Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 4
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Biðjið um Kaníer's og þér fáið það bezta. Skellinaðra ... Mér finnst ég þurfi endilega að segja þér smásögu, Póstur minn, sem kom fyrir mig hérna um dag- inn, og sýnir hvað sumt fólk er kærulaust með það hvernig það svarar í síma. Ég ætlaði að hringja í ákveðna stofnun í Reykjavík, og þóttist muna númerið rétt. Þess vegna leit ég ekki í símaskrána, en stimplaði númerið eftir minni. ,,Já,“ var sagt óblíðri kvenmanns- röddu. „Hvar er þetta, með leyfi?“ sagði ég. „Á Seltjarnarnesinu," var sagt með sama hörkutóninum. (Hún sagði að vísu ekki Seltjarnarnes, það var annar bæjarhluti, en ég vil ekki særa neinn með því að gefa það upp). Ég baðst afsökunar, sagði að ég hefði fengið skakkt númer, og þar með var því símtali lokið. Það er auðvitað mér að kenna að ég lét mér ekki segjast, en hélt nú að ég hefði stimplað skakkt, og hringdi því aftur í sama númerið, því ég þóttist viss um að það væri rétt. Mér brá heldur betur í brún, þegar sama röddin svaraði aftur, og nú öllu hörkulegri. Ég baðst þegar afsökunar að ég skyldi vera að gera ónæði, en spurði nú samt hvar þetta væri, því mig langaði til að fá það á hreint hvort ég væri með rétt númer í kollinum. „Hvert ætluðuð þér að hringja?“ spurði konan, og ég er viss um að ef hún hefði getað hent í mig eins og einu matarstelli, þá hefði ég fengið það í hausinn. Ég sagði henni hvert ég ætlaði að hringja, en ég var varla búinn að Ijúka við orðið, þegar hún skellti símatólinu á, og ég held næstum því að ég hafi heyrt glyminn í því, þegar það skall á símanum. Það má e. t. v. segja að þarna hafi ég átt mína sök, að taka ekki símaskrána strax til ráðfæringar, en það breytir ekki því að konu- ræfillinn kom alveg frámunalega dónalega fram við mig, — og vafa- laust alla, sem verður þetta á. Hún hefði strax getað sparað sér þetta ónæði og geðvonzku með því að segja strax hvar þetta væri, því varla er það leyndarmál, — eða hvað? Sumum er svo ótrúlega sárt um að segja hvar þeir séu eða hverjir, að það jaðrar við það ótrú- lega, — nema þegar það hefur þegar verið svo ókurteist í símann, að það sé farið að skammast sín. Kannski það hafi verið svona í þetta sinn. En sagan er ekki búin. Ég vissi nú í hvaða númer ég hringdi, því ég skildi að ég hafði haft skakkt númer í huga frá upp- hafi. Þess vegna leitaði ég númerið uppi í símaskránni, og sá mér til mikillar skelfingar — eða ánægju — að þessi kona bjó í næsta húsi við mig, og hafði einmitt átt í útistöð- um við konuna mína fyrir nokkr- um dögum. Þá hafði ég ávítað mína konu fyrir að reyna ekki að gera gott úr þessu, því vafalaust ætti hún líka einhverja sök, en hún lét sér r ekki segjast. Það var mitt fyrsta verk að hringja heim, og biðja konuna mína afsökunar, og óska þess að hún hefði engin samskipti við þessa fínu frú framar, því ég væri búinn að kom- ast að því hvern „mann“ hún hefði að geyma. Svona getur þetta farið fyrir ókurteisu fólki, að þótt það reyni að leynast til að ekki vitnist hver hefur verið svona dónalegur, þá get- ur hæglega komizt upp um það í ekki stærra þjóðfélagi en við bú- um í. Sími sjómaður. Svar: Satt! satt! Ó, — svo satt! Mikið skelfing held ég að konu- greyinu líði nú illa eftir að hafa tapað af kunningsskapnum við þig og frúna ... en meðal annarra orða, — þú hefur alveg gleymt að skrifa undir bréfið þitt með fullu nafni. Skyldi það vera ... getur það verið satt, að þú sért að leynast ... ? Nei, því trúi ég ekki, eins og þú ert kurteis. Nýtt ár... Kæri Póstur. Hvernig á að skrifa ný(j)ár? G. ■-------Ég lærði það í skóla, að rétt stafsetning á þessu orði væri NÝÁR — en j-ið vill oftar en ekki slæðast með, og skilst mér að mönnum líðist slíkt. Klapp-klapp ... Vegna hvers er saltfiskur kall- aður „Klipfisk" á dönsku? Svar: Það mun vera breyting á orðinu „kleppfisk“, en klepp er aftur sama orðið og klöpp á íslenzku, eða m. ö. o.: Klappar- fiskur. Engin takmörk ...? Kæri Póstur. Mikið lifandis skelfingar ósköp geta sumir menn verið öllu skyni skroppnir. Það er eins og það séu hreint engin takmörk fyrir sljóleik- anum hjá sumum mönnum. Ég sá um daginn ágæta mynd í Háskólabíói, og hét sú Psycho — ágætasta mynd í alla staði, fyrirtaks hrollvekja og afar spennandi. Þetta er eins af mörgum myndum, sem missir gjörsamlega gildi sitt, ef menn vita fyrirfram efni hennar og endi •—• því að spenna byggist ó- hjákvæmilega á óvissu. En nú bregður svo við, að bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn birta gagnrýni urn þessa mynd, sem er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.