Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 3
thffcfandi Hilmir h. f. Hitstjóri: j Gísli Sigurðsson (ábm.). Auglýslngastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Bláðamenn: Guðmundur Karlsson og Signrður Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133. simi 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 20. Áskriftarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist íyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda- mót: Rafgraf h. f. í NÆSTA BLAÐI SJÁLFSMYND. — Ernest Heming- way reit grein um sjálfan sig skömmu áður en hann dó og gerir alis konar játningar; skrifar um skáldið Heming- way, heimsmanninn og hermanninn; um stíl, um konur, um nautaat og áhættuna sem hann tók alltaf sjálfur. Margar snjallar myndir af Heming- way fylgja greininni. FANNIR KILIMANJARO. Ein fræg- asta smásaga Hemingways. í BAALBEK OG DAMASKUS. Grein úr Jórsalaför fslendinga með Ferða- félaginu ÚTSÝN í haust. Eftir Gísla Sigurðsson, ritstjóra. SVO GETUR SKÝRUM SKJÖPLAZT. -—- Smásaga. HVER VERÐUR „UNGFRÚ 1SLANГ. Sitt af hverju tagi um fegurðarsam- keppnina í ár. SKYSSAN. — Smásaga eftir James Gould Cossens. NÚ REYNIR Á KAPPANN. — Þetta er áframhald af greinarflokknum „Ertu að leita að konu“ og um leið niðurlag hans. Hér segir höfundurinn frá því hvað einn ungur maður á að gera og gera ekki, þegar hann liittir þá útvöldu. í ÞISSARI YIKII Rhodes-þríhyrningurinn. Þið vitið hvernig það er með þríhyrninga — við höfum raunar einn í framhaldssögunni — en hér kemur annar og ólíkur. I»ví nú er það hún Agatha Christie, sem matreiðir málið og gerir það af þeirri snilld, sem hún er vön. Engan grunar þann seka, en lausn málsins kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Einveran drepur þig. Allir hugsandi menn vita, að einvera er nauðsynleg og þroskandi. En hvað gerist, þegar einn maður kemst í það að lifa hinni algjöru einveru: Útilokun hljóðs, lyktar og yfirleitt allra ytri áhrifa? Eftir því sem bezt er vitað, þá þolir það enginn nema mjög skamman tíma. Vikunnar ýmsar íslenzkar og erlendar fyrirmyndir í húsagerðarlist. í þetta sinn fjallar hann um fjögurra herbergja íbúð í Álfheimum, sem að ýmsu leyti má kallast til fyrirmyndar hvað ágæta skipulagningu og nýtingu gólfflatarins áhrærir. Allt þetta fyrir 30 fiska. Veiðiklúbburinn Strengur fer ekki aðeins í veiðiferöir á sólbjörtum sumardögum heldur ieggur hann í svaðilfarir og óbrúaðar ár að vetrarlagi til Jiess að geta dorgað í nokkra klukkutíma. Vikan hefur farið með þeim Strengs-mönnum vestur á Langavatn á mörkum Mýra- og Daiasýslu, liar sem lieir veiddu niður um fs — misstu bílinn niður um ís. CnDCIH All Ef maður er vel kliæddur, gerir ekkert til, þótt frostið sé hart; runoltl H n Það er &0tt að hvíla sig eftir erfiða göngu. Það finnst að minnsta kosti Sveini Kjarval húsgagnaarkítekt, sem að þessu sinni prýðir forsíðuna okkar. Hann er þarna staddur ásamt fleiri góðum mönnum á Langavatni til þess að veiða niður um ís. Frá þessari veiðiferð er sagt í máli og mynd- um á bls. 6—9, en Rafn Hafnfjörð offsetprentari tók þessa skemmtilegu forsíðumynd. VIKAN 7. tbl. — 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.