Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 50
Heildverzlun HALLDÓRS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 18. Símar 12586 og 23995. ■ verndar litaraftið í vetrarkuldum. Þegar þér kaupið snyrtivörur, biðjið um Dubapp^y Látið Dubarry CLEANING CREAM hreinsa og fegra húð yðar. og Dubarry VANISHING CREAM hafir ekki vit til að notfæra þér. Kæri Draumráðandi. Mig langar til að biðjá þig að ráða draum fyrir mig. Mér fannst ég vera í tjaldi skammt frá þeim bæ, sem ég er fædd á. Þar var einnig fólk sem ég þekkti. Ég kem út og stend fyrir utan tjaldið mitt en í því kallar stelpa heiman frá bæn- um, „sérðu roðadepilinn sem er yfir tjaldinu þínu og veiztu hvað það þýðir.“ Ég horfi nú upp í loftið og sé þennan roða, sem er alveg kringl- óttur á stærð við dálítið stóran pott- hlemm. Ég horfi á þetta og sé að roðinn líður yfir næsta tjald til hægri. Ég stóð fyrir framan tjöldin og roðinn greiðist þar í sundur og hverfur. Mér finnst þegar ég sé þetta að það boði eitthvað illt og bið fólkið í hinum tjöldunum að flytja sig þaðan, því að ég vilji ekki vera hér, en það vill ekki fara. Þegar ég kem heim á bæinn, segir stúlkan sem kallaði til mín, að roðinn þýði rógburð en ég viti líklega ekki hvað Ný gerð af smásjá Framhald af bls. 3. hennar úr tíu feta f jarlægð, og einnig taka ljósmyndir af stækkuninni. Tæki þessi eru auk þess tiltölulega ódýr, eða á níu dali vestur í Banda- ríkjum. Ættu skólar, sem hafa hug á að kaupa smásjár að spyrjast fyrir um þessa gerð, er tekur þeim eldri mjög fram. það þýði. Ég segi að það þýði illt umtal, og líklega í ástamálum. Mig dreymdi margt fleira þessa nótt en þetta var skýrast, en yfir- leitt fannst mér allt ganga mér svo illa og vera mér svo andstætt. Með fyrirfram þakklæti. Halla. Svar til Höllu: Sagt er að viss tegund rauðs litar í draumi sé tákn deilna. Þessi litur er dekkri tegund heldur en hinn venjulegi rauði litur og þar sem mikið her á honum í draumi verður ekki greint af lýsingu þinni af draumnum hvers konar tegund litarins var að ræða, en Ijóst er að hann verkaði á stúlk- una heim á bænum, sem illt tákn og að því er virðist varst þú á sama máli. Þess vegna verður að álíta að draumurinn bendi til einhverra deilna og þá helzt við það fólk, sem roðadepillinn stað- næmdist yfir og leystist upp. Kæri Draumráðandi. Vilduð þér gera svo vel að ráða fyrir mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi í nótt. Mér þótti sem ég væri stödd ein- hvers staðar þar, sem fólk var að dansa, en þó greindi ég ekki um- hverfið eða fólkið. Kemur þá maður til mín og fannst mér sem hann væri eitthvað drukkinn. Hann biður mig að dansa við sig en ég var ekkert hrifin, en dansaði þó við hann fyrir kurteisissakir. En þegar við erum búin að dansa nokkur spor sé ég að maðurinn er allur blóðugur en mest fannst mér blóðið vera á fötum hans og þá sérstaklega á bakinu. Segi ég þá við hann: „Hvað er að sjá þig maður, hvað hefur komið fyrir þig?“ Sagði hann þá, að hann hefði annað hvort lent í ryskingum eða dottið. Leiddi ég hann þá út af gólf- inu en sá um leið að dansfólkið fékk blóð í föt sín um leið og það straukst við hann. Kom nú þarna eitthvað fólk og tók manninn, en ég stóð þarna og þurrkaði af mér blóðið, sem ég hafði fengið á ennið og hend- urnar. Maðurinn var ekki neinn, sem ég þekki eða hef séð. Ég sá hvergi blæða úr manninum. M. J. Svar til M. J.: Blóðrefjar á fólki benda til þess að óvinir eða óvildarmenn sækist eftir að vinna tjón á þeirri góðu framabraut, sem áunnizt hefur. Raunar er varað við nýj- um kunningjum um þær mundir, sem mann dreymir draum sem þennan. Með hliðsjón af þessu og draumnum mundi hann því benda til að þú hittir mann, sem ekki reyndist þér sem skyldi og svo virðist, sem fleiri yrðu flækt- ir í vandræði þau, sem hann stofnar till Kæri Draumráðandi. Á Jónsmessunótt dreymdi mig að ég vaknaði um morguninn í herberg- inu mínu, og þá sé ég autt rúm (sjúkrarúm) standa á miðju gólfi. Ég vissi að móður minni, sem var veik á spítala, var ætlað þetta rúm. Þá verður mér litið upp og sé ég þá að móðursystir mín, sem heitir Guðrún, var þarna nærstödd. Um leið og ég leit undir rúmið sá ég hvar vætlaði vatn út úr veggnum og rann undir rúmið. Á litlu borði, sem á var rósóttur dúkur, sem ég á sjálf, sá ég 3 litlar perlur. Ég tek þær 1 lófa minn, skoða þær en missi þær allar á gólfið. Tvær þeirra sem voru eins, brotnuðu þegar í stað, en sú þriðja, sem var bleik með stjörnu í, var heil. Um leið og ég tek hana upp birtist mér amma mín, sem hét Guðlaug. Þess skal getið að ég er orðin fullorðin og allt það fólk sem við kemur þessa sögu, er löngu látið. Spurul. Svar til Spurullar: Flest munu tákn þau er í þess- um draum birtast benda fremur til einhverra veikinda, svo sem sjúkrarúmið, vatnið er seitlaði út úr veggnum og undir veg^n- um, svo og perlan. Margir telja að viðræður við framliðna bendi til heillavænlegrar . framtíðar, þannig að álykta verður að þú komizt vel yfir þetta allt og eigir .heillaríka framtíð fyrir höndum. HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniðunum 38 kO k% hk kO k& 5° Baklengd í cm .. Brjóstvídd ...... Mittisvídd ...... Mjaðmavídd ...... 40 41 42 42 42 43 43 86 88 92 98 104 110 116 64 66 70 78 84 90 98 92 96 100 108 114 120 126 Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5 cm í fald. „ T A TIJ A “ I Sendið mér í pósti pils og blússu, sam- I kvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem I tryggingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég H hérmeð kr. 100.00. S Stærð ...... Litur ......................... g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá I ................... [ Nafn ...................................... | Heimilisfang .............................. ! Saumtillegg. Já □ Nei □ £Q — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.