Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 53

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 53
inu kemur yður fyrir sjónir.“ Ungfrú Lingard tók af sér nef- klemmuglerin og deplaði augunum íhugul á svip. „Þess er þá fyrst að gæta, í fullri hreinskilni, að mér fannst eins og ég væri komin á vitlausraspítala! Bæði var það frú Chevenix-Gore, sem stöðugt var að sjá hitt og þetta, sem hvergi var sýnilegt, og svo hr. Gervase, sem hagaði sér eins — eins og kóngur — og leikaraskapur- inn fram úr öllu hófi — ja, mér fannst þau satt að segja vera það allra einkennilegasta fólk, sem ég hafði nokkurn tima fyrir hitt. Auð- vitað var ungfrú Chevenix-Gore fullkomlega eðlileg, og brátt komst ég einnig að því, að frú Chevenix- Gore var í raun og veru framúr- skarandi góð og indæl kona. Engin hefði getað verið mér betri og elsku- legri en hún hefur verið. Hr. Ger- vase — ja, í sánnleika sagt held ég að hann hafi verið geggjaður. Sjálfs- dýrkun hans fór dagversnandi.“ „Og hitt fólkið?“ „Ég er hrædd um, að hr. Burrows hafi átt fremur erfiða daga hjá hr. Gervase. Ég held, að hann hafi verið því feginn, að starf okkar við bók- ina gaf honum ofurlítið meira frjáls- ræði. Bury ofursti var alltaf jafn elskulegur. Hann var mikill aðdá- andi frú Chevenix-Gore, og hafði ágætt lag á hr. Gervase. Hr. Trent, hr. Forbes og ungfrú Cardwell, hafa verið hér aðeins í fáa daga, svo að ég er þeim vitanlega ekki mikið kunnug.“ „Þakka yður fyrir, ungfrú. Og hvað segið þér um Lake höfuðs- mann, ráðsmanninn?“ „Ó, hann er ósköp indæll. Það líkaði öllum vel við hann.“ „Og þar á meðal hr. Gervase?" „Já, já. Ég hef heyrt hann segja, að hann væri langbezti ráðsmaður- inn, sem hann hefði haft. Að sjálf- sögðu átti hann einnig sínar erfiðu stundir hjá hr. Gervase — en hann komst ágætlega frá því öllu. En það var ekki alltaf auðvelt.“ Poirot kinkaði kolli, hugsandi. Svo muldraði hann: „Það er eitthvað —- eitthvað — sem ég ætlaði að spyrja yður um — eitthvað smá- atriði. . . Hvað var það nú aftur?“ Ungfrú Lingard sneri sér að hon- um þolinmóð á svip. Poirot hristi höfuðið ráðleysislega. „Tssja! Það er alveg komið fram á varirnar á mér.“ Riddle majór hinkraði við í eina eða tvær mínútur, en þegar Poirot hélt áfram að hrukka ennið vand- ræðalega, hóf hann yfirheyrzluna að nýju. „Hvenær var það, sem þér sáuð hr. Gervase síðast?“ „Við tedrykkjuna hérna í stof- unni.“ „Hvernig lá á honum þá? Eðli- lega?“ „Álíka eðlilega og ætíð annars.“ „Urðuð þér vör við nokkurn taugaæsing hjá fólkinu við borðið?“ „Nei, mér fannst allir vera alveg eins og þeir áttu að sér.“ „Hvert fór hr. Gervase eftir te- drykkjuna?" „Hann tók hr. Burrows með sér inn í skrifstofuna, eins og venju- lega.“ „Og þetta var í síðasta sinn, sem þér sáuð hann?“ „Já. Ég fór inn í litlu stofuna, sem ég hafði til afnota við vinnu mína.vélritaði kafla úr bókinni eftir skrifuðum blöðum, sem við hr. Ger- hvít, bleik, blá, graen og gul “Lux-sápan gerir hörund mitt svo óviðjafnanlega hreint”, scgir Jane Fonda. “Eg hefi notað Lux-sápu í fjölda mörg ár”. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku Lux-sápu.—Konur eins og hin dáða Hollywood stjarna, Jane Fonda. “Það er ekki til betra fegrunarmeðal í heimi, en Lux-sápa”, segir Jane. “Eg hefi notað Lux-sápu 1' fjölda mörg ár”. Með pví að nota Lux-sápu daglega, verðið þér þátttakandi í fegrunarleynd- armáli Jane Fonda. Lux sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fegurð, sem vekur eftirtekt hvarvetna. Notið ávalt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX- SAPU NA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS »40/10-6441 vase höfðum farið yfir saman, þang- að til klukkan var sjö. Þá fór ég upp á loft, til þess að hvíla mig og hafa fataskipti." „Mér skilst að þér hafið raun- verulega heyrt skotið?" „Já, ég var stödd hér í stofunni. Ég heyrði eitthvað, sem líktist skoti, og gekk fram í forsalinn. Þar var hr. Trent og ungfrú Cardwell. Hr. Trent spurði Snell, hvort það ætti að vera kampavín með miðdegis- verðinum og sneri þessu upp í spaug. Ég er hrædd um að engu okkar hafi komið til hugar að taka þetta alvarlega. Við töldum víst, að það væri bíll, sem hefði tekið bakslag." „Heyrðuð þér hr. Trent segja: Það er alltaf verið að myrða?“ spurði Poirot. „Já, ég held að hann hafi sagt eitthvað þvíumlíkt ■— vitanlega í spaugi." „Hvað gerðist svo næst?“ „Við gengum öll hingað inn.“ „Munið þér í hvaða röð hitt fólk- ið kom niður til miðdegisverðarins?" „Ungfrú Chevenix-Gore kom fyrst, að ég held, og næst hr. Forbes. Því næst Bury ofursti og frú Chev- enix-Gore saman og svo hr. Burrows alveg á hælana á þeim. Ég held að röðin hafi verið svona, en þori ekki alveg að fullyrða það, þar sem fólk- ið kom allt meira og minna sam- tímis.“ „Eftir kalli fyrri bjölluhringing- ar?“ „Já, allir hröðuðu sér, þegar bjall- an hringdi. Hr. Gervase var ógur- lega strangur með stundvísi á kvöld- in.“ „Um hvaða leyti kom hann venju- lega niður sjálfur?" „Hann var svo að segja alltaf kominn hingað inn, áður en hringt var í fyrra sinnið.“ „Furðaði ykkur ekki á því, að hann skyldi ekki vera kominn nið- ur í þetta sinn?“ „Jú, ákaflega." „Hana, þarna kemur það!“ hróp- aði Poirot. Þau litu bæði spyrjandi á hann og hann hélt áfram: „Nú mundi ég, hvers ég ætlaði að spyrja. í kvöld, ungfrú, þegar við vorum öll á leið til skrifstof- unnar, eftir að Snell hafði tilkynnt að hún væri læst, beygðuð þér yður niður og tókuð eitthvað upp af gólf- inu.“ „Gerði ég það?“ Ungfrú Lingard virtist mjög undrandi á svipinn. „Já, rétt um leið og við beygðum upp í beina ganginn að skrifstof- unni. Einhvern lítinn hlut, sem glampaði á.“ „Það var stórfurðulegt — ég man ekkert eftir því. Bíðið andartak •— jú, nú man ég það. Ég hafði bara ekkert hugsað um það. Látum okkur sjá — það hlýtur að vera hér í.“ Hún opnaði svörtu silkitöskuna sína og hellti úr henni á borðið. Poirot og Riddle majór litu for- vitnir á innihaldið. Það voru tveir vasaklútar, púðurdós, lítil lykla- kippa, gleraugnahylki og einn hlut- ur enn, sem Poirot hremmdi í skyndi. VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.