur voru allt í kringum Dóru og nokkr- ir diskar lágu hrotnir á gólfinu. „Hvað gengur hér á?“ varð mér að orði, þó augljóst væri hvað skeð hafði. Inger sat á stól og var nú farin að gráta. Hún hofði nýlega tekið upp á því að mála s;g alit- of mikið, til að fegra sig fyrir Kára, held íg. Núna var málningin og meikið runnið til á andlitinu, svo að ég var næstum farinn að hlægja mitt í þessum sorglegu aðstæð- um. Inger leil upp og öskraði: „Þessi hjákona þín er búin að stcla manninum frá mér“. Já, hún mundi núna vel, að Kári var mað- urinn hennar, en í vetur, þegar hún skihli hann eftir einan hjá strákunum, vildi hún ekkert við hann kannast. Áður en ég gat svar- að henni, hcyrðist reiðileg rödd frá dyrunum að herbergi þeirra. „Inger“. Við hrukkum öll við, börnin litu lika hræðslulega i átt til dyranna, Kári stóð þar blóð- rauður af reiði, hann hlaut að hafa heyrt það síðasta, sem luin sagði. „Komdu hingað inn til mín, en biddu Dóru afsökunar áður“, rödd- in var skipandi og liörð. Ég hafði aldrei séð hann slíkan og jafnvel mér stóð ógn af honum í þessum ham. Tnger lierti sig upp. „Ég bið ekki svona merar afsökunar á neinu“, sagði hún ögrandi. Áður en ég áttaði mig, var hann kominn að henni og sló hana þéttingsfast, svo buldi í, silt undir hvorn. Hún stóð grafkyrr andartak og ég bjóst við táraflóði, en hún livæsti að honum: „ Þetta skal ég launa þér“. Hún tók á rás og skellti hurðinni á eftir sér. Við heyrðum hlaupið hratt niður stigann. Dóra virtist fyrst átta sig, lnin teygði sig eftir diskum upp í skáp og jós graut á þá fyrir strákana. „Viljið þið ekki borða lika?“ spurði hún rólega. Kári sneri sér orðalaust við og fór inn í herbergi sitt. Seinna um kvöldið kom stúlka og sótli dótið hennar Ingerar, en sjálf lét hún ekki sjá sig. Kári hafði strákana á nóttunni og allt var eins og áður, nema nú reyndi Kári ekki að hitta Inger. Ég bjóst við að hann mundi óska eftir skiln- aði i vor. Dóra forðaðist að vera ein með Kára. Hann talaði svo sem ekki mikið við hana, en horfði þeim mun meira á hana. Einu sinni fannst mér sem Dóra væri óum- brcytanleg, því hún var alltaf svo róleg og í góðu skapi á hverju, sem á gekk, nú var hún svo þreytu- leg og vansæl, að það sást á and- Iiti hennar. Á nóttunni grét hún, þegar hún hélt að ég heyrði ekki til. Ég veit ekki, livort Kári sagði nokkurn tímann að hann elskaði liana, en þess háttar þarf ekki endi- lega að segja með orðum, það skilst án ]>ess. Baugarnir undir aiigunum sýndu lika, að Kári svaf ekki mikið um þessar mundir. Einu sinni rák- ust þau Kári hvort á annað í eld- húsinu og roðnuðu bæði upp i hársrætur. „Þetta er nú meira sam- anstuðið", sagði ég i grini og minntist þess ósjálfrátt um leið, að einu sinni hafði Kári roðnað svona fyrir löngu og einhver stclp- an sagt við hann: „Roðnar þú Vér bjóðum yður Helztu nýjungar: NÝTT GRILL, BETRA MIÐSTÖÐVARKERFI, NÝR FLAUTUHRINGUR, HÆRRI FRAMSTÓLAR, BETRA ÚTSÝNI ÖKUMANNS UM BAKRÚÐU, VARANLEG LOFTRÆSTING ÚR PLASTI, MEIRI HLJÓÐEINANGRUN, NÝTT LJÓS I FARANGURSGEYMSLU, NÝR KÍLÓMETRAMÆLIR, NÝIR LITIR (dökkblár og grænn). Kynuið yður Saab 96 hjá Söluumboðinu á Akureyri: JÓHANNES KRISTJÁNSSON H.F. og hjá einkaumboðsmönnum. SVEINH BJÖRNSSOM & (o. Hafnarstræti 22, sími 24204. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.