Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 10
V. SMASAGA ÞEGAR KÆRASTINN HENNAR KVÆNTIST KÆRUSTUNNI HANS, TÓKU ÞAU T V Ö, SEM SVIKIN VORU, SAMAN. Trudie lá í rúminu og var ánægð með tilveruna. Það var ekki svo afleitt að láta skynsemina ráða við giftingu, hugs- aði hún letilega með sér, því að engir voru ánægðari með lífið og hvort annað en hún og Laurie. Þau höfðu tekið for- sjónina í sínar hendur, þegar þau voru bæði svikin af þeim, sem þau elskuðu, og það hafði farið vel. Þau voru bæði fullorðin og voru fær um að gera samning og standa við hann. Hún heyrði Laurie blístra og busla í baðkerinu. Þe.gar Laurie var búinn í baði kom Gréta, vinnustúlkan frá Sviss, með morg- unverðarbakkann og setti hann á borðið við gluggann. Trudie heyrði Laurie basla við skúffur inni í fataherberginu og umla eitthvað þegar hann missti eitthvað á gólfið. Hann kom inn og ljóst hár hans var enn vott úr baðinu og stóð beint upp eins og á litlum dreng. — Ég er að flýta mér, elskan. Helltu kaffi í bollann minn og smyrðu mér brauð- sneið, viltu vera svo væn? Það kemur viðskiptavinur snemma til mín í dag og ég vil ekki vera of seinn. Trudie fór fram úr rúminu og fór í léttan slopp. Hún hellti kaffi í bollann og smurði brauðið og setti það þannig að hann gæti gleypt það í sig í flýti. Þykkur hárlubbinn og grannur og sterk- legur kroppurinn létu hann sýnast eins og ungan stúdent, eins og hann var fyrir tólf árum. Blá augu hans brostu til henn- ar þegar hún laut fram og þurrkaðii marmelaðiklessu af höku hans. Turdie drakk ávaxtasafa og borðaði runnstykki með. — Hvenær eigum við að borða í dag, Laurie? Síðasti viðskiptavin- ur minn kemur klukkan fjögur, svo að ég get komið snemma heim, ef þú villt. Laurie gekk að vaskinum og skolaði hendurnar. — Ég verð líklega mjög seinn, svo að þú skalt ekki bíða eftir mér. Borð- aðu bara ein og farðu svo í bíó. Ég er mjög önnum kafin þessa viku. Hann kyssti hana á ennið og hljóp niður. Hún heyrði hann hrópa til Grétu, og heyrði hana svara á bjöguðu máli. Svo heyrði hún bílskúrshurðina opnast og bilinn fara í gang. Gréta kom upp og tók til 1 baðher- berginu eftir Laurie og setti vatn í karið fyrir Trudie. Klukkan var orðin hálf ell- efu þegar Trudie var tilbúin að fara. Það tók hana aðeins fimm mínútur að aka til hárgreiðslustofunnar, og sem betur fór var laust stæði fyrir sportbílinn hennar. Aftur fylltist hún djúpri ánægjutilfinn- ingu þegar hún nálgaðist stofuna, þar sem nafn hennar stóð með gylltum stöfum á gluggunum. Stóri vasinn fullur af blóm- um, sem stóð í miðjum gylltum ramma í glugganum, var sérstaklega smekklegur í dag. Þeim peningum var vel varið, sem fóru í það að kaupa blóm í hann, því að hann gaf glugganum sérlega glæsi- legan blæ, sem engin önnur hárgreiðslu- stofa bæjarins hafði. Létt gluggatjöld og örsmá postulínshöfuð með vel greiddu. hári, gerðu gluggann mjög kvenlegan og fínlegan. Þegar húsnæðið við hliðina losn- aði, ætíaði hún að tryggja sér það líka, þá ætti hún stærstu og glæsilegustu hár- greiðslustofuna í þessum bæjarhluta. Cathy, unga stúlkan í afgreiðslunni brosti glaðlega til hennar. Hún horfði með öfundaraugum á silkidragtina, sem Trudie hafði keypt sér síðast þegar hún fór til jq _ VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.