Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 9
Sévrólettinn dreginn atturábak upp úr ánni. Það er ekki að i'urða, þótt Beo-Studebakcrinn blási frá sér, þegar hann þarf að komast yfir aila þessa ísa. biðu hinum megin á bakkanum með mynda- vélar til taks, eftir því að trukksi renndi sér yfir ána. En það dróst. Eftir hverju var bíl- stjórinn svo sem að bíða? Hver vissi það? Loks kom Haraldur arkandi yfir ísinn í klossa á öðrum fæti en stígvéli á hinum, og sneiddi í þetta sinn fram hjá vökinni, sem hann hafði áður kynnzt. Jú, Guðmundur var að reyna að ná sambandi við umheiminn í talstöðina, taldi ófæru að leggja út á ána öðru vísi en að eiga von í hjálp, ef illa tækizt til. Það dimmdi óðum. Myndasmiðir voru orðnir uggandi. Ef hann færi nú ekki að leggja af stað, yrði ekki hægt að ljósmynda gamminn geysast yfir þessa fyrstu ófæru. Loks sást hvar Guðmundur kveikti sér í sígarettu, og að því loknu lagði hann af stað. Fyrst ók hann út með brekkufætinum upp með ánni, nokkrar bíl- lengdir, hjakkaði þar, þangað til bíllinn vissi beint að ánni, og svo — ops! Hörslið á bakk- anum lét undan, og bíllinn seig virðulega niður að aftan! Nei, þetta var ekki hægt! Ennþá eina fimm sex metra frá árbakkanum! Menn settu myndavélarnar aftur í hulstrin og hlupu yfir ána. Það tók ekki mjög langan tíma að höggva og moka bílinn lausan úr þessari rennu, og síðan hélt hann áfram beint út á ísinn. Fyrst hægt og hikandi, eins og hestur, sem hnusar af vatninu, áður en hann leggur af stað yfir það. Síðan öruggar, með jöfnum, ákveðnum hraða, og — ■— Svei mér, ef hann ætlar ekki að hafa það af, hugsaði ég, og stóð mig þá í fyrsta sinn að því, að verða undrandi yfir slíkri heppni, þrátt fyrir alla bjartsýnina. En í sama bili kvað við brestur, og hægra afturhjól braut sig niður úr svellinu. Bíllinn hentist yfir á hægri hliðina, vinstra framhjólið fór hátt í loft upp og vinstra afturhjól lyftist líka, svo náði bíllinn jafnvægi og vinstri hjólin skelltust niður á ísinn, aftur- hjólið í gegn. Þarna sat hann, næstum upp á cndann, framhjólin aðeins tvo til þrjá metra frá þráðum bakkanum hinum megin. Myrkrið var að skella á. Geð ferðalanganna, sem fram að þessu var bjart og glatt, — því illur grunur minn um óforsjála áfengisneyzlu þessara kappa reyndist byggður á sandi, — myrkvaðist að nokkru. En sút er ekki tíðkuð í ferðum Strengs, heldur var nú þrifið til ís- högganna og hafizt handa með að brjóta frá afturhjólunum. Það var brotið fram undir miðj- an bíl, ekið eftir rennunni að skörinni, brotið aftur. Trukkurinn færði sig örlítið fram, spól- aði svo á framhjólunum, og keðjurnar gerðu far í ísinn. Þegar hafizt var handa á ný við að brjóta ísinn, snaraðist Guðmundur út. — Spólaði hann hérna megin að aftan? spurði hann þá sem vinstra megin voru. — Nei. ■— En hérna megin, spurði hann hægri mennina. — Nei. — Það var nú það. Þetta heyrðist mér. Það er brotinn öxull. Þá förum við ekki lengra að sinni. Það var orðið aldimmt. Bæði í óeiginlegri merkingu og eiginlegri. Löng leið enn eftir að leitarmannakofanum, þar sem gisting var fyrirhuguð um nóttina, þar sem mýsnar í Langavatnsdal halda til á veturna, þessar sak- lausu hagamýs, sem Magnús í Skeifunni var sagður hræddur við, en harka þó af sér, því Sveinn Kjarval hafði boðizt til þess að setja hangikjöt í skeggið á sér áður en hann færi að sofa, til þess að mýsnar hefðu um annað skemmtilegra að hugsa en hrella hinn nauð- rakaða Magnús. Þótt Guðmundur hefði með samræðum við góða menn fyrir sunnan gegn um talstöðina von um að fá hjálp, var hennar vart að vænta fyrsta kastið, og síðan tæki drjúga stund að gera við öxulinn brotna, áður Framhald á bls. 40. Sveinn Kjarval cr búinn að loka utan nm sig buxunum á ný, og hvílist á ferðabcddasólstól Bafns. Jóhannes sonur hans harfir á. í baksýn cru lcifarnar af bátanausti barónsins á Hvítár-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.