Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 12
Kvöld vökuútgáf an á Akureyri gaf út fyrir síðustu jól bók með nafninu „Því gleymi ég aldrei“. Þar eru frásagnir eftir ýmsa þjóðkunna menn af eftirminnilegum stundúm í lífi þeirra, m. a. þessi frásögn Davíðs Stefánssonar. Einnig eru þar þrír þættir úr verðlauna- keppni útvarpsins, sem þar voru lesnir upp. 19 — VIKAN 6. m. Haustið 1917 ákváðu stjórnarvöldin, að firomti bekkur Menntaskólans í Reykjavik skyldi ekki starfræktur á komandi vetri. Þegar það vitnaðist, að þetta var gert til þess að spara landsjóði kolakaup, — elds- neyti, sem nægði til þess að ylja eina stofu, þótti mörgum þetta furðuleg ráðstöfun. Að vísu var hörgull á kolum sökum Evrópu-stríðsins, og þau allt að þvi jafn verðmæt þunga sínum í gulli, en samt sem áður þóttust fimmtubekkingar hart leiknir, er þeim einum ailra nemenda skól- ans var synjað kennslu vetrarlangt. En þessari ráðstöfun varð ekki haggað. Ég var einn hinna brottflæmdu. Satt að segja var ég ekkert mótfallinn þessarl tilhögun, undi mér aldrei ýkja vel í skólanum og var þegar orðið ljóst, að örlögin höfðu ekki ætlað mér stað meðal skriftlærðra, heldur hinna svonefndu ó- lærðu manna. Ekki var ég elskari að höf- uðborginni, en svo, að ég gat vel af henni séð og tók því fegins hendi að mega vera heima í sveit minni um veturinn. Að ráði foreldra minna bauð ég til mín bekkjarbróður mínum og sveitunga, Þór- halli Sæmundssyni frá Stærraárskógi, og tókum við nú til óspilltra málanna við lest- urinn. Við fengum til afnota Suðurhúsið, en milli þess og baðstofu var þunnt einfalt þil, svo að vel mátti, væri viljinn góður, fyigjast með Öllu markverðu, sem gerðist ; fyrir framan. Á Suðurhúsinu var stór stafngluggi, en stofan þiljuð upp í mæni, svo að þar var bæði bjart og hátt til lofts. Ofnkríli var komið fyrir í einu horninu, I og var það fyrsta eldslæði, sem sett var Fagraskógsbaðstofu. Alla barnæsku mína

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.