Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 25
UNGFRÚ ÍSIAND Nú fer senn að líða að því að fegurðarkeppnin vinsæla fari enn einu sinni af stað, og að sjálfsögðu mun Vikan taka sinn drjúga þátt í henni og stuðla af mætti að því að hún megi takast svo vel, sem kostur er. Að þessu sinni verður tilhögun keppriinnar með örlítið öðru sniði en áður hefur verið, en reynt er á hverju ári að haga keppninni þannig að hún verði sem glæsilegust og reynsla fyrri ára notuð til að framkvæmd hennar megi verða sem bezt. f fyrra voru birtar myndir af 10 stúl'kum, sem voru nokkurs konar frambjóðendur til keppninnar, en sex þeirra komu aðeins til úrslita. Þessu fylgdi sá ókostur að stúlk- urnar fjórar, sem engin verðlaun hlutu, undu hag sínum ekki svo vel sem skyldi, og þess vegna verður nú sá hátt- ur hafður á, að dómnefndin velur sex stúlkur tii þátttöku, og verða birtar myndir af þeim öilum í Vikunni. Þessar sex stúikur verða allar í úrslitum mn verðlaunin — og fá allar verðlaun, en þau eru sem hér segir: 1. verðiaun. Ferð til Kaliforníu og þátttaka í ,,Miss In- ternational" fegurðarsamkeppninni þar. Síður kvöldkjóll. $ 100 skotsilfur. Einnig ferð um Miðjarðarhaf með skemmtiferðaskipinu Arkadia. 2. verðlaun. Ferð til Miami, Florída, og þátttaka í Miss Universe fegurðarkeppninni. $ 100 skotsilfur. Einnig ferð til Maliorca og þátttaka í fegurðarsamkeppni þar. 3. verðlaun. Ferð til Libanon og þátttaka í fegurðarsam- kepprii þar. 4. verðlaun. Ferð tii London og þátttaka í Miss World keppninni. 5. verðlaun. Ferð til Norðurlanda og þátttaka í Miss Scandinavia keppninrii. 6. verðlaun. Ferð til Norðurlanda og þátttaka í Miss Scandinavia keppninni. Enda þótt fyrstu og önnur verðlaunin séu vitanlega eftir- sóknarverðust, þá er auðsætt að hin verðiaunin f jögur eru einnig mjög glæsileg, og er því til mikils að vinna fyrir þá stúlku, sem fær að taka þátt í keppninni og ætti þetta að verða til þess að hver sú stúlka, sem á þess kost, láti ekki á sér standa til þátttöku. Það skal ítrekað að allar þær sex stúlkur, sem verða valdar til þátttöku, verða í úrslitum og fá verðlaun, en aðrar koma aldrei fram opinberlega, né verða birtar af þeim myndir. Vikan beinir þeirri áskorun til lesenda sinna, að láta Vikuna vita, ef þeir vilja benda á einhverja stúlku til þátttöku, og helzt ef stúlkur, sem áhuga hafa á þvi, vildu sjálfar hafa samband við Vikuna með því að fylla út seðil- inn sem hér fylgir og senda til Vikunnar, P.O. Box 149. Einnig er hægt að hringja til ritstjórnar Vikunnar í síma 35320. TILLAGA um þátttakanda í fegurðarsamkeppninni 1963. Nafn þátttakanda ...................................... Aldur....... Heimilisfang.............................. Sendandi .............................................. Heimilisfang ....................... Sími .............

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.