Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 10
Um daginn var verið að tala um sjón og gleraugu, þar sem ég var staddur í húsi. í því sambandi minntist ég eitthvað á kontakt linsur, og konan í húsinu spurði: — Kontakt linsur? Hvað er það? Hvað heitir það á íslenzku? — Ja ég veit það ekki, sagði ég, — Ég held þær hafi ekki verið skírðar hér, en það mætti kannski kalla þær snertigler. — Og hvað er þetta svo? spurði konan. — Þetta eru litlar linsur, sem eru settar á augun og koma í staðinn fyrir gleraugu. — Hvernig eru þær settar á augun? — Þær eru bara teknar á einn fingur og settar framan á sjáaldrið.— Hvernig tolla þær? Eru þetta eins konar teiknibólur? Þar sem margir vita jafn lítið um þessi sjóngler og blessuð konan, datt okkur í hug að grennslast svolítið fyrir um þau. Sá fyrsti, sem lét sér detta í hug, að hægt væri að búa til sjónglcr til að bera í augunum, hét Leonardo da Vinci, og þarf víst ekki að kynna þann góða mann frekar. Síðan var hugmyndinni ekki hreyft, fyrr en August nokkur Muller gerði slík sjóngler árið 1899. Þau voru stór og þung, þar sem þau voru af gleri gjör, og þöktu næstum alla hvítuna. Það var erfitt að láta glerin henta þeim, sem þau vildu fá, og verðið var langt fyrir ofan skýin. Fyrstu plastlinsurnar voru einnig af þessari stóru gerð, og á þær varð að bera sérstakan vökva, svo að augað þornaði ekki um of, og ekki var hægt að ganga með þær lengur en fjórar klukkustundir í einu. Þá kom methyl-methacrylate plastic — tegund af plexigleri — fram í dagsljósið, og sömuleiðis uppgötvaðist, að ef gat var haft á sjónglerinu, svo að tárin gætu leikið um augað og innanvert glerið, var sérstakur vökvi óþarfur og hægt að ganga tímum saman með sjónglerið. í þriðja lagi var svo farið að gera tilraunir með litlar linsur, sem aðeins þekja sjáaldrið, og þar með fór skriðan af stað. Ævintýramennirnir urðu fyrstir til. Þeir ruku upp til handa og fóta og auglýstu ágæti sjónglerjanna með pésum, sem þeir sendu þeim, sem þurftu hvort sem var að nota gleraugu. Þeir skírskotuðu til kvenlegs yndisþokka og karlmannlegrar hreysti, og sögðu að það væri ómögu- legt að finna, að maður hefði nokkurn skapaðan hlut í auganu. Dæmi væru til að sumir hefðu haft linsurnar í hálft ár í auganu án þess að taka þær nokkru sinni úr, þeim fylgdu alls engin óþægindi, væru óbrjótan- leg, gætu ekki skaðað augað, og síðast, en ekki sízt, þær gæfu mun betri sjón en venjuleg gleraugu. Áður en langt um leið, neyddust Ljósm: Kristján Magnússon. Kristín Bernhöft -- sjáiö 2Q — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.