Vikan


Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 24.01.1963, Blaðsíða 22
Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Það var beinlínis hlægilegt hvað þessi saga þvottakonunnar gat ver- ið áleitin, og hvað hún gat kvalið hann. Hann hafði meðaumkun með þvottakonunni. Og meðaumkun var tilfinning, sem dómari mátti ekki við kannast. Hann mundi reyna að dæma þvottakonuna eins vægt og lög frekast leyfðu, en við fangelsi gat hún ekki sloppið. Þar mundi hún ala sitt fimmta barn og fá að hafa það hjá sér á meðan það var á brjósti, síðan tæki hið opinbera við uppeldi þess. Barnaverndar- nefndin mundi taka að sér hin börn- in fjögur, eiginmaðurinn mundi fara í hundana — og líftryggingafélagið græða nokkur þúsund krónur. Þetta var ekki réttlátt. Og það kvíðvæn- legasta var hve þvottakonan var áköf að játa á sig alla sökina — og hve ógerlegt var að sjá í þanka henn- ar, hvað bak við lá. Eiginmaðurinn var henni allsendis ólíkur. Hann var hlaðinn lífsorku og alltaf reiðubúinn að hlæja, ef einhverjum hraut léleg fyndni af vörum í réttarsalnum. Hann var grunaður um að hafa verið með- vitandi um morðið, jafnvel meðsek- ur. Droste var sannfærður um með- sekt hans. En hún varð ekki sönn- uð. Það var eins og eiginkona hans stæði vörð fyrir framan hann með óléttuna eins og skjöld. En það var ranglátt, að málið skyldi ganga þannig —- gersamlega ranglátt. Bíllinn staðnæmdist, Droste steig út, greiddi ósjálfrátt, opnaði gang- dyrnar ósjálfrátt. Það var matarlykt í stiganum, eins og jafnan í sam- býlishúsum, þar sem allar fjölskyld- urnar hafa fisk til matar hvern föstudag og kál tvisvar í viku. Evelyn staulaðist upp stigann. Hún var eins og barn, sem vill vaka með þeim fullorðnu lengur en það er fært um. Klúbbkvöld, dans og Bandaríkjamenn — það var ekki fyrir hana. íbúðargangurinn var langur, og þar stóð reiðhjól vinnustúlkunnar, barnavagninn og hlaupahjól Clöru litlu. íbúðin var aldrei í röð og reglu og landsyfirréttardómaranum gramdist það hálft í hvoru. Evelyn var alltof hæggerð og hlédræg til að vera dugleg húsmóðir. Hún gekk inn eins og í svefni, missti hanzkann og hirti ekki um að taka hann upp. Droste hafði þurrbeizkt bragð í munninum, það kom af svefnlyf- inu. Hann spurði hvort nokkrir ávext- 22 VIKAN ir væru til, en hún virtist ekki heyra það, og hann gekk fram í búrið og opnaði ísskápinn. Nei, það var eins og vant er — engir ávextir. Þegar Evelyn fann nokkra banana í skál inni í borðstofunni, virtist hún hreykin af því. Droste skrældi einn bananann; það voru alltaf sömu von- brigðin, þegar maður beit í þá, ailtaf sama bragðleysan. Droste gekk inn í dagstofuna, sem í rauninni var um leið skrifstofa hans. Ekki fyrir það, að hann hefði hrakið Evelyn á brott þaðan; hún var ein af þeim konum, sem eiga allt einkalíf sitt milli rekkjustokk- anna. Bækur, tímarit, bréf, sælgæti, saumadót, heimilisreikningabókin, sem Droste krafðist að hún færði, en aldrei stemmdi og Evelyn leið- rétti með því að skrifa það, sem á vantaði, undir „ýmislegt" .. . allt lá þetta stöðugt á rúminu hennar í einni bendu. Þegar Droste fann ekki bókina, sem hann leitaði að, hélt hann inn í baðherbergið, stað- ráðinn í að fá sér kalt steypibað. Hann afklæddist, fór í náttfötin og reyndi stöðugt að muna nafnið á bókinni. Þegar hann kom inn í bað- herbergið, lagði á móti honum ang- an af ilmsápu og konu í baði' Það var eitt af því, sem hann átti erfitt með að venjast; Evelyn átti sitt annað heimkynni í baðkerinu, hefði helzt viljað liggja þar allan daginn. Droste reyndi að sigrast á gremju sinni, sagði við hana nokkur orð um allt og ekkert; tók síðan að bursta tennurnar og skola hálsinn með hávaða og látum — það var eina ráðið sem dugði til að reka Evelyn upp úr baðkerinu, og hann gat varla varizt brosi, þegar Eveiyn stundi þungan og reis úr lauginni. Um leið varð hann gripinn þess- ari meðaumkun vegna varnarleysis hennar, sem batt hann henni frem- ur en nokkuð annað. Hún teygði nettan fótinn út á baðmottuna, eins og barn, og hann var innilega snort- inn, þegar hann sá hve telpulega feimin hún var, er hún vafði að sér baðhandklæðinu og huldi brjóst sín. Svo kom þvottakonan enn einu sinni fram í huga hans, og allt í einu fannst honum sem Evelyn kynni að geta veitt sér einhverjar merkilegar upplýsingar um hana, þrátt fyrir allan sinn barnaskap. En Evelyn virtist eingöngu vita það, sem hann hafði áður vitað — að hún hefði þvegið þar í húsinu og að hún væri fátæk. Jú, og svo mundi hún allt í einu eftir því að þvotta- konan væri gift glæsilegum náunga og ynni honum víst mjög. Svo heyrði Droste að hún gekk inn í barna- herbergið eins og vani hennar var, áður en hún fór að sofa, og þegar hann hafði lokið baðinu, gekk hann inn í dagstofuna og fór að leita betur að bókinni. Áður en hann hélt aftur inn í svefnherbergið, leit hann á minnis- blað á skrifborðinu, og sá þá að gasreikningurinn var ógreiddur enn. Það logaði ljós á lampanum á nátt- borði hans, en Evelyn virtist sofn- uð í rekkju sinni, og hann veitti því ekki athygli fyrr en hann hafði fært gasreikninginn í tal við hana og sá þá innilega eftir því að hafa orðið til þess að vekja hana. And- lit hennar var svo fölt og þreytu- legt, þar sem hún lá á svæflinum, en hann varð að vera húsbóndi á sínu heimili og hélt því áfram að vanda um við konu sína út af gas- reikningnum. En þegar hann hafði slökkt Ijósið á náttborðslampanum, greip hann svo áköf þrá eftir Eve- lyn, að hann ggt vart við sig ráðið, þó að hún segðist vera ákaflega þreytt. Og allt í einu varð hann gripinn þrá eftir Maríönnu. Marí- anna var sterk. Og hún skildi hann. Hún mundi kunna ráð til þess að hann sofnaði og gleymdi öllum á- hyggjum sínum. Nokkra hríð lá hann í hálfgerðum dvala, en gat þó ekki fest svefninn. Svo rétti hann út höndina eins hægt og gætilega og honum var unnt. Opnaði nátt- borðsskúffuna svo varlega, að ekk- ert heyrðist og náði í svefnlyfið. Hann hlustaði eftir andardrætti Evelyn um leið og hann laumaði töflunni upp í sig og fékk sér teig úr vatnsglasinu, rétt eins og hann væri að fremja eitthvað vítavert. Hann hlustaði enn. Það varð ekki annað heyrt á andardrættinum, en að hún svæfi. „Sefurðu, Evelyn ...“ Hann hlust- aði, en fékk ekkert svar. Hann and- varpaði, sneri sér á hina hliðina og reyndi að sofna. Fimmtudagur. II A N N . Það rigndi um nóttina, þegar Frank kom til Parísar; þokukennt úðaregn, sem átti vel við svip borg- arinnar. Frank stillti úrið sitt eftir Parísartíma, það voru ekki nema tvær klukkustundir sem hann hafði til umráða, áður en fundur hans við kaupsýslumennina átti að hefjast. Frank bjó í litlu gistihúsi. Hann hafði andúð á þessum stóru og dýru gistihúsum, þar sem allt var yfirfullt af Bandaríkjamönnum. Kannski var þetta eins konar arfur frá frönsku ömmu hans, að hann vildi ekki láta stimpla sig sem Bandaríkjamann í París. Eitt sinn hafði hann dvalizt um árabil í París. Hann var því kunnugur í borginni og talaði frönskuna mætavel, en þó með nokkrum New Orleans mál- hreim. Það beið hans bréf frá Pearl, konu hans, sem dvaldist í Lundún- um, og virtist þar allt í stakasta lagi. Marion hafði hripað orð á miða — hún vænti þess að hann hringdi. Þá var og símskeyti frá Pearl, hún bað hann um að hringja til sín klukkan sjö. Þetta var henni líkt. Verðið á spænsku og sikileysku appelsínunum var ennþá lægra en á þeim kalifornisku, og auk þess voru þær evrópsku betri. Það var því óneitanlega áhætta að ætla sér að selja Frökkum kaliforniskar appelsínur, en áhættusöm viðskipti freistuðu hans. Bað, rakstur og snyrting. Þjónn- inn, sem kom með morgunverðinn, fagnaði Frank innilega. Hann snæddi án þess að setjast niður, kveikti sér síðan í sígarettu; leið prýðilega og hafði gersamlega gleymt erindis- leysu sinni til Berlínar. Það var engin leið að eiga verzlunarviðskipti við Þýzkaland eins og á stóð, þjóðin var svo fátæk. Frank lagfærði jakk- ann með velþóknunarsvip um leið og hann gekk að símanum og hringdi. Marion svaraði tafarlaust. Það er einn af mörgum þeim töfrandi eig- inleikum, sem frönskum konum eru gefnir, að þær eru alltaf við hönd- ina þegar og þar sem maður þarf á þeim að halda — og alltaf reiðu- búnar til þess, sem maður hefur sjálfur löngun til. Frank brosti að kvaki hennar í símanum, en hafði augun þó aldrei af armbandsúrinu. „Ég get ekki snætt hádegisverð með þér,“ sagði hann. „Ég verð að fara á fund með kaupsýslumönnum, því miður — en strax á eftir. Og vertu svo væn að ætla mér kvöldið.“ „Tala þú herra, ambátt þín hlýð- ir,“ svaraði Marion. Frank kvaddi hana og hraðaði sér til fundar við kaupsýslumennina, sem hann var staðráðinn í að selja appelsínur,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.