Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 27
AÐ VERA EINN MEÐ SJÁLFUM SÉR ER GOTT OG NAUÐSYNLEGT ÖÐRU HVORU, EN ALGJÖR í J T J ég fengi að reyna hve maður getur verið nálægt því að deyja, án þess þó að deyja, eða vilja deyja“. Byrd aðmíráll þoldi hið líkamlega álag myrkratímabils- ins og kuldans. Hann fékk aðkenningu af kolsýringseitrun frá hreyflinum, sem framleiddi raforku fyrir radíóstöðina, sem komið hafði verið fyrir í smáklefa, höggnum í ísinn, en hún varð honum ekki að verulegu meini. Það var hið sálræna álag, sem hafði því sem næst riðið honum að fullu. „Vaninn kemur af stað ósjálfráðri, lífefnafræðilegri keðjuverkun, fyrir sálræna svörun og gagnsvörun, í sjálfum kjarna verundarinnar, og hún krefst stöðugt framhalds", segir Byrd. „Það er flísin, sem við rís. Ég held að maður- inn geti ekki lifað án þess að heyra einhver hljóð og raddir, finna þef og beita snertiskynjun sinni, fremur en hann getur lifað án nauðsynlegustu næringarefna". Norsku veiðimennirnir norður á Svalbarða hafa sérstakt orð yfir það, þegar heimskautsnóttin tekur að þjarma að sálinni — þá segja þeir, að maðurinn verði „rar“, undar- legur. „fshafið kallar", segja þeir hver við annan, þegar einhver félagi þeirra tekur upp á því að ganga í sjóinn, án þess hann hafi orðið fyrir neinu, svo vitað verði. Christiane Ritter, austurrísk kona, sem dvaldist vetrarlangt í veiðikofa á Svalbarða, telur að „skelfing tómleikans" hafi orðið mörgum einmana veiðimanninum norður þar að bana. „Það var ekki fyrst og fremst skyrbjúgurinn", segir hún. Þótt þeir ættu nægar matarbirgðir og nóg af nýju kjöti, dóu þeir eins fyrir það. Þeir höfðu byssur og skothylki og veiðidýrin voru á næsta leiti. En þeir höfðu ekki dáð í sér til að fara út úr kofanum. Skelfingin sat um þá fyrir utan dyrnar; skreið í rökkrinu um hjarnið eins og einhver ógur- leg forynja, og óttinn við hana hélt hugrökkustu veiði- görpum og sæförum innan dyra. Það var ímynd steinrunn- innar helgrímu umhverfisins og hinn ógnþrungu kyrrðar, sem gróf um sig í sál þeirra og saug úr þeim ailan kraft og kjark. Það gat því ekki hjá því farið, að líkamlegur vanmáttur og vangeta segði einnig brátt til sín.“ Alain Bombard, franski læknirinn, sem sigldi einn síns liðs á björgunarfleka yfir Norður-Atlantshaf, komst að raun um sams konar lífeðlislega uppþornun, við rannsókn á afdrifum skipbrotsmanna. Níu af hverjum tíu þeirra höfðu látizt af völdum „einmanaleika" innan þriggja sólar- hringa, því að þeir mundu hafa þolað hungur og þorsta mun lengur. „Þegar skip sjómannsins ferst“, segir dr. Bombard, „ferst heimur hans með því. Honum bregzt bæði hugrekki og rökrétt hugsun um leið og hann hefur ekki lengur þilfar undir fótum. Björgunarbáturinn veitir honum jafnvel ekki nauðsynlegt öryggi. Hann situr þar og hefst ekki að, ofur- seldur ótta sínum og eymd, og getur varla talizt lífs nema að hálfu leyti. Hann er varnarlaus gagnvart náttmyrkrinu og storminum og einmanaleikinn vekur með honum slíka skelfingu, að hann þolir hvorki þögniná né sjávarhljóðið, svo að það þarf ekki nema tæpa þrjá sólarhringa til þess að hann gefist upp við að lifa“. Enda þótt menn hafi þekkt þetta dapurlega fyrirbæri um langt skeið, er það fyrst nú að hafizt er handa um kerfisbundna rannsókn á því. Frumherjar á því sviði eru þeir dr. Donald O. Hebb, prófessor í sálfræði við McGill- háskólann í Bandaríkjunum, og dr. John C. Lilly, sérfræð- ingur í sálgreiningu og sálrænum taugasjúkdómum, starf- andi við háskólann í Pennsylvaníu. Fyrstu tilraunir dr. Hebbs voru í því fólgnar, að nokkrir háskólastúdentar voru fengnir til þess — fyrir 20 dollara kaup á dag — að liggja á bálki í einangruðum klefa. Þeir voru látnir vera með ógagnsæ hlífðargleraugu og þannig Framhald á bls, 32. vikan 7. tbi. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.