Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 48
RÆSZR H.F. SKÚLAGATA 5 9. og geri það fumlaust og örugglega, EF til óhapps kemur. Og hávaðinn var í raun og veru af því, a'ð Bragi Norðdahl harði báðum höndum i þilið aftan við stjórnklefann. Kennari þessa námskeiðs er Jón Stefánsson, flugvirki, sem á þess- ari æfingu lék vélamann. Rafn Sig- urvinsson heitir sá gráklæddi, liann er navro -— það er loftskeytamað- ur og fiugleiðsögumaður, og að- stoðarmaður Jóns á þessu nám- skeiði. Neyðarnámskeiðlið er fjölþætt. Fyrst er bókleg upprifjun. Þá er stillt um grunnkorti af viðkom- andi flugvéiartegund, og fluglið- arnir raða upp neyðartækjum og ■öðru slíku, og gengið er úr skugga um, að hver og einn viti upp á hár hvar allt er að finna. Þá er neyðar- æfing í flugvélarlíkaninu, áhöfnin er á sínum stað og nokkrir ieika farþega, einliver tekur að sér a'ð ákveða hvað kemur fyrir •— Rafn var siysarokkurinn að þessu sinni —- og gengið úr skugga um það, að áhöfnin sé nægilega fljót að gera allar varúðarráðstafanir. Og loks er björgunarbátaæfing, en frá henni verður sagt síðar. Við skuluin skreppa niður í búð- ir Flugfélags ísiands í Bændahöll- inni við Hagatorg og ræða við Jó- hann Gíslason, deildarstjóra í Flugrekstursdeild, um þessa flug- þjálfun, framkvæmd hennar og til- gang. — Við liöfum fiugþjálfun tvisvar á ári, segir Jóliann. Við höfum flugkennara fyrir hverja flugvélar- tegund, svokallaðan checkpilot, og fer hann með þá flugmenn, sem liafa flugstjórnarréttindi, prófar þá 48 VIKAN og kennir þeim. Sami maður fer með flugmönnunum yfir hið hók- lega, sem varðar flugtækni. Þá er farið yfir aðflugs- og brottflugs- kort frá ölium völlum, sem Flug- félagið flýgur á, og sömuleiðis alla varavelli. Einnig er farið yfir svo- kallað „holding pattern", það er biðfiug yfir viðkomandi völlum. Það er mjög áríðandi, að flugmenn- irnir kunni þetta á fingrum sér, og þessi upprifjun er aðeins til enn frekara öryggis. Þá er einnig farið yfir blindfiugstækin og önnur hjálp- artæki á flugi, yfirleitt rifjað upp ailt gamalt, hverju nafni sem það nefnist, og nýjungar iærðar um leið. Flugkennarinn fer yfir alla þá flugtækni, sem á við hverja flugvélartegund fyrir sig, svo sem hvað gera skal, ef einn eða fleiri lireyflar stöðvast, og gegur yfir- leitt úr skugga um, að aiiir viti hvað þeir eiga að gera og verka- skipting sé hröð og örugg. Ilann fer einnig með flugmönnunum á allar þeirra flugleiðir og atliugar, livort þeir fara eftir jiví, sem þeir hafa lært og æft. Þetta er kallað „Route check“. Eoks eru flugmennirnir þjálfáð- ir í svoköiluðu Linktæki. Ég veit ekki til, að yfir það sé neitt is- lenzkt orð, enda fellur linkið ágæt- lega í islenzkuna. Það er klefi, sem er útbúinn með öllum mæli- og stjórntækjum. Flugmennirnir eru lokaðir inni í því og látnir æfa biðfiug, aðflug og flugtak á ákveðna velli, og flugleið þeirra kemur fram á glerplötu. Síðan fara flugmenn- irnir yfir linkflugið með linkkenn- aranum. Þetta fáið þið að sjá næstu daga. Þið hafið verið viðstaddir neyð- aræfingu i flugvélarlíkaninu okkar úti á flugvelli. Það er mikið atriði, að allir séu vel með á nótunum, EF eitthvað kcmur fyrir, sem allir vona að ekki verði og vinna á móti, þvi ef brugðizt er rétt við vandanum, er oft hægt að draga úr hættunni. Auk æfinganna í flug- vélarlíkaninu eru æfingar á 'jörð- inni, bæði björgunarvestaæfingar i Sundhöllinni og í fyrra fórum við upp í fjöll og hver áhöfn hafðist við i sólarhring aðeins með þeim útbúnaði, sem er í flugvélunum. Við kennsluna höfum við tvo fastakennara, þá Jón Stefánsson flugvirkja, þann sem lék vélamann í neyðaræfingunni, sem þið voruð við, og Ásgrím Gunnarsson flug- virkja. Jón er reyndar skoðunar- maður líka, sérmenntaður í þeirri grein. Skoðunarmennirnir yfirfara viðgerðir, þegar 0ugvirkjlarnir hafa lokið þeim af, til þess að ganga úr skugga um, að allt sé i góðu lagi. Auk þessara tveggja höf- um við fjölda aukakennara, sigl- ingafræðinga, flugumferðarstjóra og þar fram eftir götunum, hver kennir í sinu fagi. Við höfum verið svo lánsamir að fá alltaf nægilegt fé til þessarar upprifjunar og þjálfunar, jiótt ekki sé alltaf hátt í kassanum. Núna erum við að undirbúa bók með spurningum um flug og allt því viðkomandi, sem hver flug- maður á síðan að svara. Síðan verður farið yfir svörin og athug- að, hvort eittlivað er rangt. Þeir mega gá í bækur og meira en það, þeir eiga að gera það. Þetta er einmitt gert til jiess, að flugmenn- irnir kunni að fletta upp í bókun- um sínum. Þessar spurningar eru m. a. teknar upp úr prófum frá SAS og BEA, ef maður má þá minn- ast á það ágæta flugfélag SAS. Þið spyrjið um hve fjölmennar áhafnir séu á vélunum. Á DC6 eru 7 í áhöfn, á litlu vélunum, DC3, eru 3 og á Viseount vélunum eru 5. Þar gegna flugmennirnir líka vélamannsstarfi, fyrst fóru' þeir á sérstakan skóla í Englandi til þess, en nú læra þeir hér heima. Alls eigum við 18 áhafnir á 9 vélar.. Áður en við yfirgefum Bænda- höllina að þessu sinni, lítum við inn í næsta herbergi, þar sem Skúli Magnússon flugmaður er að rifja upp biðflug, aðflug og flug- tak frá ýmsum flugvöllum, ásamt starfsbræðrum sínum. Þeir varjia mynd af korti yfir viðkomandi flugvelli á tjald i öðrum enda her- bergisins, og á þessu korti eru ýmis strik og hringir, sem leikmenn botna ekkert i, og þegar Skúli fer að tala um liólding og vióar og æjóless og reit og bikoninn og frí- kvensa, og guð má vita hvað og hvað, forðum við okkur út úr her- berginu, áður en við fáum yfir höfuðið af jiessum undarlega tals- máta, en flugmennirnir sitja keikir undir og leggja orð i belg við og við. Við „stollum“ niður og göng- um út fram hjá starfsmönnum Flug- lelagsins, sem bíða eftir púll öpp með lyftunni og tökum stefnuna á BSR bikoninn við Hringbraut . . . í næsta blaði förum við með Viscount í æfingaflug og gríjmm sjálfir í stýri! — sh. K. M. tók allar myndirnar, sem fylgja þessari grein, nema af björg- unarbátaæfingunni, hana tók Sveinn Sæmundsson. Upp við fossinn. Framhald af bls. 9. samvizkubiti og blygðun. Sam- kvæmt venju lá bréf frá móður hans hjá diskinum hans á morgun- verðarborðinu, og að þessu sinni þreif hann það, eins og drukknandi maður björgunarhring. Hann svalg i sig þessa bragðljúfu hlöndu hennar af slaðri og ástúðlegum orðaleikjum, sinellnum hugdettum og hugleiðingum um allt og ekki neitt. En þó var eins og atburðir næturinnar liefðu myndað múr á milli þeirra. Sektarkennd lians varð því valdandi, að hann liélt sig niðri i flæðarmálinu allan daginn og beið kvöldsins og sím- talsins með þrá og óþolinmæði. Og ]iegar loks kom að því að hann heyrði mjúka og fágaða rödd henn- ar í símanum, þótti honum sem liann hefði að endingu fast land undir fótum eftir langa lirakninga um úfið haf. Lýsing lians á ein- manleika sínum og einstæðings- kennd varð svo orðmörg og fjálg, að móðir hans gat að lokum ekki stillt sig um að hlæja. — Elsku barnið mitt, sagði hún glaðlega. Þú ert eins og lamh, sem hefur villzt frá móður sinni. — Mér er efst í huga að halda tafarlaust heim, sagði hann ákafur. — Hugsaðu það dálítið betur, drengurinn minn. Mundu, að þú hefur ekki fengið mislinga . . . Símtalinu var tæplega lokið, þcgar Lotta knúði dyra. Hún leit fyrst á hann, síðan á símann. Hon- um þótti sem úr sér drægi allan mátt, þcgar hún kom inn. Hún gekk til hans, Jagði armana um liáls honum. — John! Dagurinn hefur verið mér einn draumur um þig . . . Hún kyssti liann, og á samri stundu gleymdi hann Claire, móð- ur sinni. Skyndilega fannst hon- um sem hann væri til i. allt. — Eigum við ekki að koma upp að fossinum aftur? — Jú, Lotta. Eftir þetta voru þau saman öll- um stundum, ]>egar þau máttu því við koma. Á hverju kvöldi sátu þau uþp við fossinn, ýmist í þögulli ástarhrifningu, eða hún rakti þær raunir og vonbrigði lágri röddu, sem hún hafði orðið að þola áður en hún kynntist honum. Þegar hún var laus frá störfum, syntu þau sam- an í sjónum, eða liann dvaldist hjá henni í herbergi hennar. Og hon- um duldist ekki, að hann varð sterk ari og styrkari með hverjum degi, sem leið, samtimis því, sem hann gerði sér enn betur grein fyrir þvi, hversu óeðlilegt og ófrjótt sam- band hans við móður sína hafði alltaf vcrið og var. Þó að Lotta minntist aldrei á hana nú, fór hann smámsaman að skilja hvað liún hafði meint með orðinu „hlóðsugu- mæður“, um leið og augu hans opn- uðust fyrir þvi, að Claire mundi ef til vill ekki vera sú saklausa, hrotliætta og fágaða postulíns- brúða, sem hún virtist. Engu að síður var eitthvað það hið innra með honum, sem knúði hann til að skrifa móður sinni á hverjum degi, og setjast við sim- ann á hverju lcvöldi, þangað til hún hafði hringt. En þegar hann var kominn lil Lottu aftur, var liann allur á hcnn- ar valdi. Lottu hungraði eftir Iion- um. Innra með henni brann eldur, svo ofsaheitur, að við sjálft lá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.