Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 33
Borðstofuhúsgögn frá Híbýlaprýði ic Ferköntuð, kringlótt, sporöskjulöguð borð. ic Borðstofustólar 5 gerðir. ir Borðstofuskápar 5 gerðir. ÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR. HÍBÝLAPRÝÐI - HALLARMÚLA Sími 3 8177. FROSTAVETUR Fraxuhald af bls. 13. Mig dauðlangaði til þess að gefa dauSann og djöfulinn i Cesar og Cicero og alla þessa rómversku fóstursyni vargynjunnar meS hý enuhausinn. Hvað gat tunga þeirra og minningar um rán og manndráp og hrunið heimsveldi létt undir með bœndunum, sem þarna neyttu allra krafta sinna, öðrum til bjarg- ar? Áttu konur þeirra og börn ekki annað betra skilið en að sinna gegningum, bera vatn í bæ og fjós, meðan þeir voru að heiman? Var mér ekki nær aS aðstoða þau, sækja nokkra mjölhnefa í kaup- staðinn og deila kjörum með fólk- inu, heldur en hima inni og hnusa að bókum? Slíkar hugsanir ásóttu mig og töfðu lesturinn. En félagi minn minnti mig á stúdentsprófið. Það vofði yfir höfði mér, líkt og róm- verskt sverð. III. í hart nær þrjá mánuði kom varla sú nótt, að ekki væru fjórir, fimm nælurgestir í Fagraskógi, stund- um fleiri. Þeir komu bæði að ut- an og innan, en þó fleiri á leið fra Akureyri til heimila sinna. Sumir fengu ökumann í kaupstaðinn, scm hafði til þess hest og sleða að aka matvöru þeirra áleiðis, og oft kom- ust þeir alla leið út i Svarfaðardal, en stundum ekki lengra en á hlað- ið i Fagraskógi. Þá var sleðafærið þrotið. Þá var varningurinn allur borinn inn i Norðurhús, allstóra stofu í norðurhluta framliússins, og geymdur þar. Venjulega var dagur að kvöldi, þegar ækið kom i hlað, svo að ekki varð lengra lialdið, enda enginn hvattur til farar. Allir vissu, að næturgisting var þeim velkomin. Vosklæði voru dregin af gestum og þídd og þurrkuð við eldavél- ina, kaffi og matur á borið á borð, kvölds og morgna, og öllum búin næturhvíla, eftir beztu getu. Oft- ast sváfu tveir karlar í sama rúmi og var það altítt til sveita í þá daga. Vel gátu vinnustúlkurnar hvílt i næstu rekkju, og kom ekki að' sök. Að morgni hófst næsti áfangi. Væri ekki akfæri, tók liver sina byrði á bakið. Það sem eftir var varningsins, sóttu þeir seinna og vissu vel geymt. Sumir virtust blátt áfrarn vera búnir ofurmannlegum þrótti, svo þungar byrgðar lögðu þeir á herðar sér, og áttu þó marg- ir langt heim. En það var livorki ætlun þeirra að kilcna á leiðinni né koma tómlientir til heimila sinna. Eitt sinn kom ég að þeim, er þeir voru að búast til ferðar frammi i Norðurhúsi. Hvað ætlar þú að leggja mikið á þig, spurði einhver gráhærðan öldung utan úr Ólafsfirði. Eitt pund á árið, var svarið. .Bóndi þessi var áttræður. En úr hlaði lagði hann léttstígur með áttatíu pund á bakinu. Þessa byrði bar liann í ófærð út Árskógs- strönd, út í Svarfaðadal, upp Böggvisstaðadal, yfir Reykjaheiði — og heim. Geri aðrir betur! Nokkru seinna kom hann og sótti afganginn. En það voru fleirþ sem unnu álika afrek. Ekki efa ég, að íslenzk- ir bændur gætu enn þá sýnt við- líka þrek, ef í hart færi, en þó munu bættar samgöngur og ný- tízku farartæki sízt auka fornau þrótt. En við skulum vona, að mannkostir og menning fari vax- andi, þó að íslenzk æska sé ekki undir það búin að vaða klofsnjó sömu vegalengd og gamli Ólafsfirð- ingurinn með átta fjórðunga á baki. ÍV. íslenzkir bændur hafa löngum verið heimakærir og vanir vosbúð og hörku engu siður en sjómenn. Oft stunduðu þeir í senn landbún- að og sjómennsku, og bjuggu þó margir við þröngan kost. Átök við særok og liríðar hertu skap þeirra og vöðva, en hjartalag þeirra hélzl óbreytt — það var helgað konu og hörnum. Fyrir þau var barizt. I návist þeirra var hvíldar og sælu að vænta. Hvergi annars staðar. Við leggjum af stað með birtu, heyri ég næturgestina segja, er lok- ið var snæðingi í miðbaðstofunni. Enginn skildi þetta betur en fað- ir minn. Oft sá ég hann koma inn í bæjardyrnar, fannbarinn og klak- aðan. Væri hann í kaupstaðaferð, hikaði hann ekki við að halda heimleiðis einn sins liðs, þó að brostin væri á stórhríð. Sama gerði Stefán bróðir minn, nokkrum árum siðar. Eitt sinn sem oftar fór hann fót- gangandi til Akureyrar. Erindi lians i þetta sinn var að sækja læknis- lyf lianda einu barna sinna. Fór hann að kvöldi, og var ætlunin að lcoma heim timanlega daginn eftir. En þá var komin iðulaus stórhrið. Svo stóð á, að margir sveitunga hans voru i kaupstað.og urðu þeir ásátt- ir um að leggja af stað heimleiðis, þrátt fyrir ófærð og aftaka veður. Allan daginn fóV Stefán fremstur og tróð slóð þreyttum félögum. En svo fóru leikar, að einn og einn heltist úr lestinni og leitaði sér skjóls i bæ við veginn. Loks var Stefán orðinn einn eftir. En heim kom liann um kvöldið. Næsta dag var ófærðin meiri, en liríðin væg- ari. Klukkan eitt þann dag þurfti Stefán að flytja inál fyrir rétti á Akureyri — og það gerði hann. Slíkt er fágætur þróttur, sem ungu fólki er hollt að minnast. Skóla- gengið fólk má ekki verða pappírs- búkar. Þegar háværðin úr miðbaðstof- unni barst inn i Suðurhúsið, varð lítið úr lestri. Mér nægði ekki að heyra óminn af samtali og frásögn- um gestanna gegn um þilið, spratt upp úr sæti minu, lét skræðurnar eiga sig, valt mér framfyrir og tyllti mér á brikina hjá einhverj- um bændanna, sem allir voru mér ástúðlegir, eins og ættu þeir í mér hvcrt bein. Þarna svalg ég af vörum þeirra islenzka tungu í allri sinni dýrð. Hvorki voru það úrsvöl orð né frostreykur, ekki kveinstafir né bituryrði, heldur glitrandi perlur og gneistar log- andi. Það var eins og frostið og hriðarnar liefðu rnýkt i þeim skap- ið og röddina, hreimur orðanna minnti fremur á vorblæ en vetrar- storma. Sjaldan eða aldrei fannst VIKAN 6. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.