Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 32
Einveran drepur þig. Framhald af bls. 27. um búið, að þeir gætu ekki hreyft fingur eða hendur sér til afþreying- ar, en ekkert hljóð barst að eyrum þeirra nema einhljóma mal loft- ræstingarspaðanna. Fyrst í stað var þessi klefavist stúdentanna hvíld frá hversdags- önnum og amstri. Þeir sváfu löng- um. Síðan, þegar þeir voru orðnir vel hvíldir og endurnærðir, tók þeim að þykja nóg um aðgerðarleys- ið og reyndu sem þeir máttu að stytta sér stundir — sungu, blístr- uðu og töluðu við sjálfa sig, skelltu saman krossviðarhreifunum, sem spenntir höfðu verið á hendur þeim, eða struku með þeim klefaveggina. Eirðarleysi þeirra jókst stöðugt og allt látæði þeirra varð að sama skapi fálmkenndara og tilgangslaus- ara. Loks gátu þeir ekki hugsað skipulega eða raunhæft lengur. Nokkrum þeirra fannst einangr- urrin óþolandi. Þrátt fyrir launin, veittist dr. Hebbs örðugt að fá þá til að halda tilrauninni lengur áfram en í tvo eða þrjá daga, og margir hættu áður en henni var lokið. Þeim bar saman um, að það hefði veitzt stöðugt örðugra að ein- beita hugsuninni að einhverju sér- stöku viðfangsefni. Sumir höfðu reynt að rifja upp atriði úr náms- greinum sínum, eða finna lausn á viðfangsefnum, sem þeir settu sér, en sú viðleitni reyndist árangurs- laus. Því næst tóku við hugarórarnir og ofsjónirnar. Einn sá „veggfóðurs- mynztur“. Sýnir sumra annarra þeirra voru stórum frumlegri: „Fylking gulra dverga með gapandi munn og svartar kollhettur“. „Forn- aldarófreskjur á reiki um frum- skóga“. Einn heyrði raddir tala til sín; annar heyrði tónlist, eins og leikna af hljómplötum, og enn einn sá lítið geimfar, sem skaut kúlum án afláts, er hæfðu hendur hans og arma. Loks sá einn hurðarhún, en varð fyrir raflosti í hvert skipti sem hann rétti út höndina og hugð- ist taka um hann. Furðulegt var hve allt viðmiðun- arminni þvarr. Þegar á leið tilraun- artímabilið, gerðist það að sumir hinna einangruðu urðu svo snar- villtir í snyrtiherberginu, þegar þeir höfðu verið leiddir þangað vegna þarfinda sinna, að eftirlits- maðurinn með tilraununum varð að koma þeim til leiðbeiningar, og höfðu þeir þó komið í þetta snyrti- herbergi oftsinnis áður. Þess er þó ekki getið í skýrslunum, að þarna kunni að hafa verið um að ræða ósjálfráð og óvituð viðbrögð til að hafa samfélag við aðra, sem er sterkust þrá sérhvers manns, sem býr við einangrun. Tilraunir þær, sem dr. Lilly hafði með höndum, gengu í sömu átt, nema hvað þyngdarleysinu var bætt við einangrunina. Sá, sem tilraun- in er framkvæmd á, flýtur á grúfu í vatnsgeymi, allsnakinn, án snert- ingar við nokkurn hlut nema frosk- mannshjálmgrímu, sem hann hefur á höfðinu. Hann sér ekki neitt og heyrir ekki neitt nema sinn eigin andardrátt og örlágan þyt í loft- slöngunum, sem liggja að og frá hjálmgrímunni. Vatninu er haldið líkamsheitu, svo að það vekur ekki neina tilkenningu. Dr. Lilly reyndi þetta fyrst sjálf- ur. f því næst þrjá stundarfjórðunga gerði hann sér grein fyrir umhverf- inu, hélt fullri meðvitund og ó- brengluðu minni. Hann naut jafn- vel þess að liggja þarna í myrkrinu og hafast ekki að. En svo varð hann smámsaman gripinn sífellt sterkari löngun til að rjúfa þetta aðgerðar- leysi. Þrátt fyrir þann ásetning sinn að liggja gersamlega hreyfingarlaus, vissi hann ekki orðið af fyrr en hann var farinn að gera svaml- kenndar hreyfingar í vatninu, eða núa saman fnigrum. Hvort tveggja veitti honum ynnilega fullnægingu, og um leið fann hann, að spennan jókst og mundi verða sér svo ó- bærileg, ef hann neitaði sér um þessa útrás, að hann yrði að fara upp úr geyminum til að draga úr henni. Þegar komið var yfir hámark þessarar spennu, fann dr. Lilly hvernig hugsanirnar gerbreyttust „... í hugleiðingar og hugaróra, þar sem mjög gætti persónulegra áhrifa og tilfinningasemi. Sú reynsla var þess eðlis, að ekki er unnt að skýra frá henni opinberlega, enda hlýtur hún að fara að verulegu leyti eftir því hver maðurinn er“. Að loknu þessu tímabili spennu og hugaróra, sem stóð samanlagt í hálfa þriðju klukkustund, tók við það, sem dr. Lilly kallar „ásókn kynjasýnanna". Utan úr myrkrinu færðust að alls konar furðulega formaðir hlutir með sjálflýsandi út- línum, en framundan opnuðust göng, og virtist blátt ljós streyma frá veggjum þeirra. Þegar hér var komið, tók hjálmgríma doktorsins að leka, svo að hann varð að fara upp úr geyminum, án þess að kom- ast að raun um hvert göng þessi leiddu. Svipaðar tilraunir voru síðan gerðar að herspítalanum í Okla- homa-borg, undir umsjá dr. Jay T. Shurley, nema hvað tilraunaþol- arnir skýrðu jafnótt frá reynslu sinni gegnum radíóhljóðnema á hjálmgrímunni. Hún var að eðli til N-s á hættu, austur gefur. A K-4-3 y D-7-5-2 + D-G-4 * 7-6-2 * V ♦ * 10-9-8-7-5 6 K K-D-10-5-4-3 N V A S A V ♦ * D-G 9-8-4 A-10-9-8-6-3-2 G A A-6-2 V A-K-G-10-3 ♦ 7-5 * A-9-8 Austur Suður 3 tíglar 3 hjörtu pass pass Útspil tígulkóngur. Tveir af beztu spilurum Banda- ríkjanna, báðir landsliðsmenn, lögðu saman hæfileika sína og unnu tyí- menningskeppni New York borgar fyrir stuttu. Tobias Stone, í suður, sagði þrjú hjörtu við þriggja tígla hindranasögn austurs og John Craw- ford, makker hans, hækkaði í f jögur. Vestur spilaði út tígulkóng og lét síðan út laufakóng. Stone tók vel eftir því að austur lét gosann. Sagn- hafi drap ásinn og tók þrisvar tromp. Síðan spilaði hann tígli og lét gosann úr borði. Austur, sem var inni á tígulásinn, spilaði klók- indalega út spaðagosa en allt kom fyrir ekki. Stone hleypti þessu til kóngsins Vestur Norður pass 4 hjörtu pass í borði, tók tíguldrottningu og kast- aði laufi heima. Nú spilaði hann spaða úr borði og þegar austur lét drottninguna, hafði sagnhafi fengið talningu á hendi hans. Austur var með skiptinguna 7-3-2-1 og sagn- hafi var ekki lengi að gefa honum slaginn á drottninguna. Nú gat austur engu spilað nema tígli og þar eð sagnhafi hafði eyðu báðum megin í þeim lit, gat hann hent laufi að heiman og trompað í borði. Spil, sem virtist í fljótu bragði vera tvo niður, hafði því unnizt á góðri spilamennsku og rökréttri hugsun, sem einmitt eru tvö aðal- einkenni bridgesérfræðinga. sú sama og dr. Lilly skýrði frá — spenna, sem sífellt jókst, unz hugar- órarnir og loks kynjasýnirnar tóku við. Einn sá rjómaíshorn með sagi í, heyrði því næst hund gelta, og stundarkorni síðar var hann sjálfur farinn að syngja klámvísur. Þá tal- aði hann um að fara að synda eins og skjaldbaka, en kvaðst ekki geta það, þar eð þessar bölvaðar loft slöngur væru honum til trafala. Allt í einu hrópaði hann með grát- staf í kverkunum: „Hvað skyldu þær manneskjur vera 'margar, sem hugleiða í fullri alvöru, hvaða þýðingu þetta hef- ur?“ Og andartaki síðar: „Hve margar skyldu þær manneskjur vera, sem hugleiða einu sinni, að- eins einu sinni, hvað ástin er?“ Og enn andartaki seinna: „Ég heyri raddir — karlmannsraddir“. Því næst hló hann ofsafengið: „Fari það kolað; þetta eru aílt brúðu- karlar ...“ Að fjórum og hálfri klukku- stundu liðinni, spurði hann: „Heyri ég þessar raddir í raun og veru?“ Því næst þreif hann allt í einu af sér hjálmgrímuna og kleif upp úr geyminum. Þessar tilraunir hafa að sjálf- sögðu orðið að sama skapi flóknari og þekking manna á áhrifum ein- manaleikans hefur aukizt. En þrátt fyrir allt veit tilraunaþolinn það auðvitað, að umsjónarmennirnir koma honum til bjargar, ef tilraunin gerist hættuleg lífi hans. Vísinda- mennirnir geta því einungis ályktað það af frásögnum manna, sem reynt hafa slíkt sjálfir og lifað það af, hvernig tilraunaþolar þeirra myndu bregðast við, ef þeir nytu ekki þessa öryggis. En hvað þá um geimfarann? Hvaða ráðstafanir geta varið hann, andlega og líkamlega, gegn þessum tærandi áhrifum einmanaleikans’ Það er vitað að sumir menn hafa vissulega öðrum meiri mótstöðu- kraft gegn áhrifum einmanaleikans. Frú Ritter komst að raun um, að þeir úthverfu meðal veiðimannanna, sem höfðu vetursetu í Svalbarða gátu alltaf fundið sér einhver við- fangsefni, og þá um leið fyllt um- hverfi sitt veruleika, sem bjargar þeim, þegar ekki er um neina ut- anaðkomandi tilbreytingu að ræða. Þeir, sem hneigðir eru fyrir íhygli, leita athvarfs hið innra með sér, þar sem þeir geta orðið undraverðr- ar birtu aðnjótandi. En það eru þeir, sem láta undan síga fyrir með- fæddri leti sinni, sem eiga það fyrst og fremst á hættu að glata sjálfum sér í tómleika og ofurselja öll sín skynfæri sjúklegum hugarórum fyr- ir ofraun taugakerfisins“. En vísindin eiga eftir að finna þá manngerð, sem stenzt áhrif ein- manaleikans eins lengi og nauðsyn krefur. Sterkur vilji og staðföst skapgerð geta einungis dregið ósig- ur mannsins í þeirri viðureign eitt- hvað á langinn. Dr. Robert H. Felix, yfirmaður heilbrigðismálastofnunar Bandaríkjanna — þar sem vatns- geymatilraunir dr. Lillys voru 22 — VIKAN 7. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.