Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 44
MIÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðfer<5 og látið prenta alls- konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu- box. Leitið upplýsinga. HILNIR Skipholti 33. — Sími 35330. HF einn daginn lít ég eins og venju- lega í dálkinn um Colchester . . . og þar sá ég nafni'ð iians. Fyrir hvað heldurðu? Ég gat ekki gizkað á ])að. Rödd herra Brishers varð að lágu livísli og aftur hélt hann hendinni fyrir. Viðinót hans har allt í einu volt um jákvæða gleði. — Fyrir að gefa út falsaða peninga! sagði hann. — Falsaða peninga! — Þú átt þó ekki við að . .. ? — Jú . . . Það. Svikna. Þeir gerðu mikið veður út af þessu. En þeir náðu honum, þó að Iiann reyndi að koma sér undan. Gátu sannað að hann hefði gefið út . . . óh . . . næstum þvi tylft af fölsuð- um hálfkrónupeningum. — Og þú gerðir ekki? — Alls ekki. Það hefði gagnað honum lítið þó að ég segði að það væri úr fundnum fjársjóði. HVÍTFJALLALAND Framhald af bls. 9. hann hefði drepið fuglana sjálfur og hleypti af uppí loftið þegar minnst varði. Öllum viðstöddum krossbrá, en guttinn hló dátt. Svo kom annar og vildi fá mynd af sér með byssuna og miðaði henni á hóp- inn, sem heldur fór að ókyrrast. Forðaði sér hver bak við það sem næst var, en strákamir héldu áfram að skjóta fuglana niður úr trjánum. Brauðgerðarhús, það var í sömu götunni og skytturnar. Ef þið hafið séð gömul hesthús með steyptum flór frá því á kreppuárunum, þá er það eins og þetta bakarí. Þar sátu tveir með krosslagða fætur á gólf- inu og hnoðuðu deig á lágum borð- um, en eldstæði var inní einum veggnum og kökunum var ýtt á járnrimla yfir eldinum. Á þessu húsi var enginn gluggi en birtan kom innum opnar dyrnar. Hvernig mundu heimili fólksins vera? Um það gáfu gluggarnir litla vísbendingu, en þó urðum við fyrir tilviljun þeirri reynslu ríkari að koma á heimili. f steinlagðri og fremur þröngri hliðargötu stóðu tvö einstaklega falleg börn í dyrum, drengur og stúlka á að gizka þriggja til fjögurra ára gömul. Drengurinn berfættur og í léreftsmussu eins og flest börn austur þar, en stúlkan í snáðum kjól og sæmilegum skóm. Við vorum að hjala við þau á ís- lenzku og móðir þeirra kom út, illa klædd með aldagamla kúgun for- mæðra sinna í þústuðum svipnum, en þó vingjarnleg. Hún opnaði og hafði ekki á móti því, að við litum inn. íbúðin virtist aðeins eitt her- bergi og innanstokks tvö stór járn- rúm, bekkur og lítið borð; engin forstofa, dyrnar opnuðust beint út á götuna. Húsbóndinn sat þar á bekk, svartskeggjaður maður á að gizka um fertugt. Hann snæddi grænmeti úr skál án hnífapara og gerði hvorki að fagna né mótmæla. Þarna var svipur fátæktarinnar á öllum hlutum. Kornbarn lá í vöggu og annað í rúminu, líklega lasið. Viðkoman í öfugu hlutfalli við efna- haginn; þægindi tuttugustu aldar- innar hafa farið framhjá þessu húsi. INN MORGUN cr förinni heitið yfir fjöllin til Dam- askus í Sýrlandi. Þetta var sólríkur morgunn og sumir horfðu löngunaraugum á mannlausa baðströndina. En nú var ekki um annað að gera en halda áfram. Jafn- vel þótt einhverjum hefði hug- kvæmzt að verða eftir og njóta sjávarins og sólarinnar í nokkra daga í viðbót, þá var slíks ekki kost- ur. Við vorum hér með því skilyrði að halda hópinn í blíðu og stríðu; höfðum ekki leyfi til að skilja neinn eftir né bæta manni við. Það kem- ur að sjálfsögðu fyrir í svona ferð- um, að veikindi ásækja suma; eink- um er það maginn sem bregzt. En þá verður fólk að vera undir það búið að koma með, þegar haldið er af stað, hversu slæm sem líðanin er. Nú voru raunar allir við sæmi- lega heilsu í okkar hópi, enda hafði Ingólfur fararstjóri verið svo forsjáll að skrifa á undan okkur og beiðast þess, að austurlenzkt krydd og sterkir réttir yrðu sparaðir við ís- lendinga. Átta amerískir lúxusbílar renna úr hlaði; nú er ekki kotvísað með farartækin austur yfir fjöllin. Þeir eru víst fátækir af þægilegum lang- ferðabílum og enginn saknar þeirra. Þessir gæðingar eru að öllu leyti betri. Ég fæ sem ferðafélaga tvo ágæta Guðmunda, annan augnlækni og hinn endurskoðanda, Ingu Láru Guðmundsdóttur af Laugarvatnsætt og einkaritara fararstjórans og loks unga og fallega Ijósmóður, Huldu Jensdóttur. Nú eru farnir sneiðingar í hliðum, en skógurinn er þykkur og útsýnið takmarkað. Maður varar síg elcki á því, hvað þessir vagnar erú fljótir í ferðum, brátt er komið upp í við- líka hæð og Kjalvegur er, þar sem Reynistaðabræður urðu úti. í þess- um hlíðum hefur enginn borið bein- in í iðulausri stórhríð margra dægra. Litir haustsins eru á leiðinni; skóg- arnir hafa fengið brúngullinn blæ og Beirút breiðir úr sér á nesinu niðri við sjóinn. Hlíðar Líbanons- fjalla eru víst nokkuð nærri því að getta kallast veðursælasti blettur heimsins. Byggðin nær ótrúlega hátt, nýríkir dollaraprelátar frá Beirút og olíumillar frá öllum hin- um nálægari Austurlöndum hafa hreiðrað þar um sig og gamla aristókratíið í Líbanon heldur að sjálfsögðu sínu. Mér er sagt að flest ir í Beirút sem teljast bjargálna, eigi sumarbústaði einhversstaðar í hlíðunum og búa í þeim allt sumarið meðan hitinn liggur eins og farg yfir ströndinni. Nú eru flest þessara húsa auð og mannlaus, nema í bæj- um eins og Aley. Þar eru gleðistaðir og gamblarahallir því eitthvað verð- ur fólkið að hafa fyrir stafni. Brátt er komið uppí fjallaskarð í 1400 m hæð yfir sjó. Þar þrýtur skóga og verður grýtt á köflum; vesturhlíðar fjallanna eru fölbrúnar af sólsviðnum gróðri. Þarna snjóar um miðsvetrarleytið en sá snjór stendur að sjálfsögðu stutt. Engu að síður er alltaf vel hlýtt niðri á strönd Miðjarðarhafsins, svo hér er sá möguleiki fyrir hendi að nota sjóinn og snjóinn og sólskinið, þeg- ar hann blæs hvað svalast á þorr- ££ _ VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.