Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 15
VIKAN 6. tbl. — Jg Það er farið að tíðkast í æ ríkari mæli, að fagnaður í tilefni af áraskiptum fari fram fyrsta dag á nýja ár- inu, sérstaklega hjá því fólki, sem á fyrir börnum að sjá og sinnir þeim eftir getu á gamlaársdag og kvöld. Það vill þá oftast fara svo að skemmtun hjá fullorðna fólkinu verður dálítið útundan á meðan á því stendur, - a. m. k. sú skemmtun, sem flestir setja í samband við áramót fullorðinna, dálítinn gleðskap innan um kunn- ingja, söng, dans, hlátur og eilitla víníögg í glasi til að styrkja söngvöðvana og raddböndin. - Áður fyrr var þetta oftast gert á gamlaárskvöld, en þá skal sprengja kínverja og skjóta rakettum, kveikja bál og ekki skal því neitað að margir villast jafnvel þá á hóstasaft og söngvatni. - Þessar myndir okkar tók ljósmyndari Vikunnar, Kristján Magnússon, í Þjóðleikhúskjallaranum núna s.l. nýjárskvöld. Þar var hvert einasta borð fullsetið, og líkiega meira en það, enda munu Þjóðleikhúskjallarakvöldin á nýjaárskvöld löngu vera orðin fræg fyrir skemmtilegheit. - Að vísu ... þetta kostar auðvitað dálaglegan skilding, en bæði er það, að suma munar hreint ekkert um dálaglegan skilding, og svo eru aðrir, sem láta sig ekkert muna um hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.