Vikan


Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 14.02.1963, Blaðsíða 33
framkvæmdar — lagði einmitt á- herzlu á þetta atriði, þegar þing- nefnd, sem kjörin var til að at- huga áhrif hins svokallaða „heila- þvotts“, leitaði álits hans. „Það er hægt að brjóta niður mót- stöðuþrek hvers einasta manns“, sagði dr. Felix, „og gildir þar einu gerð hans, uppeldi og skoðanainn- ræting. Um leið og öll ytri áhrif hafa verði útilokuð, má endurmóta sann- færingu hans að vild“. Hann vefur þá hvaðeina, sem honum er sagt, saman við hugsun sína, og smám- saman verður það snar þáttur í öll- um ályktunum hans og rökum. Eina leiðin til þess að bjarga manni frá að verða áhrifum einman- leikans að bráð, er að finna honum eitthvert viðfangsefni; starf. Þetta kemur hvað eftir annað fram í dag- bókum og frásögnum landkönnuða og skipbrotsmanna. Dr. Bombard segir frá því, að armbandsúr hans bilaði, þegar hann var kominn á fleka sínum út á mitt Norður-Atlantshaf. „Þetta óhapp varð til þess að ég fór að hugleiða hve mjög það gæti dregið úr þreki mínu og þoli, að ég lét hverjum degi nægja sína þjáningu, en skipu- lagði ekki neitt fyrirfram, svo að ég ákvað að setja störfum mínum fasta stundaskrá. Ég er sannfærður um, að það er manninum lífsnauð- syn þegar þannig stundur á, að hann sé herra atburðanna, í stað þess að bregðast eingöngu við því, sem upp á kann að koma“. Frú Ritter, sem sat ein heima í veiðimannakofanum, þegar maður hennar og aðstoðarmaður hans voru á veiðum, reit í dagbók sína: „Þessi órofakyrrð er hverri manneskju ó- bærileg. í marga daga hef ég ekki komið út fyrir kofadyrnai Smám saman hefur helstirðnað umhverfið vakið með mér slíka skelfingu, að ég má það ekki augum líta. Ég sit inni í kofanum og sauma án afláts. Það skiptir engu í sjálfu sér, hvort ég sauma þetta núna eða ekki fyrr en seinna, en ég veit hvað ég er að gera. Ég vil umfram allt koma í veg fyrir að mér gefist andartaks- stund til umhugsunar, andartaks stund, sem ég kæmist ekki hjá að veita athygli tómleikanum úti fyrir. Ég hef komizt að raun um vald hugsunarinnar; það vald, sem oltið getur á um líf og dauða, hér á þess- um slóðum“. Frú Ritter reyndist einnig vel að dreifa huganum við lestur. Bækurnar opnuðu henni svið „eins konar raunveruleika". Vísindamenn eru á einu máli um að einmitt þarna sé að finna lausn- ina, eða að minnsta kosti nokkurn hluta lausnarinnar á vandamáli geimfarans. „Sjáið svo um að hann hafi nóg til að dreifa huganum," segir dr. Constanine D. J. Generales, sér- fræðingur varðandi hinn læknis- fræðilega þátt geimvísindanna. „Bækur á míkrófilmum, sjónvarps- sendingar frá jörðu, tónlist og við- fangsefni, sem hann getur glímt við. Sé þess nokkur leið, þarf hann líka að hafa rými til að geta hreyft sig BÚNAÐARBLAÐIÐ flytur bændum: Frásagnir af reynslu annarra bænda rið búskap, leiðbeiningar ráðunauta og vísindamanna, erlendar nýj- ungar, sem eiga við íslenzka staðhætti. • BÚNAÐARBLAÐIÐ er óháð stjórnmálum og stéttasamtökum. ^ BÚNAÐARBLAÐIÐ er ómyrkt í máli og hefur hag bændastéttarinnar fyrir augum í skrifum sínum. 9 BÚNAÐARBLAÐIÐ kemur út 12 sinnum á ári. Áskriftargjald er aðeins 150,00 krónur á ári. 9 Sá, sem gerist áskrifandi að VIKUNNI, fær BÚNAÐARBLAÐIÐ ókeypis. A VIKAN kostar 250,00 krónur ársþr iðjunslega. ÁSKRIFTARSEÐILL □ VIKAN □ BÚNAÐARBLAÐIÐ Nafn: .................................... Heimili: ................................. Sýsla: ................................... □ Greiðsla fylgir. □ Sendið póstkröfu. V I K A N — Skipholti 33 — Pósthólf 149 — Reykjavík. !______________________________________________ og þjálfað líkamlega. Þegar fram í sækir, verða smíðuð svo stór geim- för, að þau hafa áhafnir innan- borðs, og þá verða geimfararnir ekki lengur einmana“. Einmanaleikinn stafar því af einangrun frá öllu, sem maðurinn hefur átt að venjast; í sjálfu sér ekki neitt sjaldgæft fyrirbæri, þótt það vegna eðlis síns feli nú allt í einu í sér áður lítt þekkta og ógn- vekjandi hættu fyrir nútímamann- inn. Samt sem áður hefur Thoreau skilgreint ráðgátu þess í ritgerð sinni „Um einmanaleikann", eins Ijóst og nokkrum nútíma vísinda- manni mundi fært: „Einmanaleikinn verður ekki mið- aður við þá vegarlengd, sem aðskil- ur manninn frá samfélaginu við aðra. Námsmaður, sem stundar skólalærdóminn af kappi og alvöru, er jafn einmana í þröngt setnum nemendabústöðum í Cambridge og dervésinn á eyðimörkinni. Bóndinn getur aftur á móti unnið einn síns liðs á akri eða í skógi dag eftir dag, án þess að finna til einmanaleika, vegna þess að þá hefur hann nógu að sinna — en þegar hann kemur heim að kvöldi, getur hann ekki setzt að einn í afkima, við ásókn hugsana sinna, heldur verður hann að blanda geði „við heimilisfólkið“, sér til afþreyingar ... og þess vegna furðar hann sig á því hvemig náms- maðurinn getur setið aleinn í her- bergi sínu liðlangt kvöldið og lengst- an hluta dagsins án þess að verða eitthvað einkennilegur eða finna til þunglyndis; en hann gerir sér ekki grein fyrir því, að námsmaðurinn er, þótt hann sitji inni við, ekki síður önnum kafinn á sínum akri og í sínum skógi heldur en bóndinn á sínum, og að hann leitar sér öðru hverj.u svipaðrar afþreyingar og hinn síðarnefndi, þótt það kunni að vera innan þrengri ramma". Þeir tímar kunna að koma þegar vísindamennirnir geta beint hugs- anastarfsemi geimfaranna inn á þær brautir, að allar aðstæður úti í geimnum verði þeim „heimilis- legar“, svo að geimfarinn sé líka önnum kafinn á sínum akri og í sínum skógi. Hús og húsbúnaður. Framhald af bls. 14. með svörtu mynztri. Úr stofunni er gengið út á rúmgóðar svalir, sem vita móti suðri. Eftir venju- legum mælikvarða er þetta fimm herbergja ibúð, þar sem föst hefð virðist vera að skipta stofunni í tvö herbergi með imynduðu striki og nefna einhvern hluta af henni borðstofu. Kjarni málsins hór er sá, að ekki er eytt rými i horðkrók og borðstofu hvort við liliðina á öðru, en þess í stað fæst heilt svel'nherbergi sem eins konar bón- us fyrir gott skipulag. g. VIKAN 7. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.