Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 26
Það er þessu, sem vísindamennirnir kvíða: Við erum stödd á Canaveralhöfða. Starfsmenn geimrannsóknastofnunarinnar eru þar við tæki sín og bíða þess að ná sambandi við geimfara, sem verið hefur á sveimi úti þar í nærri mánuð — aleinn. Ekki haft talsamband við neinn, ekkert nema myrkt tómið fyrir augunum, sama og ekkert rými til að hreyfa sig. Lítill depill kemur í ljós á radarskífunni og allir festa á hann augun. Þokist hann nokkuð nær merkir það að geimfarið sé aftur í kallfæri við stöðina, í fyrsta skipti eftir þrjár vikur. Sendingin er hafin. „Þetta er Mercurystöðin," segir karlmannsrödd. „Heyrirðu til mín, Smith geimfari?" Lágur smellur, dálítið urg, og síðan kemur hið langþráða svar: „Ó, gerið svo vel að koma inn, fagra mær. Hver eruð þér? Sjálfur er ég ekki nema agnar- lítið smástirni. En þó er ég ekki viss um það. Ég gæti verið helmingi . .. jafnvel tvöfalt stærri.“ Eða eitthvað í þessum dúr. Enn sem komið er hefur enginn geimfari verið svo lengi á sveimi, að áhrif hinnar algeru einveru þrúguðu hann eins og farg. Og samtal þeirra við menn á jörðu niðri hefur verið verið í blessunarlegu samræmi við heilbrigða skyn- semi. En sá tími er ekki langt undan að geimferðirnar standi mun lengur, en geimfarinn hafi um minna að hugsa. Og þá er ekki fyrir það að synja að hann kunni að ruglast eitthvað í ríminu, og að tilkynningar þær, sem hann sendir frá sér, verði nokkuð torskildar. í rauninni er það fyrst nú, sem hafizt hefur verið handa um að rannsaka vísindaleg áhrif þess einmanaleika, sem alger einangrun veldur. Svo er að sjá sem geislunaráhrifin og þyngdarleysið muni ekki reynast óyfirstíganlegir farar- tálmar á leið mannsins út í geiminn, en öllu örðugra er að átta sig á einangr- uninni. Vitað er að hún getur ruglað og skert hæfni mannsins til að hugsa og álykta rökrétt — beinlínis breytt honum í eins konar skynlausa jurt, sem visnar og deyr á uggvænlega skömmum tíma. Sá einmanaleiki á þó ekkert skylt við leiðinda-einmanaleikann, er sótt getur á ferðamanninn í gistihúss- herbergi langt að heiman, ekki heldur þráar-einmanaleikann, sem þjáð getur aðskilda elskendur eða saknaðareinmanaleika syrgjenda. Þetta er sá einman- leiki, sem skapast fyrir algera einangrun frá venjulegu umhverfi og öllu því, sem viðkomandi er orðinn vanur að skynja fyrir sjón sína, heyrn og bragð, þef og snertingu. Lausnin á þessum vanda er orðin eitt mikilvægasta viðfangs- efni geimvísindamanna, því að svo fremi sem geimfarinn getur ekki haft það í fari sínu, sem viðheldur þessum venjulegu áhrifum, grípa hann lciðindi, síðan eirðarleysi og önuglyndi, unz alls konar hugarórar og ofskynjanir ná valdi á honum og útiloka rökrétta hugsun og viðbrögð. Geimvisindastofnunin bandaríska, sem hefur aðsetur sitt í Wright-Patterson herflugstöðinni, hefur þegar í undirbúningi rannsókn á þessu fyrirbæri, í þeim tilgangi að komast að raun um hvernig maðurinn geti varizt tómleikanum, og haldið heilbrigðri skynsemi eftir að hann hefúr rofnað úr tengslum við allt og alla. Einnig er unnið að lausn þessa viðfangsefnis í rannsóknastofnunum flotans. Fámennum hópum sjóliða hefur um skeið verið haldið í einangrun í stöðvum læknisfræðideildar flotans að Bethesda í Maryland, í þeim tilgangi að finna vörn gegn því að sjóliðarnir gangi af vitinu vegna hina löngu ein- angrunar í neðansjávarsiglingum kjarnorkuknúinna kafbáta. Auk þessara manna eru þeir ekki ýkjamargir, sem reynt hafa algera ein- angrun frá öllu því, sem þeir höfðu vanizt. Fáeinir landkönnuðir, fjallgöngu- menn, skipbrotsmenn og fangar hafa komizt næst því. Þeir, sem hafa orðið að reyna algera einveru, hafa ekki lifað til frásagnar. Veturinn 1934 dvaldist Richard E. Byrd aðmíráll aleinn um fimm mánaða skeið í þröngu byrgi, sem grafið var niður í Rossjökulinn á Suðurheimskauts- landinu. Opinberlega var látið heita að hann hefði haldið í þessa útlegð til að athuga suðurljósin og ýmis veðurfræðileg fyrirbæri. En hann lét það upp- skátt fjórum árum síðar, að hann hefði um leið viljað leita einveru og næðis, og fagnað því tækifæri, sem þarna bauðst. „Það er ekki einungis hin landfræðilega einangrun, sem ég sóttist eftir“, reit hann fjórum árum síðar. „Ég þráði að finna allri hugsun minni nýjan og traust- an grundvöll. Þarna bauðst mér næði til að vinna upp margt, sem ég hafði vanrækt, lesa og nema og hlýða á hljómplötur í ef til vill fulla sjö mánuði, án þess að verða fyrir nokkrum truflunum eða teljandi töfum. Þarna gæti ég lifað lífinu öldungis eins og ég vildi, engu háður nema náttúruöflunum, storm- inum, myrkrinu og frostinu, en annars að öllu leyti minn eigin herra“. Unaðslegt? „Að ég reiknaði þarna skekkt", segir Byrd enn, „má bezt sjá af því, að ég hafði nærri týnt lífi mínu. Ég hafði ekki reiknað með því að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.