Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 50
UmboSsmenn fyrir CITROEN á Islandi: B JÖRN OG ING VAR Sími 14606. — Pósthólf 204. — Reykjavík. C1TROÉN er nú nftur f«onlegur Kynnið yður verð og kosti þessara vönduðu bifreiða. Á síðustu stundu. Framhald af bls. 7. einu utan úr frostinu og myrkrinu inn í hitann og ijósið, urðu við- brigðin svo snögg, að allt tók að snúast í þoku fyrir augum hans, og hann óttaðist að hann mundi missa meðvitund. En hann herti sig upp eins og honum var unnt og eftir andartak leið þetta hjá. Hann leit þangað, sem síminn stóð. „Ég þarf að hringja til Utley varðstjóra“, sagði iiann. „Óveðrið liefur rofið allt síma- Laugavegi 76. •— Sími 15425. samband", svaraði fulltrúinn. — „Hvað er að . . . ?“ „Ég veit hver stal peningunum“, svaraði Lupe. „Og Utley verður að fá að vita það sem fyrst“. „Hvaða peningum?“ spurði full- trúinn undrandi. Og Lupe varð ekki síður undr- andi. „Hafið þið ekki gætt inn í peningaskápinn? Þeir hafa stolið allri peningasendingunni, sem þar var geymd“. Rhode starði á hann. „Þú lilýt- ur að vera drukkinn. Það er ekki nema hálftimi síðan ég skrapp upp eftir að ná í skjöl, sem ég átti geymd í skápnum. Ög peningarnir lágu þar óhreyfðir þá . . . “ Enn fór allt að snarsnúast í þoku fyrir augum Lupe lögreglu- þjóns. Denny Adams hafði verið myrtur; sjálfur hafði hann verið gabbaður á brott og tilraun gerð til að myrða hann . . . og svo lágu peningarnir enn í skápnum . . . Rhode hvessti á hann augun. „Það væri kannski rétt að þú skýrðir mér nánara frá þessu, Khaganappi". Lupe þagði nokkur andartök. Hann vissi að tilgáta sin mundi láta ósennilega í eyrum, fyrst svona var. Engu að síður varð hann að segja frá því, sem fyrir hann hafði komið, og það gerði hann. Rhode sat við skrifborð sitt, hlustaði á sögu hans og virtist ekki leggja fullan trúað á hana. „Jæja, hvað um það“, sagði hann að lokum. „Víst eru þeir þorparar báðir tveir, Thibault flugmaöur og Hewlitt veitingamaður. En pen- ingunum hafa þeir ekki stolið, og þar með eru allar þínar bollalegg- ingar út í bláinn“. Lupe bristi liöfuðið, þrákelknis- legur á svipinn. Hann leit á Rliode. „Hvað er langt siðan símasamband- ið rofnaði?“ spurði hann. „Utley hringdi klukkan hálf ell- efu, og spurði livort þú værir kom- inn aftur. Sambandið rofnaði áður en samtali okkar lauk. En hvers vegna spyrðu að því?“ „Það er ekki að vita nema skor- ið hafi verið á linuna“, varð Lupe að orði. „Kannski þú álitir að þeir liafi ákveðið að stela peningunum í kvöld? Að þú vitir þetta sem sagt allt fyrirfram?“ Rhode glotti liæðn- islega. „íig veit ekki“, svaraði Lupe með Iiægð. „Nú halda þeir að ég liggi dauður uppi i fjöllum, svo að þeir þurfi ekki að óttast mig. Og ckki þurfa þeir heldur að óttast að spor þeirra sjáist, eins og fennir . . . Jú, það væri ekki ósennilegt, að þeir liæfust einmitt handa í nótt . . .“ „Séu pcningarnir í hættu, þá skulum við ekki standa hérna og masa . . . “ „Ég fer og stend vörð“, svaraði Lupe. „Það er ósennilegt að ég þurfi að biða þeirra félaga lengi. Kannski tíu minútur, eftir að þú hefur slökkt ljósið hérna í skrif- stofunni. Mætti segja mér að þeir væru að biða eftir þvi“. „Þú ert alltof þreyttur til að standa vörð“, svaraði Rhode. „Það- an af siður, að það þýði fyrir þig einan að mæta þessum þorpurum, ef til þess kemur . . . “ Nokkur andartök stóð hann og virti Lupe fyrir sér, og það leyndi sér ekki, að enn dró hann sögu hans mjög í efa. „Það er bezt að ég komi sjálfur með þér og sjái hvernig þettu er allt í pottinn búið. Þú get- ur tekið riffilinn þarna. Svo er bezt að við verðum inni í skrif- stofubyggingunni og bíðum átekta, og ef við höfum ekki orðið neins varir að svo sem tveim klukku- stundum liðnum, tek ég peningana með mér og geymi þá hér það sem eftir er nætur“. Hann opnaði skrifstofuborðs- skúffuna, og Lupe sá að hann tók upp úr henni hlaupstutta marg- hleypu, sem hann stakk i vasa sinn. Það var ekki neina kallspölur að skrifstofubyggingunni. En þeir höl'ðu veðrið í fangið og það tafði nokkuð. Þegar kom að útidyrunum, dró Rhode upp lyklakippu sína og hugðist opna þeir. „Fari það nú grábölvað", mælti hann lágt. „Við komumst ekki inn, jiví að lykli hefur verið stungið i skrána innan frá. Þeir eru þá inni að athafna sig, þorpararnir . . . “ Lupe lagði eyrað við skráargat- ið og hlustaði. Hann heyrði óm af tveim karlmannsrödduin fyrir inn- an. „Já“, hvíslaði liann. „Þcir liafa ekki verið seinir á sér, þegar þá slökktir Ijósið“. Rliode bölvaði. „Þetta gerir strik í reikninginn. Hvað finnst þér að við eigum til bragðs að taka?“ Það kom Lupe á óvart, að Rhode skyldi spyrja hann ráða. Það var áreiðanlega í fyrsta skiptið, sem það kom fyrir. „Við verðum að sitja líérna fyrir þ'ej|m“, svaraði hann. „Þeir verða með alla pen- ingana á sér — og lyklana hans Adams sáluga, ef tilgáta mín er rétt“. Hann sagði Rhode að standa á bak við slcafl; féklc honum kylfuna sína og mælti: „Ef þeir reyna að komast undan, þá kemur kylfan að betri notum i myrkrinu heldur en nokkurt skotvopn“. Þeir biðu i hriðinni og myrkr- inu. í gegnum stormgnýinn lieyrði Lupe sleðahundana gelta og span- góla i skýlum sínum. Sá feldgrái ofan úr fjöllunum var enn einu sinni á ferðinni og ærði þá með návist sinni. Það minnti Lupe á þá skipun, sem gefin liafði verið um að skjóta úlfhundinn, hvar sem til hans næðist. Og liann gat ekki varizt þeirri hugsun, að óinaklega væri honum þá launuð fylgdin . . . En nú gafst ekki tími til neinna umþenkinga, þvi að lykli heyrðist snúið i skránni á útidyrahurðinni og tveir menn komu út. Lupe reis upp á bak við skafl- inn, beindi að þeim vasaljósi sínu og bauð þeim að nema staðar. Þeir gerðu það, en beindu vasaljósum sínum að honum, og brá sýnilega, þegar þeir sáu manninn, sem þeir hugðu liggja steindauðan uppi í fjöllum, standa þarna ljóslifandi. Hewlitt, sem bar poka i annarri hendi, en hélt á hríðskotariffli sin- um í binni, varð svo mikið um, að hann missti pokann í snjóinn. Það leyndi sér þó ekki, að hann mundi verða Thibault, félaga sinum, sem stóð að baki honum og vissi ber- sýnilega ekki sitt rjúkandi ráð, sýnu hættulegri. „Slepptu rifflinum, Hewlitt“, skipaði Lupe. „Og reyndu ekki nein undanbrögð, því að ]iá ertu dauður maður . . . “ Hewlitt bölvaði, grýtti hinu þunga vasaljósi sínu að Lupe og greip til riffilsins. Vasaljósið kom i öxlina á Lupe, en gerði honum ekkert mein, og hann hefði hæg- lega getað skotið Hewlitt til bana. En honum var manndráp ekki að skapi, svo að hann greip leiftur- y snöggt um hlaupið á riffli sínum og barði liann ineð skeftinu. Hew- litt réðist tafarlaust á hann og reyndi að ná af lionum rifflinum, en um leið skauzt Thibault fram- Iijá, og Lupe skynjaði frekar en sá, þegar Rliode greiddi honum slíkt höfuðhögg með kylfunni, að hann steyptist í snjóinn sem dauð- ur væri. Lupe fann brátt, að andstæðing- urinn mundi verða honum yfir 50 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.