Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 2
f fullrí ulvöru; Til að koma 1 veg fyrir.... Þótt að vísu sé nokkuð komið fram yfir áramót, þá get ég varla stillt mig um að minnast dálítið á hátíðarhöldin, sem hér eru viðhöfð á gamlárskvöld, og koma þar með litla tillögu til úrbóta. Það er vafalaust hreyfing í rétta átt, að leyfa ungmennum og jafn- framt öllum öðrum, að safnast sam- an við brennur hingað og þangað um bæinn. Þetta hefur orðið til að draga úr ólátum og alls konar skríls- hætti í og við miðbæinn. Brennurn- ar setja sinn hátíðarsvip á bæinn og flestir hafa gaman að þeim. Þær eru tiltölulega ódýrar, nema þá ef reikna skal þá olíudropa, sem hellt er á bálið, en oftast er það úrgangs- olía, sem annars er hent. Þetta vil ég því telja til tekna, þegar litið er yfir hátíðarhöld undanfarinna ára- móta. Bæjarfélagið hefur gengið á und- an með þennan sið, og látið hlaða nokkra bálkesti á sinn kostnað. Það er ágætt, en vel mætti þar gera betur. Mér finnst að bæjarsjóður mætti gjarnan leggja dálitla fjárupphæð við hver áramót og halda glæsi- lega flugeldasýningu fyrir bæjar- búa, einhvers staðar á góðum stað, þar sem fólk safnast saman við bál- köst. Slíkar flugeldasýningar hafa hreint aldrei farið fram hér á landi, allar verið eintómt kák og klaufa skapur. Hingað þyrfti að fá fagmann á þessu sviði, og láta hann undirbúa sýninguna og framkvæma hana eft- ir ströngustu reglum. Hér á ég við flugeldasýningar eins og maður get- ur t. d. séð í Tivoli í Kaupmanna- höfn, og fjölmargir Reykvíkingar hafa að sjálfsögðu séð. Þá mætti einnig benda á að lúðra- sveit spilaði nokkur lög á slíkum stað, svona til hátiðarbrigða, og væri það vafalaust mjög vel við- eigandi. Fleiri skemmtiatriði þyrfti ekki að hafa, nema þá músík úr gjallarhornum, sem stundum hefur verið gert. Þetta yrði mjög vinsælt og mundi draga að fjölda fólks og gera því kvöldið eftirminnilegt. Eitt vil ég ennþá minnast á, en það er sala flugelda hér í Reykja- vík fyrir áramótin. Hér er flutt inn óhemja af alls konar slíku skrani, og er kannski ekkert við því að segja. En verðið á þessum hlutum er aldeilis ótrúlegt okurverð. Nú veit ég ekki hver tollur er á þessu, en það veit ég að slíkir hlutir kosta sáralítið erlendis og hægt að kaupa þá í kílóatali fyrir hreint ekki neitt, — sérstaklega á þeim árstíma, þeg- ar markaður erlendis er enginn fyr- ir þá. Ég hef grun um að hér sé ekki allt með felldu. Að einhver eða einhverjir noti sér þær hömlur, sem á þessum innflutningi eru, til að leggja óhóflega mikið á þetta dót, og hagnast eftir því. Eitt er enn. Það er vitað mál, að unglingar vilja helzt fá svokallaða kínverja til að sprengja, því þeir hafa gaman að hvellinum. Framleiðsla, sala eða innflutningur þeirra mun vera al' gjörlega bannaður, hversu lítilfjör- Framhald á bls. 45. VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.