Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 5
 svo sem gott og blessað, en veslings gagnrýnendurnar virðast vera svo undarlega sljóir og forheimskaðir, að þeir geta ekki setið á sér — verða að skýra frá öllu „plottinu“ í minnstu smáatriðum. Manni gremst svo svona heimska, að mann skortir orð til að lýsa vanþóknun sinni. Þetta er alls ekki hlutverk kvikmyndagagnrýni, síður en svo — eða ætluðu þessir frómu gagn- rýnendur að ná jafnmikilli spennu í gagnrýni sinni og Hitchock náði í mynd sinni — ef svo er, þá eru skrif þeirra afsakanleg. Með þess- um skrifum sínum eru gagnrýnend- urnir búnir að eyðileggja góða skemmtun fyrir ótalmörgum, sem lásu af tilviljun þessi heimskulegu gagnrýni, áður en þeir sáu myndina. Og ekki nóg með það — mér er fortalið, að allt sé á sömu bókina lært í sýningarskránni — þar er skýrt frá því, hvernig öllu lyktar. Ég á satt að segja ekki orð! Og þetta er ekkert einsdæmi. Stundum birta dagblöð og vikublöð söguþráðinn úr myndum, sem sýnd- ar verða hér á næstunni — oft eru þetta einmitt myndir, sem þola alls ekki, að ljóstrað sé upp um endinn. Er ómögulegt að troða því inn í þykkan hausinn á því fólki, sem leyfir sér að birta slíkt, að mynd, sem byggist á spennu, verður leið- inleg flatneskja, ef menn þekkja söguþráðinn fyrirfram? Ég vona bara, Vika mín, að þú gerir þetta aldrei — ég skyldi aldrei trúa því á þig. Ég vil beina því til ritstjóranna, að þeir gefi þessum gagnrýnenda- skúrkum duglega ráðningu, og ef þeir taka ekki sönsum í snatri, þá verði þeim sparkað og það duglega. Svo þakka ég fyrir mig. Gilli. Kvikindi ... Kæri Póstur. Ég hef orðið þess vör, að til þín er leitað með lausn hinna ýmisleg- ustu vandamála, og margt gott ráð- ið hefur hinn ráðþrota lesandi til þín sótt. Þess vegna ætla ég að snúa mér til þín í von um góð ráð — en svo er málum háttað að ég er í gömlu húsi og íbúð mín á neðstu hæð. Þar hef ég nýlega orðið vör við einhver kvikindi, sem ég held að séu silfur- skottur. Þau eru allt að 1 cm á lengd, dá- lítið keilulaga, mjó, með tveimur fálmurum og þrem öngum aftur úr bolnum, svargrá og gljáandi á bak- ið en ljós að neðan, mjög frá á fæti. Nú er það spurningin: hvernig get ég útrýmt þessum ófögnuði úr íbúð minni? Hvað og hvert er hægt að snúa sér eftir aðstoð eða örugg- um ráðum gegn þessum ófögnuði? Fyrirfram þakkir og kveðja. Ráðþrota húsmóðir. ✓ Snúðu þér strax til Heilbrigðis- eftirlits ríkisins. Hið opinbera hefur á sínum snærum meindýra- eyði, sem silfurskottur og alls konar skottur eru dauðhræddar við — og ekki að ástæðulausu. GóS vísa ... Ég geri mér Ijóst, að kvörtunar- dálkar blaðanna eru oft puntaðir með svipuðum kvörtunum og þeirri, sem ég hef hér fram að færa, en aldrei er góð vísa oft oft kveðin. Ég er maður á miðjum aldri og get varla talizt strákslegur lengur, en engu að síður virðist sem svo, að þeir lögregluþjónar, sem verða á vegi mínum, áliti mig hreinasta strákling eða eitthvað þaðan af verra, því að sá talsmáti, sem ég hef rekið mig á hjá þessum vörðum laganna (með heiðarlegum undan- tekningum) myndi móðga jafnvel fermingarbörn. Það er frumkrafa góðborgara, að laganna verðir komi kurteislega fram við þá, jafnvel þótt þeim (góðborgurunum) verði á nokkrar smáyfirsjónir. Það er víst leitun að þeim laganna verði, sem kann að þéra fólk — það er a. m. k. mín reynsla. Og ef maður gerist svo djarfur að minnast á það við þá, að e. t. v. mættu þeir sýna öllu fágaðri framkomu, ætla þeir af göfl- unum að ganga og fara með mann eins og stórglæpamann. Væri ekki ráð, að mannasiðanám- skeið yrði einn þátturinn í þjálfun lögreglumanna? Hann. Það má vel vera að einhverjir einstaklingar séu í lögreglunni, sem ekki eru vissir í þéringum. En okkar reynsla á þessu blaði er sú, að mannasiðir lögreglu- þjóna séu yfirleitt prýðilegir, hvað sem annars má segja um starfsemi lögreglunnar. ÞAU MISTÖK URÐU í 5. tölu- blaði Vikunnar 1963, að myndatextar brengluðust á bls. 11, þannig að nafn Magn- úsar fylgdi myndinni af Jóni og öfugt. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistök- unum. Það hefur undraverð og endurnýjandi áhrif þegar, gegnura húðfrumurnar. Áhrif þess koma fljótlega fram og sýna Ijóslega hvaöa kraftaverk er hægt aö framkvæma meö notkun ,,drottningarhlanpsins“ Creme a la Gelée Royale: (Kremið) Er mjög nærandi fyrir húðina. Endur- nýjar frumurnar og heldur húðinni stöðugt ung- legri. Mýkir andlitsvöðvana og sléttir úr hrukk- Elixir a la Gelée Royale: (Andlitsvatnið) Gefur húðinni jafnan litarhátt og styrkir hana. Sérstaklega bendum vér á notkun þess á undan andlitsförðun. Baume a la Gelée Royale: (Hrukkusmyrslið) Dregur úr hrukkum kringum augun og er nærandi og fegrandi fyrir augna- umbúnaðinn. Er áhrifamikið og algerlega skaðlaust. Savon a la Gelée Royale: (Sápan) Henni er blandað saman við „drottn- ingarhlaupið" og kemur þessvegna í veg fyrir að húðin þorni, — en gerir hörundið aftur á móti mjúkt og bjart .yfirlitum. Við bendum viðskiptavinum okkar á að nánari upplýsingar og notkunarreglur má finna í „ORLANE HANDBÓK UM FEGRUN“ sem við höfum gefið út á íslenzku og er nú fáanleg hjá umboðs- mönnum vorum, yður að kostnaðarlausu. Bjóðið húð yðar ávallt það bezta, með því að nota ORLANE snyrtivörur. Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, Isafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum. OKLANE P A R í S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.