Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 11
Meðan Jóhann er að kanna augun í þeim, sem vitja hans, sctur hann í þau efni, sem Iýsir. Við þá hirtu er þessi mynd tekin. Jóhann skoðar augu sjúklings. opinber yfirvöld í Ameríku til þess að grípa í taumana. Út var gefinn pési, þar sem skýrt var undan- dráttarlaust frá kostum og göllum kontaktsjónglerja. Þar var sagt, að hversu vel, sem sjónglerin falli, céu þau aðskotahlutur í auganu, svo sá sem ætlar að bera þau, verður að venjast þeim á sama hátt og menn verða að venjast gervitönnum. Þau valda sumum óþægindum í eina eða tvær vikur, öðrum mánuð eða jafnvel meira. Þeir eru einnig til, sem finna ekki til neinna óþæginda. Þeir fara til sérfræðings, fá sjónglerin, setja þau á augun og vita svo ekki af þeim meir. Hve stór eru þessi sjóngler? Þau eru lítil rétt á stærð við aspirín- töflu. Þau þekja aðeins sjáaldrið, en ekki meira. Þau liggja ekki á því, heldur þunnri tárahúð yfir því. Þau er hægt að fá lituð, þannig að þau breyti augnalit, en þó aðeins bláum, gráum eða grænum í brún — ekki öfugt. Margir þekktir menn hafa notað þessa aðferð til þess að bæta sjónina án þess að hafa mublur í andlitinu, cins og sumir kalla gleraugun. Meðal þeirra má nefna kvikmynda- stjörnurnar Esther Williams, De- borah Kerr, Ann Sothern og Debra Paget. Og Nína Foch, sem venju- lega er bláeyg og norræn yfirlitum, notaði sólglerin til þess að breyta sér í brúneyga egypzka stúlku í kvikmyndinni Boðorðin 10. Því fer fjarri, að þessi tækni sé enn ókomin til íslands. Við eigum meira að segja sérfræðing í þessari grein. Hann heitir Jóhann Sófusson, og vinnur sem gleraugnasérfræð- ingur í gleraugnaverzluninni Optik. Á miðvikudögum og laugardögum hefur hann þó heimsóknartíma fyrir þá, sem vilja fá sér kontakt- sjóngler, en þeir eru nú orðnir eitthvað um 200 talsins. Við lögðum leið okkar til Jóhanns til þess að vita, hvað hann vildi segja okkur um sjónglerin, sem eini íslenzki sérfræðingurinn um mátun þeirra og meðferð. — Það er ómögulegt að segja, Framhald á bls. 43. Kristín Norðmann með sjóngler. Kristín Norðmann með gleraugu. VIKAN 7. tbl. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.