Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 36
SE HREINSUNIN ERFIÐ, ÞÁVANTAR VIM Sérhver þrifin og hagsýn húsmóðir notar hið kostaríka VIM við hreinsun á öllu eldhúsinu. VIM er fljótvirkt, drjúgt, gerileyðandi og hreinsar fitu og hvers konar bletti á svip- stundu. X-V 54«/lC-6441-50 Hann komst yfir flagið Frainhald af bls. 27. Síðan lagði ég spjótið niður og fór að hlaupa. — Og hvaða atvinnu fórstu í hérna i Reykjavík? — Erlendur heitinn Pétursson hjá Sameinaða hvatti mig með ráð- um og dáð og bauð mér m. a. starf hjá sér, — eða réttara sagt hjá Sameinaða Gufuskipafélaginu, á skrifstofunni. -—- Það hefur vafalaust komið sér vel fyrir þig að vinna hjá honum, því að þá hefur hann getað gefið þér fri, þegar þú hefur þurft að sinna íþróttunum, var það ekki? — Jú, það var geysimikið atriði fyrir mig. Bæði með æfingar og alls konar keppni, hæði hérna heima og ytra. Hann var ákaflega hjálp- samur við mig að þvi leyti og ég á honum mikið að þakka. Erlend- ur hafði jafnmikinn áhuga á því að ég iðkaði íþróttir og ég sjálf- ur, — jafnvel meiri. Þess vegna var þetta mögulegt. — Þú fórst oft til annara landa í keppnisferðir? — Já, líklega hef ég farið sam- tals 14—15 sinnum til að keppa erlendis. Árið 1948 var ég sendur á Olympíuleikana. Ég keppti svo i 8 eða 10 landskeppnum. — Hvenær settir þú drengja- metið í spjótinu, Ásmundur? — Það var 1947. Ég kastaði þa 55 metra. — Hvað varstu fljótur með 100 metrana? — Ég átti met í þeim ásamt Finnbirni á 10,5. Að vísu hljóp ég einu sinni á 10,3, en þá var með- vindur og það var ekki tekið gilt. En ég má segja mér það til frægðar, að ég var þá á undan Hilmari Þorbjörnssyni, en hann hljóp siðar þessa vegalengd á 10,3 og það var staðfest hjá hon- um þá. — Hvað með önnur met þín? — Ég setti met í 300 metrum 1950 á 34,5. 1 400 metrunum setti ég met á 48,8 árið 1955. Svo átti ég einnig met — ásamt öðrum auð- vitað — i fjórum sinnum 100 metra boðhlaupi og 4x400 metra boðhlaupi. í fimmtarþraut náði ég 2580 stigum 1954. — En hvað með flagið. Áttir þú ekki líka góðan árangur í lang- stökki, Ásmundur? — Jú, ég komst vel yfir flagið, er mér óhætt að segja. Ég stökk 6,68 metra í langstökki, og ég er viss um að flagið fræga hefur ekki verið breiðara en fjórir i mesta lagi ... — Hvað með atvinnuna ekki hefur þú alltaf verið hjá Sameinaða? — Nei. Ég var þar fyrst í um þrjú ár, þegar mest gekk á hjá mér í íþróttunum, en svo fór ég til Bandaríkjanna i kynnisferð og var þar í nokkra mánuði. Sex eða sjö mánuði, og þegar ég kom aft- ur, fór ég að vinna á skipaaf- greiðslunni hjá Eimskip. Þar var ég í ein 8 ár, þangað til ég fór aftur til Sameinaða. Ég hætti svo þar i fyrravetur ... •— Já, ég frétti að þú værir all- ur kominn í útgerðina. Hvað viltu segja mér um það? — Jú, ég hef eiginlega alltaf verið í útgerðarbraski, svona í og með allan timann, ásamt bræðrum mínum og fleirum. Við erum bún- ir að eiga þrjá báta samtals, sem allir hafa heitið Helgi Flóvents- son. Fyrst var það 47 tonna bát- ur, en svo fengum við nýjan 11D tonna bát, sem fórst i fyrra. Nú er Hclgi Flóventsson 220 tonna bát- ur, splunkunýr . . . — Og þú ert alveg kominn i út- gerðina, eða hvað? — Já. Það tekur allan minn tíina. Þetta hefur aukizt hjá okk- ur smám saman. Ég sá um söltun- arplan á Húsavík í sumar og í vetur rcikna ég með að við liöf- um fiskverlcunarstöð í Keflavík. — Býrð þú ekki ennþá að þjálf- uninni, sem þú fékkst fyrrum ... svona líkamlega séð? —- Ég lield nú það. Jú, jú, það máttu bóka. Ég gef mér að vísu lítinn tíma til slíkra hluta nú orð- ið, en ég finn það vel hve gotl það hefur gert mér. Það tapar ckki nokkur maður á því, og trú- legt þykir mér að flestir búi að því alla sína ævi. G.K. Hvar er örkin hans Nóa? Ungt’rú Yndist'ríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR Langholtsvegi 13, Rvik. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang örkin er á bls. Sími gg — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.