Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 31
II 4 'biipna f° Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl): Þetta verður skemmtileg vika í alla staði, en hætt er þó við að þú gerir of miklar kröfur til umhverfisins, og gætl það orðið til þess að varpa einhverjum skugga á helgina. Maður, sem þú hefur ekki umgengizt lengi, kemur nú fram á sjónarsviðið og mun hafa talsverð áhrif á gerðir þínar. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Þetta verður afar ©skemmtileg vika, einkum fyrir unga fólkið. Líklega ferð þú í skemmtilegt samkvæmi rétt fyrir helgina, og þar muntu kynnast persónu, sem þér likar mjög vel við, svo að ekki sé meira sagt. Atburður frá í fyrri viku endurtekur sig, en nú munt þú kunna að bregðast rétt við. Heillatala 8. Tvíhuramerkið (22. maí—21. júní): Þú virðist vera eitt- hvað eirðarlaus þessa dagana, og veiztu vel sjálfur af hverju það er. En allt bendir til þess, að nú fari að blása byrlega, og virðist ástæða til bjartsýni. Konur mega varast svolítið allt óhóf, einkum hvað snertir drykk. Föstudagurinn býður upp á skemmtilegt ævintýri. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Kona, sem þekkir þig lítilsháttar, kemur mikið við sögu þína og verður til þess, að þú tekur framförum á vissu sviði. Á vinnu- stað gerist eitthvað, sem verður til þess að þér gefst skemmtilegt tækifæri. Vinur þinn einn sýnir einhverja öfund í þinn garð, en reyndu að láta sem þú takir ekki eftir því. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Þessi vika verður ©fremur tilbreytingarlaus að sunnudeginum undanskild- um, en þá gerist svo margt óvenjulegt, að leitun er á öðru eins. Kvöldin verða allt að því öll eins, og væri þér bezt að vera sem mest heima við, því að utan heimilisins finnurðu litla afþreyingu. Talan 5 skiptir karl- menn miklu. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þú munt Oeiga afar annríkt í vikunni, en yfirleitt eru þetta fremur geðþekk störf, svo að þér mun llða vel, ekki sízt þegar öllu er lokið, enda muntu þá fara hressilega út að skemmta þér, og átt þú sannarlega fyrir því. Þú virðist dálítið eigingjarn þessa dagana. Heillalitur rauðleitt eða bleikt. Vogarmerkið (24. september—23. október): Þú eignast annaðhvort nýtt áhugamál í vikunni eða sinnir ó- venjumikið gömlu áhugamáli, og er gott til þess að vita, og ekki ólíklegt að þú getir með því unnið þér inn drjúgan aukaskilding. Þú færð undarlega hug- mynd í kollinn í vikunni. Hugsaðu þig vandlega um, áður en þú flanar að einhverju. Heillatala 6. Drekamerkið (24. október—23. nóvember): Þetta verð- ur vika mikilla freistinga, en líklega ert þú maður til að standast þær allar — einkum ef þú ferð að ráð- um ástvinar þíns. Amor verður mikið á ferðinni meðal fólks yfir þrítugu. Eitthvað verður til að valda þér vonbrigðum um helgina, en þetta er alls ekki eins slæmt og virðist í fljótu bragði. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. desember): Það ©ber talsvert á hirðuleysi í fari þínu þessa dagana, jafnvel sóðaskap, og verður þú að bæta úr þessi hið snarasta, enda er þetta farið að vekja umtal meðal kunningjanna. Þú verður aldeilis lánsamur eftir helg- ina, og líklega verður þar um einhvern fjárgróða að ræða. Heilla- litur bláleitt. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): Laugardag- urinn verður langbezti dagur vikunnar, og muntu þá MirJ komast að því, að góðvinur þinn býr yfir ýmsu, sem þú hefur ekki komið auga á fyrr, og verður það til þess, að samband ykkar verður enn nánara en fyrr. Ef þú vinnur erfiðisvinnu, væri þér hollast að hvíla þig i eins og einn dag. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar): Þetta verður erfið vika hvað alla vinnu snertir, en hún jB verður líka ánægjuleg, ekki sízt fyrir kvenfólkið. Þú færð skemmtilega hugmynd, sem þú skalt flýta þér að hrinda í framkvæmd, áður en það verður um seinan. Þú skuldar einhverjum bréf, og ef þú vilt ekki hljóta verra af, skaltu skrifa strax. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz); Þú lítur óvenju- björtum augum á tilveruna þessa dagana, enda hef- urðu vissulega ástæðu til. Gamall draumur rætist í vikunni, og verður það til þess að þér finnst allt leika í lyndi — enda er það svo. Vankunnátta þín á vissu sviði verður til þess, að þú ferð að kynna þér umrætt svið betur. Foreldrar! Leiðbeinið barninu er það velur sér skólapennann. Einn þekktasti skóla- frömuður íslenzkra barnaskóla hefur mælt með KREir/.ER pennanum. KREUZER- pennaverksmiðjan í Bonn, V-Þýzkalandi átti 25 ára afmæli á s.l. ári og selja framleiðslu sína í 48 löndum í sívaxandi mæli. EF ÞÉR VILJIÐ SKRIFA VEL ÞARF PENNINN AÐ VERA GÓÐUR. KREUZER -penninn fæst í næstu búð. Einkaumboð: H.A.Tulinius Heildverzlun. VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.