Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 29
Hann ákvað að vera hreinskilinn við hana: „Þessi eina sál er tuttugu þúsund dollara virði, og fyrir þá höfum við fulla þörf. Það er kostnaðarsamt að boða hina sönnu trú, eins og þú veizt.“ SÖNN SAGA EFTIR ANTHONY STERLING „Þetta er allt mjög mikilvægt,“ skýrði hann út fyrir þeim, sem undruðust þennan mismun. „Allt, sem spámaður ykkar gerir, gerir hann til að reyna ykkur, það verðið þið að muna, til að ganga úr skugga um að þið séuð hæf til að ganga í Kóngsríkið." Eins og Mike Mills hafði gert, lét Ben þegna sína aðeins hafa nauð- synleg klæði, eftir að hann hafði tekið af þeim allar eigur þeirra. Hann fór einnig að dæmi Mills í því, að banna þeim að neyta áfengis, tóbaks og kjöts. Ef einhver orðróm- ur komst á kreik um steikurnar, sígaretturnar og bjórinn eða vínið, sem var daglegt brauð á borðum konungsins, svaraði hann alltaf því sama til — hann væri aðeins að reyna trú þeirra og traust á sér. Hann hafði ekki til einskis hlust- að á Atkinson verja Mike Mills og séð hvernig hann hafði næstum fengið hann sýknaðan með játningu Bernice Bickle. Hann heimtaði því fullkomna ævisögu og játningu af öllum, sem gerðust þegnar sjöunda ríkisins. Ef ekkert var í þeim játn- ingum, sem nota mátti gegn við- komandi síðar, reif Ben konungur þær í tætlur og heimtaði aðrar. Hann sagði, að aðeins með því að játa allar syndir sínar, gæti nokkur gert sér von um eilíft líf. Margar sálir lugu beinlínis upp á sjálfa sig syndum, til þess að gera himneska sendiboðann ánægðan. Eftir að aðaljátningin hafði verið tekin gild, áttu menn að gera mán- aðarlegar játningar. En þar sem ekki voru mörg tækifæri til að syndga í húsi Davíðs, voru þær játningar lítils virði, en Ben lét aðstoðarmenn sína lesa allar játningar og taka úr þeim þær upplýsingar, sem voru einhvers virði, en brenna hinu. Valdið var nú farið að stíga hon- um til höfuðs. Hann fór að láta al- múgafólkið skipta um bústaði í hverri viku, til þess að koma í veg fyrir, að það fengi nokkurn eigna- rétt. Hann gekk enn lengra og bann- aði allt hjónalíf, ekki einu sinni kossar voru leyfðir. Hann vitnaði í Biblíuna til að finna þessu banni stað, en sannleikurinn var sá, að hann vildi sitja einn að öllum kon- um í ríkinu. Benjamín Franklin Purnell komst að raun um, að kenning hans var rétt. Þegnar hans elskuðu beinlínis þjáningar og refsingu. Því aumara sem líf þeirra varð og þess meiri mismunur, sem varð á kjörum hans og þeirra, því fastari varð hann í sessi. Ef einhver safnaðarmeðlimur hreyfði minnstu mótmælum, sem sjaldan kom fyrir, og ef prédikan- ir og loforð Bens höfðu ekki áhrif, var maðurinn kallaður einslega á fund spámannsins í Shiloh. Þar sá hann í fyrsta sinn konung sinn eins og hann var í raun og veru — ekki sem guðlegan spámann, heldur sem slægan og grimman mann. „Hér er tíu dollara seðill og járn- brautarfarmiði til Chicago," sagði hann kuldalega. „Vertu sæll, bróðir.“ „Fæ ég ekki peningana, sem ég lagði inn með mér?“ spurði upp- reisnarmaðurinn. Ben var þá vís til að hlæja. „Það er betra fyrir þig að vera laus við þá, bróðir. Það er auðveldara fyrir úlfalda að fara í gegnum nálarauga en rikan mann að komast í himna- ríki.“ „Ég heimta peningana mína!“ „Þá- skaltu tala við lögfræðing. Hann mun segja þér, að þú getur ekki krafizt þess að fá aftur gjafir, sem þú hefur gefið þessari kirkju, eða nokkurri annarri kirkju.“ „Allt í lagi,“ gat verið að mað- urinn segði hótandi. „Ég fer þá bara á næsta dagblað og segi þeim frá öllu hérna. Ég skal gera öllum heim- inum Ijóst, hvað hér fer fram.“ Þá hristi Ben konungur höfuðið, opnaði spjaldskrána og las upphátt nokkra vel valda kafla úr játning- unni hans. „Ég yrði þá að láta allan heiminn vita, hvernig maður það væri, sem kæmi með slíkar upplýsingar, er það ekki sanngjarnt? Nei, bróðir. Það er betra fyrir þig, að taka lest- ina til Chicago og gleyma alveg söfnuðinum okkar.“ í viðskiptum sínum við kaupmenn borgarinnar reyndist Ben einnig furðulega séður af heilogum spá- manni að vera. Ef honum fannst verðið á timbri of hátt, leigði hann skóg til trjáhöggs við vatnsbakk- ana og sendi hóp skeggjaðra fsra- elsmanna í viðarhögg. Svo keypti hann bát, sem hann nefndi Rising Sun og notaði hann til viðarflutn- inga, bæði fyrir byggingarnar í Húsi Davíðs og eins til að flytja timbur og selja á markaðnum. Á margan hátt var Ben sami trúð- urinn og hann hafði verið á dögum sínum sem flakkari. Hann sendi stóran sýningarflokk á heimssýning- una í St. Louis, sem í voru ungar og fallegar ísraelsstúlkur og færir hljómlistarmenn, og áttu þau að boða sanna trú og dreifa eintökum af Betlehemsstjörnunni. Hann hafði uppi ráðagerðir um enn glæsilegri sýningu á heimssýningunni í Chi- cago, en það var aðallega í ræðum hans yfir söfnuðinum, sem hæfileik- ar hans sem leikari komu fullkomn- lega í ljós. Margir núlifandi menn heyrðu Ben Purnell prédika — og þeir segja, að það hafi verið ógleyman- legt, því að ræður hans voru jafn litauðugar og rauðgullið hár hans og skegg. Hann kastaði sér út í hræðilegar lýsingar á þeim þján- ingum, sem biði trúleysingja — alls kyns drepsóttir mundu sækja á þá, þeir mundu brenna til eilífðar í eldsdíkinu, og lýsingar hans voru svo nákvæmar og sannfærandi, að það var varla hægt að efast um, að hann hefði séð þessa hluti með eig- in augum. En allt í einu varð rödd hans róleg, blíð og seiðandi, þegar hann lýsti hinni gullnu borg, sem biði hinna trúföstu þegar þúsund ára rík- ið yrði að veruleika. Þegar hann loks hafði æst áheyr- endur sína svo upp að þeir vissu varla lengur hvar þeir voru staddir, byrjaði hann að kalla til þeirra spurningar og lét hvern mann standa á fætur um leið og hann svaraði. Trúðu þeir á hann? Vildu þeir fórna öllum jarðneskum gæðum og meðtaka boðskap hans? Treystu þeir honum? Vildu þeir fylgja hon- um inn í borgina gullnu? Salurinn, sem hann prédikaði í, var beint á móti Shiloh og Jerúsalem og stakk undarlega í stúf við þær byggingar. Hann var alveg íburðar- laus og það var eins og Ben vildi með þessu sýna vald sitt yfir trú- bræðrum sínum, sýna, að hann gæti teflt þessum ömurlega sal og bágum lífskjörum þeirra gegn glæsilegum húsakynnum sjálfs sín og dýrum lifnaðarháttum. En það reyndi fyrst verulega á hann, þegar Israelsmenn fóru að vonast daglega eftir komu þúsund ára ríkisins. Það var í enda ársins 1906, en Ben reyndist vandanum vaxinn. Hann kallaði saman geysi fjölmennan fund allra þegna sinna og talaði þar samfleytt í tvær klukkustundir. Hann ávítaði þá þunglega fyrir syndsamlegt líferni þeirra og illar hugsanir og trúleysi. Þegar hann hafði sannfært þá um sekt þeirra og svik, tilkynnti hann nýja opinberun. Drottinn var svo reiður yfir trúleysi þeirra og skorti á hollustu þeirra við spámann sinn, að hann ætlaði að fresta komu þús- und ára ríkisins um óákveðinn tíma. Þeir trúðu honum. Það voru að- eins örfáir menn, sem töldu þetta svik og voru ákveðnir í að yfirgefa söfnuðinn, en mikill meiri hluti safn- aðarins fór út úr salnum þennan dag með samvizkubit yfir trúleysi sínu og óhlýðni, og með góðan á- setning um undirgefni og hlýðni við guðlegan sendiboða sinn í einu og öllu. Benjamín Franklin Purnell gaf þeim næg tækifæri til að sanna það í verki. Hann hafði frá byrjun hald- ið gamla siðnum í heiðri um blóð- hreinsun kvennanna. Hann kom á fót innsta hringnum, sem hann hafði ráðgert í Fostoria og hafði í hon- um fimmtán til tuttugu kornungar stúlkur. Þær bjuggu í smáherbergj- um, sem hægt var að ganga beint í frá íbúð hans. Þegar hann þreytt- ist á þeim eða að þær urðu eldri, lét hann þær fara, en bætti þá nýj- um við jafnóðum og þær uxu upp og vöktu athygli hans. Kvennabúr Bens konungs í Shiloh bar af því, sem Mike Mills hafði átt — kvenna- búr hans var næstum eins og ein- kvæni borið saman við það sem Ben hafði í kringum sig. Framhald á bls. 34. VIKAN 7. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.