Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 52

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 52
 AÆTLUN um ferðir m/s Dronning Alexandrine milli Reykjavíkur, Færeýja og Kaup- mannahafnar janúar/sept. 1963. FRÁ KAUPMANNAHÖFN: 21. jan. -— 8. febr. — 26. febr. 18. marz — 5. apríl — 7. maí — 22. maí — 7. júní — 26. júní — 12. júlí — 26. júlí — 9. ágúst 23. ágúst — 6. september. FRÁ REYKJAVIK: 30. jan. — 18. febr. — 8. marz — 28. marz — 17 apríl — 15 maí — 30. maí — 17. júní — 5. júlí ■— 19. júlí — 2. ágúst — 16. ágúst — 30. ágúst — 14. september. Skipið kemur við í Færeyjum í báðum leiðum. GEGNUMGANGANDI FLUTNINGUR TEKINN TIL OG FRÁ ÝMSUM LÖNDUM VÍÐSVEGAR UM HEIM. Shipðafðreiðsla JES ZIMSEH símar 13025, 23985. koti voru á kvöldgöngu með börn- in sín á meldrögunum utan við þorpið, svartklæddar að vanda. Og í öðrum hópi: Heimasætur þorps- ins, pískrandi og dálítið lieimaln- ingslegar. Bændur voru hinsvegar ekki búnir með ölið; þeir sátu enn á kránni. Delfi, þar sem brotnar súlur standa uppúr sverðinum, það minn- ir á hið hverfula og forgengilega. Þannig er um öll mannaverk, hversu glæsileg sem þau eru í augum sam- tímans. Varla hefur sjálfa völvuna grunað það fyrir 2500 árum, að Delfi ætti fvrir sér að gleymast meðan griskt fólk byggði landið. Að fátæklegir mannabústaðir yrðu reistir ofaná hofi, leikhúsi og iþróttavelli Appollons. Eða skyldi það geta átt sér stað, að snautt og frumstætt fólk eigi eftir að hrófa sér upp þaki yfir höfuðið á rústum þeirra mustera, sem hæst ber í dag. ★ Næsta grein úr Jórsalaför Út- sýnar nefnist „Yfir Hvitfjallaland“. Hún birtist í Vikunni 7. febrúar. Kartöfluréttir. Framhald af bls. 20. smjörllki, 25 gr. hveiti, 1 eggja- rauða, 14 dl. rjómi, 4 dl. ein- hvers konar soð — af súputen- ing eða gott kartöflusoð, 1 tsk. salt. Kartöflurnar eru marðar og hveiti, eggi, hökkuðum lauknum og öðru kryddi blandað í og allt hrært vel saman. Eldfast mót er smurt vel og kartöflurnar látnar í það og bakað í 170 gr. heitum ofni í % klt. 52 VIKAN Rifnum osti má strá yfir. Sósan er gerð þannig: Hreinsaðir og skornir sveppirnir eru soðnir í smjörinu og síðan teknir upp, hveiti bætt í smjör- ið og jafnað upp með soðinu. Eggja- rauðan þeytt i, en má ekki sjóða eftir það, og siðast sveppirnir. Camberykartöflur. 500 gr. kartöflur, 50 gr. smjör- líki, 1 tsk. salt, svolítill pipar. Flysjið kartöflurnar og skerið i sneiðar og þurrkið þær vel. Leggið sneiðarnar í eldfast fat og smjör- líkisbita inn á milli, stráið salti og pipar yfir og bakið í ca. 200 gr. heitum ofni í 50 mín. Það má bæta svolitlu vatni eða soði í, til þess að þær verði fyrr brúnar. Góðar með kjöti. frsk kartöflukaka. 3 eggjarauður, 2 eggjahvítur, 50 gr. sykur, 125 gr. marðar kartöflur, 15 gr. smásaxaðar flysjaðar möndlur. Eggjarauðurnar eru hrærðar hvit- ar með sylcrinum, marðar kartöfl- urnar settar saman við og þeytt vel, en siðast stífþeyttar hvíturnar og möndlurnar. Formið smurt vel og raspi stráð innan í það og deig- inu hellt í og bakað á neðstu grind í ofni i ca. 30 mín. * Dauðs manns spegill. Framhald af bls. 35. honum ljóst, að hann mætti ekki gera sér rellu út af öllum þessum leiðinlegu smáatriðum.“ „Já, ég skil.“ „Það var mjög einfalt, sagði ung- frú Lingard. „Það var satt að segja, ákaflega auðvelt að stjórna hr. Gervase, ef maður kunni á honum réttu tökin.“ „Jæja, ungfrú Lingard, nú væri fróðlegt að vita, hvort yður er kunn- ugt um nokkuð, sem gæti varpað ljósi á þennan harmleik?” Ungfrú Lingard hristi höfuðið. „Ég er hrædd um að mér sé það ekki. Eins og þér skiljið, þá trúði hann mer að sjálfsögðu ekki fyrir neinu. Ég var eins og hver annar aðkomumaður. Auk þess býst ég við, að hann hafi verið mikils til of stærilátur til þess að ræða fjöl- skyldumál við nolckurn mann.“ „En þér teljið, að það hafi verið fjölskylduvandræði, sem voru orsök þess, að hann fyrirfór sér?“ Ungfrú Lingard varð undrandi á svipinn. „Já, nema hvað! Er um nokkuð annað að ræða? „Þér teljið öruggt, að hann hafi átt við fjölskylduvandamál að stríða?“ „Ég veit að honum var mjög ó- rótt_ innanbrjósts." „Ó, svo að þér vitið það?“ „Já, vitanlega." „Segið mér, ungfrú, minntist hann á það við yður?“ „Ekki beinum orðum.“ „Hvað sagði hann?“ „Látum okkur sjá. Mér fannst eins og hann tæki ekki eftir því, sem ég var að segja —“ „Andartak. Afsakið. Hvenær var þetta?“ „f dag. Við unnum venjulega frá klukkan þrjú til fimm.“ „Gerið svo vel að halda áfram.“ „Ein og ég sagði virtist hr. Gervase eiga erfitt með að einbeita sér — hann lét þess reyndar getið, og bætti því við, að nokkur alvarleg málefni lægju sér þungt á hjarta. Og svo sagði hann — við skulum sjá — eitthvað á þessa leið — (auð- vitað er ég ekki alveg viss um, að það sé nákvæmlega orðrétt): „Það er hræðilegt, ungfrú Lingard, ef á ætt, sem verið hefur ein hinna á- gætustu í þessu landi fellur van- sæmd.“ „Og hvað sögðuð þér við því?“ „O, aðeins eitthvað sefandi. Mig minnir að ég segði, að með hverri kynslóð væru ætíð einhverjir svart- ir sauðir — að það væri eitt þeirra gjalda, sem hinir háttsettu yrðu að greiða — en að eftirkomendurnir myndu sjaldan eftir brestum þeirra.“ „Og hafði þetta eins sefandi áhrif og þér höfðuð vonað?“ „Að meira eða minna leyti. Við tókum svo aftur til við hr. Roger Chevenix-Gore. Ég hafði fundið eina mjög eftirtektarverða athuga- semd um hann í samtíma handriti. En svo dreifðist athygli hr. Gervase aftur. Og að lokum sagði hann, að hann ætlaði ekki að vinna meira í dag. Hann sagðist hafa orðið fyrir áfalli.“ „Áfalli?“ „Hann orðaði það þannig. Auðvit- að spurði ég einskis, ég sagði aðeins, að það þætti mér leitt að heyra. Og þá bað hann mig að segja Snell, að hr. Poirot mundi koma, og að fresta miðdegisverðinum þangað til stundarfjórðung yfir átta, og senda bíl út á sjö-fimmtíu lestina.“ „Bað hann yður venjulega fyrir slík skilaboð?" „Ja — nei — það var að sjálf- sögðu í verkahring hr. Burrows. Ég hafði engum öðrum störfum að gegna en bókmenntastörfunum. Ég var ekki einkaritari í neins konar merkingu. Poirot spurði: „Haldið þér að Gervase hafi haft einhverja sérstaka ástæðu til þess að biðja yður fyrir þessi skilaboð, í stað þess að biðja hr. Burrows fyrir þau?“ Ungfrú Lingard hugsaði sig um. „Ja, það kann að vera... Mér datt það ekki í hug þá. Ég hélt að- eins að honum þætti það fyrirhafn- arminna. Samt sem áður er það rétt, þegar ég hugsa um það núna, að hann bað mig að segja engum frá því, að hr. Poirot væri að koma. Það ætti að koma öllum á óvart, sagði hann.“ „Já, einmitt! Sagði hann það?“ Það var mjög einkennilegt, ákaf- lega athyglisvert. Og sögðuð þér nokkrum frá því?“ „Vitanlega ekki, hr. Poirot. Ég skilaði boðunum til Snell um mið- degisverðinn og að senda bílstjór- ann út á sjö-fimmtíu lestina, þar sem maður væri væntanlegur með henni.“ „Sagði hr. Gervase nokkuð fleira, sem kynni að geta haft einhverja þýðingu í þessu máli?“ Ungfrú Lingard hugsaði sig um. „Nei -— það held ég ekki — honum var ákaflega órótt — ég man að hann sagði um leið og ég gekk út úr herberginu: „Það er raunar ekki til neins að hann komi núna. Það er of seint." „Og þér hafið enga hugmynd um hvað hann átti við með því?“ „N-nei.“ Aðeins ofurlítill grunur um hik leyndist í þessari einföldu neitun. Poirot endurtók þungur á brún: „Of seint, sagði hann það? Of seint.“ „Þér getið ekki, ungfrú Lingard, gefið okkur neina hugmynd um hvers eðlis þessi vandræði voru sem lágu svo þungt á hr. Gervase?" sagði Riddle majór. „Ég hef grun um,“ sagði ungfrú Lingard seinlega, „að það hafi stað- ið eitthvað í sambandi við hr Hugo Trant.“ „Við Hugo Trent? Hvers vegna haldið þér það?“ „Ja, það var ekkert ákveðið, en í gær bar hr. Hugo de Chevenix (sem ég er hrædd um, að hafi ekki getið sér tiltakanlega gott orð í Rósastríð- inu) á góma, og hr. Gervase sagði þá: „Systir mín vildi láta son sinn bera fjölskyldunafnið Hugo! En því nafni hafa alltaf fylgt vandræði í ætt okkar. Hún hefði átt að vita að nafnið Hugo mundi aldrei reyn- ast vel.“ „Þetta, sem þér voruð að segja er umhugsunarvert,“ sagði Poirot, „og það gefur mér líka nýja vísbend- ingu.“ „Hr. Gervase sagði ekkert, sem gaf greinilegri upplýsingar en þetta? spurði Riddle majór. Ungfrú Lingard hristi höfuðið. Nei, og auðvitað kom ekki til greina að ég segði neitt. Hr. Gervase var aðeins að tala við sjálfan sig. Hann var í rauninni ekki að tala við mig.“ „Það er einmitt það.“ „Ungfrú,“ sagði Poirot, „þér sem eruð aðkomandi, hafið verið hér í tvo mánuði. Ég held að það geti komið okkur að miklu gagni, ef þér vilduð segja okkur alveg hrein- skilnislega, hvernig fólkið í hús-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.